Ítalski boltinn Juventus setti met Juventus hefur enn fimm stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 2-0 sigur á Sampdoria í gærkvöldi, sem var jafnframt níundi sigurleikur liðsins í röð í upphafi leiktíðar, sem er nýtt met í A-deildinni. Sport 27.10.2005 03:20 Rómverjar sektaðir Knattspyrnulið Roma hefur verið sektað um 25.000 evrur eftir að stuðningsmenn liðsins köstuðu smápeningi í höfuðið á dómaranum í grannaslag Roma og Lazio um helgina. Því miður eru atburðir sem þessi tíðir á Ólympíuleikvanginum í Róm, en stuðningsmenn liðanna beggja eru þekktir fyrir að vera ansi heitir. Sport 26.10.2005 04:02 Inter í 2. sætið á Ítalíu Inter Milan lyfti sér upp í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með stórsigri á Livorno, 5-0. Inter er 6 stigum á eftir toppliði Juventus sem er með fullt hús stiga eftir 7 umferðir. Fiorentina sem var jafnt AC Milan í 2. sæti fyrir umferðina mistókst að saxa á forskot Juve þar sem liðið tapaði fyrir Lazio, 1-0 í dag. Sport 23.10.2005 15:05 Ítalía: Kýldi vallarstarfsmann Alessandro Del Piero skoraði eina mark Juventus sem heldur áfram ótrauðri sigurgöngu sinni í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 1-0 sigri á Messina í gærkvöldi. Juve er nú með fullt hús stiga að loknum 7 umferðum. Í hinum leik gærkvöldsins tapaði Siena fyrir Udinese, 2-3 í leik þar sem afar sjaldgæf sjón varð fyrir augum áhorfenda. Sport 23.10.2005 15:04 Juventus í 5 stiga forystu Juventus náði 5 stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með 2-0 sigri á Inter Milan. David Trezeguet og Pavel Nedved skoruðu mörk Juve sem er með 18 stig eða fullt húst stiga eftir 6 umferðir í Serie A. AC Milan og Fiorentina koma næst með 13 stig í öðru og þriðja sæti. Sport 23.10.2005 15:01 Maldini skoraði tvö fyrir AC Milan Sjálfur varnarmaðurinn og fyrirliðinn Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann skoraði bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri á Reggina. Með sigrinum lyfti liðið sér í 2. sæti Serie A í fótbolta á Ítalíu og er með 13 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik inni gegn Inter Milan í kvöld. Sport 23.10.2005 15:01 Þjálfari Lecce rekinn Ítalska fótboltaliðið Lecce rak í morgun knattspyrnustjórann sinn, Angelo Grugucci. Gregucci var ráðinn til félagsins í sumar þegar hann tók við af Tékkanum Zdenek Zeman. Undir stjórn Gregucci lék Lecce fimm leiki og tapaði fjórum þeirra. Sport 23.10.2005 15:00 Adriano semur við Inter Brasilíski framherjinn Adriano hefur framlengt samning sinn við Inter Milan á Ítalíu um tvö ár og verður því samningsbundinn félaginu til ársins 2010. Adriano nýtti sér með þessu framlengingarákvæði sem var í samningnum hans sem hann undirritaði í fyrra eftir að hann kom til Inter frá Parma. Sport 23.10.2005 14:59 Maldini með met og sigur Varnarmaðurinn ótrúlegi Paolo Maldini hjá AC Milan fagnaði tvöfalt þegar lið hans vann sigur á botnliði Treviso 2-0 í ítalska boltanum í dag. Maldini hefur nú leikið flesta leiki allra í sögu deildarinnar og bætti met Dino Zoff, sem spilaði 570 á ferlinum í ítölsku deildinni. Sport 23.10.2005 14:59 Capello með fæturna á jörðinni Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að byrjun liðsins í deildarkeppninni á Ítalíu sé ekkert til að hrópa húrra fyrir þrátt fyrir fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar og hefur áhyggjur af leiknum við Udinese annað kvöld. Sport 17.10.2005 23:45 Juventus með fullt hús Juventus er eina liðið á Ítalíu sem hefur unnið alla leiki sína. Ítalíumeistararnir sigruðu Ascoli, 2-1, í gær. Juventus er með níu stig en fjögur lið eru með sjö stig: Fiorentina, Lazio, Palermo og Livorno. Sport 17.10.2005 23:43 Öruggur sigur Inter á Lecce Inter Milan vann auðveldan sigur á Lecce með þremur mörkum gegn engu í ítölsku fyrstu deildinni í fótbolta í gær og Parma marði 1-0 sigur á Empoli. Inter er efst í deildinni með sjö stig en það gæti breyst í dag þegar þriðju umferðinni lýkur. Sport 14.10.2005 06:43 Óvænt tap hjá AC Milan AC Milan tapaði óvænt fyrir Sampdoria í ítalska fótboltanum í dag, 2-1 þar sem nýliðinn Alberto Gilardino skoraði sitt fyrsta mark fyrir Milan. Leikurinn markaði tvöföld tímamót fyrir fyrirliðann Paolo Maldini sem var að leika sinn 800. leik fyrir félagið auk þess sem hann jafnaði leikjamet Dino Zoff sem lék 570 leiki í efstu deild á Ítalíu. Sport 14.10.2005 06:43 Juventust burstaði Empoli Juventus, Livorno og Udinese eru einu liðin með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Juve burstaði Empoli 4-0 í gær. Frakkinn Patrick Viera skoraði fyrsta mark sitt fyrir Juve og landi hans, David Trezeguet, skoraði tvívegis. Sport 14.10.2005 06:42 Þrír leikir á Sýn í dag Þrír leikir verða sýndir beint á Sýn í dag og í kvöld. Klukkan 16 hefst leikur Palermo og Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni. Strax á eftir klukkan 18 verður skipt yfir til Madrídar á Spáni en þá hefst leikur Real Madríd og Celta Vigo. Sport 14.10.2005 06:41 Rekinn eftir einn leik Attilio Tesser komst ekki á spjöld sögunnar sem þjálfari Cagliari í ítölsku knattspyrnunni, því í gær var hann rekinn úr starfi sínu eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins einum leik. Sport 13.10.2005 19:46 Collina hættur að dæma Ítalski dómarinn Pierluigi Collina er hættur að dæma, það tilkynnti hann forráðamönnum ítalska knattspyrnusambandsins í dag. Hann hafði nýverið gert auglýsingasamning við bílaframleiðandann Opel sem einnig styrkir A.C. Milan en samningurinn var afar illa séður af ítölsku knattspyrnuforustunni og aðdáendum annara liða en A.C Milan. Sport 14.10.2005 06:39 Inter meistari meistaranna Internazionale í Mílano sigraði Juventus í framlengdum leik í ítölsku meistarakeppninni. Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron skoraði sigurmarkið á 6. mínútu í framlengingu. Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi. Sport 13.10.2005 19:43 Abbiati til Juventus að láni Markvörðurinn Christian Abbiati er genginn til liðs við Juventus að láni frá A.C. Mílan. Gianluigi Buffon, aðalmarkvörður Juventus meiddiist illa í leik gegn A.C. Mílan um helgina þegar hann fór úr axlarlið eftir samstuð við Kaká leikmann Mílan og því þurfti Juventus sárlega á markverði að halda. Sport 13.10.2005 19:42 Buffon frá í átta vikur Gianlugi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er meiddur og mun því missa af upphafi leiktíðarinnar. Buffon fór úr axlarlið í leik gegn A.C. Milan um helgina og verður frá keppni í 8 vikur. Sport 13.10.2005 19:41 AC Milan vann Berlusconi-bikarinn AC Milan sigraði Juventus 2-1 í Berlusconi-bikarnum í fótbolta í gær. Patrick Viera kom Juventus yfir en Brasilíumennirnir Kaka og Serginho skoruðu fyrir AC Milan. Tveir leikmenn Juventus fóru meiddir af velli, Pavel Nedved og Gianluigi Buffon. Ítalska úrvalsdeildin hefst eftir hálfan mánuð. Sport 13.10.2005 19:41 Inter Milan loks að landa Figo Portúgalski knattspyrnusnillingurinn Luis Figo virðist vera búinn að ná samkomulagi við Inter Milan á Ítalíu um að ganga til liðs við félagið ef marka má spænska fjölmiðla í kvöld. Útvarpsstöðin Marca í Madrid segir að Figo muni fljúga til Mílanóborgar á morgun fimmtudag til þess að gangast undir læknisskoðun og skrifa svo undir 2 ára samning. Sport 13.10.2005 19:37 Walter Samuel til Inter Argentínski varnarmaðurinn Walter Samuel, er genginn til liðs við ítölsku bikarmeistaranna í Inter Milan frá spænska risanum Real Madrid. Samuel er 27 ára gamall og lék afleitlega með Real á síðustu leiktíð. Sport 13.10.2005 19:36 Mutu skoraði Rúmenski landsliðsmaðurinn Adrian Mutu skoraði í fyrrakvöld sitt fyrsta mark fyrir Juventus sem sigraði Cesena naumlega í æfingaleik 1-0. Mutu skoraði sigurmarkið á 88.mínútu í leik sem fer ekki í sögubækurnar að öðru leyti. Mutu kom til Juventus í janúar á frjálsri sölu eftir að hafa afplánað leikbann vegna lyfjamisnotkunar. Sport 13.10.2005 19:35 Gilardino leikur með Milan í kvöld Markahrókurinn Alberto Gilardino sem gekk til liðs við A.C. Milan frá Parma í síðustu viku fyrir 17.2 milljónir punda leikur sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Milan mætir Chicago Fire í kvöld vestur í Bandaríkjunum þar sem liðið er í æfingaferð. Sport 13.10.2005 19:35 Inzaghi ætlar að hjálpa Gilardino Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist ekki geta beðið eftir því að fá að spila við hlið Alberto Gilardino sem nýgenginn er í raðir félagsins. Gilardino var keyptur frá Parma fyrir 17,2 milljónir punda en hann er 23 ára. Inzaghi segist vera rétti maðurinn til að kenn honum enn meira. Sport 13.10.2005 19:35 Inter aflýsir vegna hryðjuverka Ítalska knattspyrnuliðið Inter Milan aflýsti í dag fyrirhugaðri æfingaferð sinni til Englands af öryggisástæðum í ljósi hryðjuverkanna í London. Liðið átti að leika við Portsmouth, Leicester, Norwich og Crystal Palace á Englandi á komandi vikum. Ákvörðun félagsins hefur valdið miklum vonbrigðum og reiði meðal félaganna fyrrnefndu. Sport 13.10.2005 19:34 Schevchenko ekki á förum Andriy Schevchenko, knattspyrnumaður Evrópu árið 2004, er ekki á förum frá A.C.Milan eins og fjölmiðlar greindu frá í gær. "Ég hef alltaf sagt Roman Abramovich að það sé ekkert hægt að ræða um félagaskipti yfir í Chelsea. A.C.Milan vill mig og ég vil Milan. Það er nóg fyrir mig," sagði Schevchenko. Sport 13.10.2005 19:33 Gilardinho til AC Milan Alberto Gilardinho er gengin í raðir AC milan fyrir um 2 milljarða króna. Hinn 23 ára gamli Gilardinho kemur frá Parma og hefur verið næst markahæsti leikmaður ítölsku seríu A deildinni undanfarin 2 ár. Sport 13.10.2005 19:32 Gilardino til A.C. Milan Markahrókurinn Alberto Gilardino er genginn til liðs við A.C. Milan frá Parma fyrir 17.2 milljónir punda. Gilardino, 23 ára, gerði 23 mörk á nýafstöðnu tímabili fyrir Parma og hélt nánast Parma í A deild eins síns liðs. Sport 13.10.2005 19:32 « ‹ 191 192 193 194 195 196 197 198 … 198 ›
Juventus setti met Juventus hefur enn fimm stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 2-0 sigur á Sampdoria í gærkvöldi, sem var jafnframt níundi sigurleikur liðsins í röð í upphafi leiktíðar, sem er nýtt met í A-deildinni. Sport 27.10.2005 03:20
Rómverjar sektaðir Knattspyrnulið Roma hefur verið sektað um 25.000 evrur eftir að stuðningsmenn liðsins köstuðu smápeningi í höfuðið á dómaranum í grannaslag Roma og Lazio um helgina. Því miður eru atburðir sem þessi tíðir á Ólympíuleikvanginum í Róm, en stuðningsmenn liðanna beggja eru þekktir fyrir að vera ansi heitir. Sport 26.10.2005 04:02
Inter í 2. sætið á Ítalíu Inter Milan lyfti sér upp í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með stórsigri á Livorno, 5-0. Inter er 6 stigum á eftir toppliði Juventus sem er með fullt hús stiga eftir 7 umferðir. Fiorentina sem var jafnt AC Milan í 2. sæti fyrir umferðina mistókst að saxa á forskot Juve þar sem liðið tapaði fyrir Lazio, 1-0 í dag. Sport 23.10.2005 15:05
Ítalía: Kýldi vallarstarfsmann Alessandro Del Piero skoraði eina mark Juventus sem heldur áfram ótrauðri sigurgöngu sinni í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 1-0 sigri á Messina í gærkvöldi. Juve er nú með fullt hús stiga að loknum 7 umferðum. Í hinum leik gærkvöldsins tapaði Siena fyrir Udinese, 2-3 í leik þar sem afar sjaldgæf sjón varð fyrir augum áhorfenda. Sport 23.10.2005 15:04
Juventus í 5 stiga forystu Juventus náði 5 stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með 2-0 sigri á Inter Milan. David Trezeguet og Pavel Nedved skoruðu mörk Juve sem er með 18 stig eða fullt húst stiga eftir 6 umferðir í Serie A. AC Milan og Fiorentina koma næst með 13 stig í öðru og þriðja sæti. Sport 23.10.2005 15:01
Maldini skoraði tvö fyrir AC Milan Sjálfur varnarmaðurinn og fyrirliðinn Paolo Maldini var hetja AC Milan í dag þegar hann skoraði bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri á Reggina. Með sigrinum lyfti liðið sér í 2. sæti Serie A í fótbolta á Ítalíu og er með 13 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik inni gegn Inter Milan í kvöld. Sport 23.10.2005 15:01
Þjálfari Lecce rekinn Ítalska fótboltaliðið Lecce rak í morgun knattspyrnustjórann sinn, Angelo Grugucci. Gregucci var ráðinn til félagsins í sumar þegar hann tók við af Tékkanum Zdenek Zeman. Undir stjórn Gregucci lék Lecce fimm leiki og tapaði fjórum þeirra. Sport 23.10.2005 15:00
Adriano semur við Inter Brasilíski framherjinn Adriano hefur framlengt samning sinn við Inter Milan á Ítalíu um tvö ár og verður því samningsbundinn félaginu til ársins 2010. Adriano nýtti sér með þessu framlengingarákvæði sem var í samningnum hans sem hann undirritaði í fyrra eftir að hann kom til Inter frá Parma. Sport 23.10.2005 14:59
Maldini með met og sigur Varnarmaðurinn ótrúlegi Paolo Maldini hjá AC Milan fagnaði tvöfalt þegar lið hans vann sigur á botnliði Treviso 2-0 í ítalska boltanum í dag. Maldini hefur nú leikið flesta leiki allra í sögu deildarinnar og bætti met Dino Zoff, sem spilaði 570 á ferlinum í ítölsku deildinni. Sport 23.10.2005 14:59
Capello með fæturna á jörðinni Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að byrjun liðsins í deildarkeppninni á Ítalíu sé ekkert til að hrópa húrra fyrir þrátt fyrir fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar og hefur áhyggjur af leiknum við Udinese annað kvöld. Sport 17.10.2005 23:45
Juventus með fullt hús Juventus er eina liðið á Ítalíu sem hefur unnið alla leiki sína. Ítalíumeistararnir sigruðu Ascoli, 2-1, í gær. Juventus er með níu stig en fjögur lið eru með sjö stig: Fiorentina, Lazio, Palermo og Livorno. Sport 17.10.2005 23:43
Öruggur sigur Inter á Lecce Inter Milan vann auðveldan sigur á Lecce með þremur mörkum gegn engu í ítölsku fyrstu deildinni í fótbolta í gær og Parma marði 1-0 sigur á Empoli. Inter er efst í deildinni með sjö stig en það gæti breyst í dag þegar þriðju umferðinni lýkur. Sport 14.10.2005 06:43
Óvænt tap hjá AC Milan AC Milan tapaði óvænt fyrir Sampdoria í ítalska fótboltanum í dag, 2-1 þar sem nýliðinn Alberto Gilardino skoraði sitt fyrsta mark fyrir Milan. Leikurinn markaði tvöföld tímamót fyrir fyrirliðann Paolo Maldini sem var að leika sinn 800. leik fyrir félagið auk þess sem hann jafnaði leikjamet Dino Zoff sem lék 570 leiki í efstu deild á Ítalíu. Sport 14.10.2005 06:43
Juventust burstaði Empoli Juventus, Livorno og Udinese eru einu liðin með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Juve burstaði Empoli 4-0 í gær. Frakkinn Patrick Viera skoraði fyrsta mark sitt fyrir Juve og landi hans, David Trezeguet, skoraði tvívegis. Sport 14.10.2005 06:42
Þrír leikir á Sýn í dag Þrír leikir verða sýndir beint á Sýn í dag og í kvöld. Klukkan 16 hefst leikur Palermo og Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni. Strax á eftir klukkan 18 verður skipt yfir til Madrídar á Spáni en þá hefst leikur Real Madríd og Celta Vigo. Sport 14.10.2005 06:41
Rekinn eftir einn leik Attilio Tesser komst ekki á spjöld sögunnar sem þjálfari Cagliari í ítölsku knattspyrnunni, því í gær var hann rekinn úr starfi sínu eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins einum leik. Sport 13.10.2005 19:46
Collina hættur að dæma Ítalski dómarinn Pierluigi Collina er hættur að dæma, það tilkynnti hann forráðamönnum ítalska knattspyrnusambandsins í dag. Hann hafði nýverið gert auglýsingasamning við bílaframleiðandann Opel sem einnig styrkir A.C. Milan en samningurinn var afar illa séður af ítölsku knattspyrnuforustunni og aðdáendum annara liða en A.C Milan. Sport 14.10.2005 06:39
Inter meistari meistaranna Internazionale í Mílano sigraði Juventus í framlengdum leik í ítölsku meistarakeppninni. Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron skoraði sigurmarkið á 6. mínútu í framlengingu. Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi. Sport 13.10.2005 19:43
Abbiati til Juventus að láni Markvörðurinn Christian Abbiati er genginn til liðs við Juventus að láni frá A.C. Mílan. Gianluigi Buffon, aðalmarkvörður Juventus meiddiist illa í leik gegn A.C. Mílan um helgina þegar hann fór úr axlarlið eftir samstuð við Kaká leikmann Mílan og því þurfti Juventus sárlega á markverði að halda. Sport 13.10.2005 19:42
Buffon frá í átta vikur Gianlugi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er meiddur og mun því missa af upphafi leiktíðarinnar. Buffon fór úr axlarlið í leik gegn A.C. Milan um helgina og verður frá keppni í 8 vikur. Sport 13.10.2005 19:41
AC Milan vann Berlusconi-bikarinn AC Milan sigraði Juventus 2-1 í Berlusconi-bikarnum í fótbolta í gær. Patrick Viera kom Juventus yfir en Brasilíumennirnir Kaka og Serginho skoruðu fyrir AC Milan. Tveir leikmenn Juventus fóru meiddir af velli, Pavel Nedved og Gianluigi Buffon. Ítalska úrvalsdeildin hefst eftir hálfan mánuð. Sport 13.10.2005 19:41
Inter Milan loks að landa Figo Portúgalski knattspyrnusnillingurinn Luis Figo virðist vera búinn að ná samkomulagi við Inter Milan á Ítalíu um að ganga til liðs við félagið ef marka má spænska fjölmiðla í kvöld. Útvarpsstöðin Marca í Madrid segir að Figo muni fljúga til Mílanóborgar á morgun fimmtudag til þess að gangast undir læknisskoðun og skrifa svo undir 2 ára samning. Sport 13.10.2005 19:37
Walter Samuel til Inter Argentínski varnarmaðurinn Walter Samuel, er genginn til liðs við ítölsku bikarmeistaranna í Inter Milan frá spænska risanum Real Madrid. Samuel er 27 ára gamall og lék afleitlega með Real á síðustu leiktíð. Sport 13.10.2005 19:36
Mutu skoraði Rúmenski landsliðsmaðurinn Adrian Mutu skoraði í fyrrakvöld sitt fyrsta mark fyrir Juventus sem sigraði Cesena naumlega í æfingaleik 1-0. Mutu skoraði sigurmarkið á 88.mínútu í leik sem fer ekki í sögubækurnar að öðru leyti. Mutu kom til Juventus í janúar á frjálsri sölu eftir að hafa afplánað leikbann vegna lyfjamisnotkunar. Sport 13.10.2005 19:35
Gilardino leikur með Milan í kvöld Markahrókurinn Alberto Gilardino sem gekk til liðs við A.C. Milan frá Parma í síðustu viku fyrir 17.2 milljónir punda leikur sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Milan mætir Chicago Fire í kvöld vestur í Bandaríkjunum þar sem liðið er í æfingaferð. Sport 13.10.2005 19:35
Inzaghi ætlar að hjálpa Gilardino Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist ekki geta beðið eftir því að fá að spila við hlið Alberto Gilardino sem nýgenginn er í raðir félagsins. Gilardino var keyptur frá Parma fyrir 17,2 milljónir punda en hann er 23 ára. Inzaghi segist vera rétti maðurinn til að kenn honum enn meira. Sport 13.10.2005 19:35
Inter aflýsir vegna hryðjuverka Ítalska knattspyrnuliðið Inter Milan aflýsti í dag fyrirhugaðri æfingaferð sinni til Englands af öryggisástæðum í ljósi hryðjuverkanna í London. Liðið átti að leika við Portsmouth, Leicester, Norwich og Crystal Palace á Englandi á komandi vikum. Ákvörðun félagsins hefur valdið miklum vonbrigðum og reiði meðal félaganna fyrrnefndu. Sport 13.10.2005 19:34
Schevchenko ekki á förum Andriy Schevchenko, knattspyrnumaður Evrópu árið 2004, er ekki á förum frá A.C.Milan eins og fjölmiðlar greindu frá í gær. "Ég hef alltaf sagt Roman Abramovich að það sé ekkert hægt að ræða um félagaskipti yfir í Chelsea. A.C.Milan vill mig og ég vil Milan. Það er nóg fyrir mig," sagði Schevchenko. Sport 13.10.2005 19:33
Gilardinho til AC Milan Alberto Gilardinho er gengin í raðir AC milan fyrir um 2 milljarða króna. Hinn 23 ára gamli Gilardinho kemur frá Parma og hefur verið næst markahæsti leikmaður ítölsku seríu A deildinni undanfarin 2 ár. Sport 13.10.2005 19:32
Gilardino til A.C. Milan Markahrókurinn Alberto Gilardino er genginn til liðs við A.C. Milan frá Parma fyrir 17.2 milljónir punda. Gilardino, 23 ára, gerði 23 mörk á nýafstöðnu tímabili fyrir Parma og hélt nánast Parma í A deild eins síns liðs. Sport 13.10.2005 19:32
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið