Guðmundur Andri Thorsson Í upphafi var orð Tungumálið er DNA menningarinnar. Hugsun, lífsviðhorf og fordómar, viska, fáviska, þekking og blekking færist frá einni kynslóð til annarrar gegnum tungumálið, sumt fráleitt, sumt ómetanlegt. Það er í sjálfu sér nokkurs vert að við skulum enn geta lesið og skilið það sem elst var skrifað á íslensku máli. Fastir pennar 26.12.2011 20:45 „Andans eigin dóttir“ Hannes Hafstein er 150 ára um þessar mundir. Og eins og öll skáld á öllum tímum á hann við okkur brýn erindi. Við sáum hann í Kiljunni um daginn svífa niður tröppur með þessu settlega göngulagi sem samherjar dýrkuðu en andstæðingar hötuðu. Margir dýrkuðu hann, sumir hötuðu hann og ýmsir hötuðu að dýrka hann. Fastir pennar 11.12.2011 22:37 Banntrúarmenn Í Sunnudagsblaði Moggans var frásögn eftir Börk Gunnarsson blaðamann þar sem segir frá framgöngu nokkurra Vantrúarmanna gagnvart stundakennara við guðfræðideild Háskóla Íslands, Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Fastir pennar 4.12.2011 21:29 Nú er horfið Norðurland... Ekki var Hagstofan fyrr búin að birta Þjóðhagsspá (yfirsjón hjá Davíð á sínum tíma að leggja hana ekki niður) þar sem segir að á árinu 2011 verði hagvöxtur í fyrsta sinn frá hruni – sem er mikill sigur fyrir Steingrím J. – en Ögmundur Jónasson brást snarlega við, hrifsaði til sín frétt vikunnar og tilkynnti að kínverski auðmaðurinn og ljóðskáldið Huang Nubo fengi ekki undanþágu frá lögum um fjárfestingar aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin hafði auðvitað legið lengi fyrir en tilkynningartíminn augljóslega vandlega valinn. Í góðsemi vegur þar hver annan… Fastir pennar 27.11.2011 22:17 Velferðarkerfið Velferðarkerfið er handa öllum - líka óvinum sínum. En það gerir ekki allt fyrir alla alltaf. Það snýst ekki um skuldaleiðréttingar og afskriftir. Slíkt er auðvitað réttlætismál þegar forsendur lántöku bresta og sjálfsagt að herja á banka um að ganga ekki of hart fram í vaxtageðþótta eða fá stjórnvöld til að skerast í leikinn með einhverjum hætti en velferðarkerfið snýst í sjálfu sér ekki um lántökumál fyrirtækja og einstaklinga. Fastir pennar 20.11.2011 23:19 Í leit að liðnum tíma Framsóknarmenn hafa brugðist ókvæða við vangaveltum Eiríks Bergmann um flokkinn og stefnu hans að undanförnu. Eiríkur sagði í grein í Fréttatímanum að flokkurinn væri farinn að daðra við þjóðernisstefnu, að breytingar á merki flokksins vísuðu í klassísk fasísk minni og að fánahylling glímumanna á síðasta landsfundi hefði verið til marks um áherslu á "þjóðleg gildi“. Fastir pennar 13.11.2011 23:03 Þau eru davíðistar Nú er maður náttúrlega ekki sjálfstæðismaður og kannski óviðurkvæmilegt að vera að tjá sig um prívatmálefni þess flokks eða taka afstöðu til þess hvaða leiðtoga flokkurinn velur sér. Eða hvað? Þegar yngri dóttir mín var lítil mismælti hún sig einu sinni og sagði að eitthvað væri „hjáviðkvæmilegt" – enginn skildi alveg orðið en kannski þýðir það einmitt þetta: einhvers konar blöndu af því sem er óviðurkvæmilegt og óhjákvæmilegt. Fastir pennar 6.11.2011 22:35 Eigi skal höggva Í síðustu viku voru haldnir í Hörpu heimsleikarnir í hagfræði. AGS kvaddi hingað alls kyns heimsfræga hagfræðinga til að leggja mat á það hvernig til hefur tekist við endurreisn Íslands. Stjórnmálamenn og aðrir gæslumenn hagsmuna eru náttúrlega þegar í óða önn að vinsa úr það sem hentar hverjum og einum að halda á lofti en stinga hinu undir stól. Þannig gengur það - en almennt talað var sláandi hversu ánægðir þessir hagfræðingar voru upp til hópa með árangur Íslendinga eftir hrun: þeir voru hrifnir af krónunni og ómældum möguleikum til að fella hana og skerða þannig kjör almennings án þess að þurfa beinlínis að lækka launin; þeir voru hrifnir af niðurskurðinum á fjárlögunum og þeir voru hrifnir af því hversu atvinnuleysistölur hafa staðið í stað. Fastir pennar 31.10.2011 09:34 Vændismenn Vændi er mjög sérstök tegund af mannlegu samneyti. Þá greiðir ein manneskja annarri manneskju peninga fyrir einhvers konar atlot og aðgang að líkama þeirrar sem greiðsluna fær, og fer eðli atlotanna og aðgangsins eftir því hversu há greiðslan er. Fastir pennar 23.10.2011 22:50 Íslensk einræðuhefð Íslendingar eru einræðusinnar. Hér er það talið til vitnis um styrk að hlusta ekki á það sem annað fólk hefur fram að færa nema tryggt sé að það segi einungis það sem við vissum fyrir og staðfesti það sem okkur fannst sjálfum. Fastir pennar 9.10.2011 22:12 Hin árlega busavígsla Árleg hefð virðist komin á að þingmenn gangi svipugöngin milli dómkirkjunnar og Alþingis þar sem talið er tilheyra að veitast að þeim með fáryrðum, bauli og fúleggjum. Þessi fyrrum hátíðlega athöfn frá annarri öld er æ meira farin að líkjast busavígslu, þar sem þingmenn eru í hlutverki busanna. Ástandið er karnivalískt: fátækt og valdalaust fólk kemur á þessa þingsetningu og lætur fúleggjum og fáryrðum rigna yfir hina meintu valdamenn í samfélaginu. Fastir pennar 2.10.2011 22:23 Hvar eru þeir nú? Komið hefur fram að á 139. löggjafarþingi hafi Pétur Blöndal borið höfuð og herðar yfir aðra þingmenn í því að láta ljós sitt skína í ræðustól. Eftir hrunið setur hann ekki ljós sitt undir mæliker heldur lætur það lýsa frá hæðum, eins og frelsarinn bauð okkur að gera. Pétur talaði í rúmlega 35 klukkustundir á þessu þingi, hélt 194 ræður og gerði 636 athugasemdir. Fastir pennar 25.9.2011 21:58 Og munnræpan mun ríkja ein Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa með sameiginlegu átaki náð að þróa nýtt lýðræðislegt gereyðingarvopn: málþóf. Slíkt hefur að vísu lengi verið tíðkað, líka af þeim sem nú fara með stjórnartaumana – og engum til sóma sem það hefur iðkað til að hindra framgang lýðræðisins með slíkri misnotkun á göfugasta ræðustól landsins – en nú á þessu septemberþingi keyrði málþófið um þverbak; röflið ríkti eitt, ofar hverri kröfu. Fastir pennar 19.9.2011 10:02 11.09.2001 Snjöll þessi ábending hjá Chomsky: að rifja það upp að hinn ellefta september árið 1973 steyptu Bandaríkjamenn réttkjörnum forseta Chile, sósíalistanum Salvador Allende og leiddu til valda morðóða herforingja sem bjuggu í haginn fyrir taumlausa auðhyggju. Bandaríkjamenn voru á síðustu öld lávarðar heimsins og gerðu það sem þeim sýndist í krafti auðs og valda og þess ósigranlega náðarvalds sem þeir höfðu, og hafa sumpart enn, í menningarlegum efnum. En samt: ég man hvað mér varð mikið um þær fréttir fyrir tíu árum að ráðist hefði verið á Bandaríkin. Það hvarflaði aldrei að mér að þetta hefði verið slys. Ég hélt að það væri komið stríð. Fastir pennar 11.9.2011 22:20 Óbyggðirnar kalla Þegar Woody Guthrie var orðinn leiður á að heyra lag Irvings Berlin God Bless America samdi hann þjóðsöng hinna landlausu, This land is your land, um þá Ameríku sem allir eiga og þar sem engum óviðkomandi er bannaður aðgangur því að allir eru viðkomandi: This land was made for you and me. Eiginlega finnst mér þessi söngur svara því ágætlega hvað manni eigi að finnast um áform Huangs Nubo um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og landflæmi sem því tilheyrir að sögn. Þetta land er þitt land, þetta land er mitt land, frá Gerpi að Gjögri, frá Hofi að Hörpu … Fastir pennar 4.9.2011 22:12 Kerfið þegir Maður hefur svolítið verið að bíða eftir því að meiri og minni spámenn tjáðu sig um frumvarp stjórnlagaráðsins að nýrri stjórnarskrá. Kannski eru allir enn að hugsa. Allir stjórnmálafræðingarnir, heimspekingarnir, stjórnmálamennirnir, háskólamennirnir, já og lögfræðingarnir sem alltaf eru að fella úrskurði sína í fréttatímunum… Fastir pennar 28.8.2011 20:06 Möffins-ógnin Eins og meðalmennskan er nú útbreidd hér á landi og sýnist stundum allsráðandi þá má það merkilegt heita að það er stundum eins og vanti alveg meðalhóf í íslenskt samfélag, eitthvert milliregistur sem er að finna meðal fjölmennari þjóða en á erfitt uppdráttar hér: einhverja skynsemi. Íslendingum er stjórnað af fólki sem bannar kökubasara. Fastir pennar 21.8.2011 21:48 Kögun og kúgun Deyr fé osfrv… en orðstír deyr aldregi, hveim sér vondan getur. Þannig að þegar menn eru að víla og díla og græða þurfa menn helst að muna eftir því líka. Á því hefur orðið misbrestur. Fastir pennar 14.8.2011 22:39 Samtaka nú Að minnsta kosti tíu nauðganir urðu um verslunarmannahelgina samkvæmt tölum frá neyðarmóttökum víða um land, þar af voru sex á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem almennt mun annars mjög ánægjuleg samkoma. Vitað er að einungis brot slíkra atburða er tilkynnt þannig að reikna má með því að nauðganir þessa helgi hafi verið talsvert fleiri. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þessum fréttum með því að tilkynna um áform sín um að koma upp eftirlitsmyndavélum á næstu Þjóðhátíð í þeirri von að slíkt kunni að fæla ofbeldismennina frá því að láta til skarar skríða. Þess er vonandi líka að vænta að men Fastir pennar 7.8.2011 22:11 „Við“ og „hinir“ Við erum auðvitað misjafnlega félagslynd en okkur er það samt flestum eiginlegt að vilja lifa í samfélagi við aðra menn; við höfum þörf fyrir félagsskap, samkennd, samvinnu – og speglun. Fastir pennar 25.7.2011 10:34 Útilegumaður deyr Andlát Sævars Ciesielski táknar ekki endalok Geirfinns- og Guðmundarmála. Málinu lauk ekki þegar Sævar og nokkur önnur ungmenni játuðu á sig sakir – alls konar sakir, allar þær sakir sem þeim var gert að játa og meira til svo að úr varð ein allsherjar játningaflækja sem þýskur lögreglumaður á eftirlaunum var látinn greiða úr. Málinu lauk ekki heldur þegar þau voru dæmd og því lauk ekki þegar þau voru búin að afplána dóminn: þessu máli lýkur ekki fyrr en það verður tekið upp á ný af réttbærum yfirvöldum og það leitt til lykta á þann hátt að íslenskt samfélag geti horfst í augu við sjálft sig og sagt, áminnt um sannsögli, að þessir tilteknu þegnar þess hafi loksins fengið réttláta málsmeðferð. Fastir pennar 17.7.2011 22:31 „Látum þá alla svelgja okkur“ Andstæðingar þess að niðurstaða fáist í aðildarviðræður Íslands að ESB skiptast í þrennt. Í fyrsta flokknum eru þeir sem andstæðir eru viðskiptafrelsi og frjálsri samkeppni í viðskiptum almennt og yfirleitt en aðhyllast fremur áætlunarbúskap í einhverri mynd. Fastir pennar 10.7.2011 21:07 Íþróttasjálfurinn Gamlar færslur af netsíðu halda áfram að elta persónuna sem kallar sig Gillzenegger. Þær hafa dúkkað upp á ný og hneykslað fólk. Hjálmar Sveinsson hefur til dæmis krafist afsökunarbeiðni frá Símanum fyrir að hafa slíkan mann sem andlit – eða kannski öllu heldur brjóstkassa – starfsemi sinnar. Síðast þegar ég gáði voru áttatíu og eitthvað athugasemdir við grein Hjálmars á netinu, flestar á þá leið að hann væri vinstrisinnaður leiðindapúki og ætti því ekki erindi upp á dekk. Fastir pennar 3.7.2011 22:38 Athugasemd Skoðun 27.6.2011 22:11 Alræðisríkið í Landakoti Þeir voru með ýmsu móti kennararnir mínir í Vogaskóla. Einn grét í tímum. Annar var stundum kenndur og fór einu sinni að segja okkur frá alveg pottþéttri aðferð sem hann kynni við að sigra alltaf í fjárhættuspili en til allrar hamingju var ég of lélegur í reikningi til að ná að tileinka mér fræðin; annar stærðfræðikennari niðurlægði valda nemendur jafnan uppi við Fastir pennar 26.6.2011 22:24 Hvernig ætli það sé? Hvernig ætli að sé að vera köttur? Smjúga um grasið og inn í myrkviðinn, bíða í sínu bæli, hlusta, sleikja sig, blunda… Eða hundur? Öll skilningarvitin þanin til að þjóna þessu eina markmiði: að finna slóðina, verja svæðið, sækja bráðina. Og hvernig ætli það sé eiginlega að vera kýr? Liggja og horfa á heiminn í allri þessari miklu jórtrandi rósemd … Fastir pennar 19.6.2011 22:47 Guðinn sem brást Við veltum því stundum fyrir okkur hvaðan þeir komu útrásarvíkingarnir, hvernig þeir urðu svona miklir asnar. Hvaðan komu þeir? Því er jafn fljótsvarað og það er erfitt að horfast í augu við það: Útrásarvíkingarnir komu úr íslenska þjóðardjúpinu en ekki frá tunglinu. Þetta voru krakkar aldir upp í Vesturbænum og Breiðholtinu, frá Stykkishólmi, Ísafirði, Garðabæ. Úr íslenska skólakerfinu. Þeir koma úr alls konar fjölskyldum og upp til hópa voru þetta vel menntaðir, vel gefnir krakkar. Fastir pennar 13.6.2011 22:53 Svo skal böl bæta… Stundum hvarflar að manni að Íslendingar kunni ekki alveg að vera frjálsir – vilji kannski ekki vera frjálsir. Kunni betur við sig ófrjálsir – og óhlýðnir. Þá er hægt að vera ábyrgðarlaus, allt er hinum frægu "þeim“ að kenna, sem í íslenskri umræðu eru oft "núna búnir að einhverju“: "Nú eru þeir búnir að hækka bensínverðið…“ Nú ætla þeir að banna okkur að leggja á grasinu…“ Fastir pennar 5.6.2011 21:32 Mannhelgisgæslan Auðlindir samfélagsins er ýmsar: fiskurinn sem sumir telja sig eiga óveiddan; orkan sem við lærum vonandi einhvern tímann að hagnýta okkur á sjálfbæran og arðbæran og frábæran hátt; tign fjallanna svo óumræðileg; öll þekkingin; listin sem gefur okkur ný augu þegar hún tekst og getur verið svo spaugileg og skemmtileg þegar hún tekst ekki; hjálpsemin og náungakærleikurinn; hugvitið, verksvitið, mannvitið – og – síðast en ekki síst – rétturinn til að láta skoðanir sínar í ljós, hversu andstæðar sem þær kunna að vera þeim sem með völdin fara hverju sinni. Fastir pennar 29.5.2011 22:36 Tvíhyggjan gamla Fastir pennar 22.5.2011 13:59 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 18 ›
Í upphafi var orð Tungumálið er DNA menningarinnar. Hugsun, lífsviðhorf og fordómar, viska, fáviska, þekking og blekking færist frá einni kynslóð til annarrar gegnum tungumálið, sumt fráleitt, sumt ómetanlegt. Það er í sjálfu sér nokkurs vert að við skulum enn geta lesið og skilið það sem elst var skrifað á íslensku máli. Fastir pennar 26.12.2011 20:45
„Andans eigin dóttir“ Hannes Hafstein er 150 ára um þessar mundir. Og eins og öll skáld á öllum tímum á hann við okkur brýn erindi. Við sáum hann í Kiljunni um daginn svífa niður tröppur með þessu settlega göngulagi sem samherjar dýrkuðu en andstæðingar hötuðu. Margir dýrkuðu hann, sumir hötuðu hann og ýmsir hötuðu að dýrka hann. Fastir pennar 11.12.2011 22:37
Banntrúarmenn Í Sunnudagsblaði Moggans var frásögn eftir Börk Gunnarsson blaðamann þar sem segir frá framgöngu nokkurra Vantrúarmanna gagnvart stundakennara við guðfræðideild Háskóla Íslands, Bjarna Randveri Sigurvinssyni. Fastir pennar 4.12.2011 21:29
Nú er horfið Norðurland... Ekki var Hagstofan fyrr búin að birta Þjóðhagsspá (yfirsjón hjá Davíð á sínum tíma að leggja hana ekki niður) þar sem segir að á árinu 2011 verði hagvöxtur í fyrsta sinn frá hruni – sem er mikill sigur fyrir Steingrím J. – en Ögmundur Jónasson brást snarlega við, hrifsaði til sín frétt vikunnar og tilkynnti að kínverski auðmaðurinn og ljóðskáldið Huang Nubo fengi ekki undanþágu frá lögum um fjárfestingar aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin hafði auðvitað legið lengi fyrir en tilkynningartíminn augljóslega vandlega valinn. Í góðsemi vegur þar hver annan… Fastir pennar 27.11.2011 22:17
Velferðarkerfið Velferðarkerfið er handa öllum - líka óvinum sínum. En það gerir ekki allt fyrir alla alltaf. Það snýst ekki um skuldaleiðréttingar og afskriftir. Slíkt er auðvitað réttlætismál þegar forsendur lántöku bresta og sjálfsagt að herja á banka um að ganga ekki of hart fram í vaxtageðþótta eða fá stjórnvöld til að skerast í leikinn með einhverjum hætti en velferðarkerfið snýst í sjálfu sér ekki um lántökumál fyrirtækja og einstaklinga. Fastir pennar 20.11.2011 23:19
Í leit að liðnum tíma Framsóknarmenn hafa brugðist ókvæða við vangaveltum Eiríks Bergmann um flokkinn og stefnu hans að undanförnu. Eiríkur sagði í grein í Fréttatímanum að flokkurinn væri farinn að daðra við þjóðernisstefnu, að breytingar á merki flokksins vísuðu í klassísk fasísk minni og að fánahylling glímumanna á síðasta landsfundi hefði verið til marks um áherslu á "þjóðleg gildi“. Fastir pennar 13.11.2011 23:03
Þau eru davíðistar Nú er maður náttúrlega ekki sjálfstæðismaður og kannski óviðurkvæmilegt að vera að tjá sig um prívatmálefni þess flokks eða taka afstöðu til þess hvaða leiðtoga flokkurinn velur sér. Eða hvað? Þegar yngri dóttir mín var lítil mismælti hún sig einu sinni og sagði að eitthvað væri „hjáviðkvæmilegt" – enginn skildi alveg orðið en kannski þýðir það einmitt þetta: einhvers konar blöndu af því sem er óviðurkvæmilegt og óhjákvæmilegt. Fastir pennar 6.11.2011 22:35
Eigi skal höggva Í síðustu viku voru haldnir í Hörpu heimsleikarnir í hagfræði. AGS kvaddi hingað alls kyns heimsfræga hagfræðinga til að leggja mat á það hvernig til hefur tekist við endurreisn Íslands. Stjórnmálamenn og aðrir gæslumenn hagsmuna eru náttúrlega þegar í óða önn að vinsa úr það sem hentar hverjum og einum að halda á lofti en stinga hinu undir stól. Þannig gengur það - en almennt talað var sláandi hversu ánægðir þessir hagfræðingar voru upp til hópa með árangur Íslendinga eftir hrun: þeir voru hrifnir af krónunni og ómældum möguleikum til að fella hana og skerða þannig kjör almennings án þess að þurfa beinlínis að lækka launin; þeir voru hrifnir af niðurskurðinum á fjárlögunum og þeir voru hrifnir af því hversu atvinnuleysistölur hafa staðið í stað. Fastir pennar 31.10.2011 09:34
Vændismenn Vændi er mjög sérstök tegund af mannlegu samneyti. Þá greiðir ein manneskja annarri manneskju peninga fyrir einhvers konar atlot og aðgang að líkama þeirrar sem greiðsluna fær, og fer eðli atlotanna og aðgangsins eftir því hversu há greiðslan er. Fastir pennar 23.10.2011 22:50
Íslensk einræðuhefð Íslendingar eru einræðusinnar. Hér er það talið til vitnis um styrk að hlusta ekki á það sem annað fólk hefur fram að færa nema tryggt sé að það segi einungis það sem við vissum fyrir og staðfesti það sem okkur fannst sjálfum. Fastir pennar 9.10.2011 22:12
Hin árlega busavígsla Árleg hefð virðist komin á að þingmenn gangi svipugöngin milli dómkirkjunnar og Alþingis þar sem talið er tilheyra að veitast að þeim með fáryrðum, bauli og fúleggjum. Þessi fyrrum hátíðlega athöfn frá annarri öld er æ meira farin að líkjast busavígslu, þar sem þingmenn eru í hlutverki busanna. Ástandið er karnivalískt: fátækt og valdalaust fólk kemur á þessa þingsetningu og lætur fúleggjum og fáryrðum rigna yfir hina meintu valdamenn í samfélaginu. Fastir pennar 2.10.2011 22:23
Hvar eru þeir nú? Komið hefur fram að á 139. löggjafarþingi hafi Pétur Blöndal borið höfuð og herðar yfir aðra þingmenn í því að láta ljós sitt skína í ræðustól. Eftir hrunið setur hann ekki ljós sitt undir mæliker heldur lætur það lýsa frá hæðum, eins og frelsarinn bauð okkur að gera. Pétur talaði í rúmlega 35 klukkustundir á þessu þingi, hélt 194 ræður og gerði 636 athugasemdir. Fastir pennar 25.9.2011 21:58
Og munnræpan mun ríkja ein Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa með sameiginlegu átaki náð að þróa nýtt lýðræðislegt gereyðingarvopn: málþóf. Slíkt hefur að vísu lengi verið tíðkað, líka af þeim sem nú fara með stjórnartaumana – og engum til sóma sem það hefur iðkað til að hindra framgang lýðræðisins með slíkri misnotkun á göfugasta ræðustól landsins – en nú á þessu septemberþingi keyrði málþófið um þverbak; röflið ríkti eitt, ofar hverri kröfu. Fastir pennar 19.9.2011 10:02
11.09.2001 Snjöll þessi ábending hjá Chomsky: að rifja það upp að hinn ellefta september árið 1973 steyptu Bandaríkjamenn réttkjörnum forseta Chile, sósíalistanum Salvador Allende og leiddu til valda morðóða herforingja sem bjuggu í haginn fyrir taumlausa auðhyggju. Bandaríkjamenn voru á síðustu öld lávarðar heimsins og gerðu það sem þeim sýndist í krafti auðs og valda og þess ósigranlega náðarvalds sem þeir höfðu, og hafa sumpart enn, í menningarlegum efnum. En samt: ég man hvað mér varð mikið um þær fréttir fyrir tíu árum að ráðist hefði verið á Bandaríkin. Það hvarflaði aldrei að mér að þetta hefði verið slys. Ég hélt að það væri komið stríð. Fastir pennar 11.9.2011 22:20
Óbyggðirnar kalla Þegar Woody Guthrie var orðinn leiður á að heyra lag Irvings Berlin God Bless America samdi hann þjóðsöng hinna landlausu, This land is your land, um þá Ameríku sem allir eiga og þar sem engum óviðkomandi er bannaður aðgangur því að allir eru viðkomandi: This land was made for you and me. Eiginlega finnst mér þessi söngur svara því ágætlega hvað manni eigi að finnast um áform Huangs Nubo um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og landflæmi sem því tilheyrir að sögn. Þetta land er þitt land, þetta land er mitt land, frá Gerpi að Gjögri, frá Hofi að Hörpu … Fastir pennar 4.9.2011 22:12
Kerfið þegir Maður hefur svolítið verið að bíða eftir því að meiri og minni spámenn tjáðu sig um frumvarp stjórnlagaráðsins að nýrri stjórnarskrá. Kannski eru allir enn að hugsa. Allir stjórnmálafræðingarnir, heimspekingarnir, stjórnmálamennirnir, háskólamennirnir, já og lögfræðingarnir sem alltaf eru að fella úrskurði sína í fréttatímunum… Fastir pennar 28.8.2011 20:06
Möffins-ógnin Eins og meðalmennskan er nú útbreidd hér á landi og sýnist stundum allsráðandi þá má það merkilegt heita að það er stundum eins og vanti alveg meðalhóf í íslenskt samfélag, eitthvert milliregistur sem er að finna meðal fjölmennari þjóða en á erfitt uppdráttar hér: einhverja skynsemi. Íslendingum er stjórnað af fólki sem bannar kökubasara. Fastir pennar 21.8.2011 21:48
Kögun og kúgun Deyr fé osfrv… en orðstír deyr aldregi, hveim sér vondan getur. Þannig að þegar menn eru að víla og díla og græða þurfa menn helst að muna eftir því líka. Á því hefur orðið misbrestur. Fastir pennar 14.8.2011 22:39
Samtaka nú Að minnsta kosti tíu nauðganir urðu um verslunarmannahelgina samkvæmt tölum frá neyðarmóttökum víða um land, þar af voru sex á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem almennt mun annars mjög ánægjuleg samkoma. Vitað er að einungis brot slíkra atburða er tilkynnt þannig að reikna má með því að nauðganir þessa helgi hafi verið talsvert fleiri. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þessum fréttum með því að tilkynna um áform sín um að koma upp eftirlitsmyndavélum á næstu Þjóðhátíð í þeirri von að slíkt kunni að fæla ofbeldismennina frá því að láta til skarar skríða. Þess er vonandi líka að vænta að men Fastir pennar 7.8.2011 22:11
„Við“ og „hinir“ Við erum auðvitað misjafnlega félagslynd en okkur er það samt flestum eiginlegt að vilja lifa í samfélagi við aðra menn; við höfum þörf fyrir félagsskap, samkennd, samvinnu – og speglun. Fastir pennar 25.7.2011 10:34
Útilegumaður deyr Andlát Sævars Ciesielski táknar ekki endalok Geirfinns- og Guðmundarmála. Málinu lauk ekki þegar Sævar og nokkur önnur ungmenni játuðu á sig sakir – alls konar sakir, allar þær sakir sem þeim var gert að játa og meira til svo að úr varð ein allsherjar játningaflækja sem þýskur lögreglumaður á eftirlaunum var látinn greiða úr. Málinu lauk ekki heldur þegar þau voru dæmd og því lauk ekki þegar þau voru búin að afplána dóminn: þessu máli lýkur ekki fyrr en það verður tekið upp á ný af réttbærum yfirvöldum og það leitt til lykta á þann hátt að íslenskt samfélag geti horfst í augu við sjálft sig og sagt, áminnt um sannsögli, að þessir tilteknu þegnar þess hafi loksins fengið réttláta málsmeðferð. Fastir pennar 17.7.2011 22:31
„Látum þá alla svelgja okkur“ Andstæðingar þess að niðurstaða fáist í aðildarviðræður Íslands að ESB skiptast í þrennt. Í fyrsta flokknum eru þeir sem andstæðir eru viðskiptafrelsi og frjálsri samkeppni í viðskiptum almennt og yfirleitt en aðhyllast fremur áætlunarbúskap í einhverri mynd. Fastir pennar 10.7.2011 21:07
Íþróttasjálfurinn Gamlar færslur af netsíðu halda áfram að elta persónuna sem kallar sig Gillzenegger. Þær hafa dúkkað upp á ný og hneykslað fólk. Hjálmar Sveinsson hefur til dæmis krafist afsökunarbeiðni frá Símanum fyrir að hafa slíkan mann sem andlit – eða kannski öllu heldur brjóstkassa – starfsemi sinnar. Síðast þegar ég gáði voru áttatíu og eitthvað athugasemdir við grein Hjálmars á netinu, flestar á þá leið að hann væri vinstrisinnaður leiðindapúki og ætti því ekki erindi upp á dekk. Fastir pennar 3.7.2011 22:38
Alræðisríkið í Landakoti Þeir voru með ýmsu móti kennararnir mínir í Vogaskóla. Einn grét í tímum. Annar var stundum kenndur og fór einu sinni að segja okkur frá alveg pottþéttri aðferð sem hann kynni við að sigra alltaf í fjárhættuspili en til allrar hamingju var ég of lélegur í reikningi til að ná að tileinka mér fræðin; annar stærðfræðikennari niðurlægði valda nemendur jafnan uppi við Fastir pennar 26.6.2011 22:24
Hvernig ætli það sé? Hvernig ætli að sé að vera köttur? Smjúga um grasið og inn í myrkviðinn, bíða í sínu bæli, hlusta, sleikja sig, blunda… Eða hundur? Öll skilningarvitin þanin til að þjóna þessu eina markmiði: að finna slóðina, verja svæðið, sækja bráðina. Og hvernig ætli það sé eiginlega að vera kýr? Liggja og horfa á heiminn í allri þessari miklu jórtrandi rósemd … Fastir pennar 19.6.2011 22:47
Guðinn sem brást Við veltum því stundum fyrir okkur hvaðan þeir komu útrásarvíkingarnir, hvernig þeir urðu svona miklir asnar. Hvaðan komu þeir? Því er jafn fljótsvarað og það er erfitt að horfast í augu við það: Útrásarvíkingarnir komu úr íslenska þjóðardjúpinu en ekki frá tunglinu. Þetta voru krakkar aldir upp í Vesturbænum og Breiðholtinu, frá Stykkishólmi, Ísafirði, Garðabæ. Úr íslenska skólakerfinu. Þeir koma úr alls konar fjölskyldum og upp til hópa voru þetta vel menntaðir, vel gefnir krakkar. Fastir pennar 13.6.2011 22:53
Svo skal böl bæta… Stundum hvarflar að manni að Íslendingar kunni ekki alveg að vera frjálsir – vilji kannski ekki vera frjálsir. Kunni betur við sig ófrjálsir – og óhlýðnir. Þá er hægt að vera ábyrgðarlaus, allt er hinum frægu "þeim“ að kenna, sem í íslenskri umræðu eru oft "núna búnir að einhverju“: "Nú eru þeir búnir að hækka bensínverðið…“ Nú ætla þeir að banna okkur að leggja á grasinu…“ Fastir pennar 5.6.2011 21:32
Mannhelgisgæslan Auðlindir samfélagsins er ýmsar: fiskurinn sem sumir telja sig eiga óveiddan; orkan sem við lærum vonandi einhvern tímann að hagnýta okkur á sjálfbæran og arðbæran og frábæran hátt; tign fjallanna svo óumræðileg; öll þekkingin; listin sem gefur okkur ný augu þegar hún tekst og getur verið svo spaugileg og skemmtileg þegar hún tekst ekki; hjálpsemin og náungakærleikurinn; hugvitið, verksvitið, mannvitið – og – síðast en ekki síst – rétturinn til að láta skoðanir sínar í ljós, hversu andstæðar sem þær kunna að vera þeim sem með völdin fara hverju sinni. Fastir pennar 29.5.2011 22:36
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið