Undir smásjánni Milljarðar úr landi og framhjá skattinum Skattrannsóknarstjóri segir að skattsvikamálum með erlendum tengingum hafi fjölgað. Ingimar Karl Helgason rýndi í erlendar tengingar og komst að því að undanfarin þrjú ár hefði um fimmtán milljörðum króna verið skotið undan skatti með slíkum hætti. Til st Viðskipti innlent 18.12.2007 16:09 Skrúfan herðist við óbreytta vexti Ekki eru allir á einu máli um hvaða niðurstöðu Seðlabanki Íslands muni kynna á aukavaxtaákvörðunardegi bankans á morgun. Hann er ýmist talinn munu halda vöxtum óbreyttum eða hækka um 0,25 prósentustig. Viðskipti innlent 18.12.2007 16:09 3. kynslóð farsíma Ljóst er að nokkur samkeppni verður um hylli símnotenda í þriðju kynslóðar kerfinu. Þrjú fyrirtæki bítast um fólk: Síminn, Vodafone og Nova, sem er nýr aðili á símamarkaði hérlendis. Viðskipti innlent 11.12.2007 16:34 Sigur unninn í tveggja ára slag Marel eignast Stork Food Systems Marel Food Systems samdi rétt fyrir mánaðamótin um yfirtöku á matvælavinnsluvélahluta iðnaðarsamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi. Með yfirtökunni hefur Marel náð því marki sínu að verða leiðandi á sínu sviði í heiminum, á dreifðum markaði þar sem mikið samþættingarferli fer í hönd. Raunar verður félagið stærst í heimi. Viðskipti innlent 4.12.2007 16:23 Óljóst hverjir eiga þrjátíu milljarða Ákveðið var að slíta Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í sumar. Til verður fjárfestingarsjóður með 30 milljarða króna í eigið fé. Sjálfseignarstofnunin Samvinnusjóðurinn verður stærsti hluthafinn. Um 50 þúsund aðilar eiga þar líka hlut, en óvíst er hversu mikið hver og einn á. Viðskipti innlent 4.12.2007 16:23 Fasteignir voru seldar úr Símanum Samþykki allra hluthafa lá fyrir en ekki ríkisstjórnarinnar þegar flestar fasteignir Símans voru seldar stærsta hluthafanum í Skiptum. Forstjóri Skipta segir að ekki hafi verið nauðsynlegt að fá samþykki ríkisins. Hluthafar séu betur settir á eftir. Viðskipti innlent 27.11.2007 16:22 Til stóð að Síminn færi á markað 26. september Sala Símans árið 2005 var stærsta einkavæðing Íslandssögunnar. Samkvæmt kaupsamningi átti að selja þrjátíu prósent í félaginu til almennings og annarra fjárfesta fyrir árslok 2007 og skrá félagið í Kauphöllina. Áætlanir eigenda miðuðu við að skrá félagið 26. september síðastliðinn. Það gekk ekki eftir og er stefnt að því að taka síðasta skrefið í einkavæðingarferlinu fljótlega á nýju ári. Viðskipti innlent 27.11.2007 16:21 Tónlistarútgáfa með nýju lagi Hefðbundin tónlistarútgáfa á undir högg að sækja miðað við þróun í tónlistargeiranum. Sjálfstæð útgáfa listamanna færist í aukana og tilkoma internetsins og stafrænnar dreifingar tónlistar hefur raskað valdahlutföllum listamanna og útgáfufyrirtækja. Svo v Viðskipti innlent 20.11.2007 16:21 Skattar af hinu illa Lágir skattar örva efnahagslífið, segir Arthur B. Laffer, hagfræðingur og fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ronalds Reagan. Kenning hans er sú að lækkun skatta geti hækkað skatttekjur ríkisins. Hann telur að kenningar sínar hafi komið Íslendingum mjög til góða en hann óttast að landar sínir gangi úr skaftinu. Viðskipti innlent 20.11.2007 16:21 Plötufyrirtækin sofandi á verðinum Í viðtali við Mugison (sem raunar heitir Örn Elías Guðmundsson) sem birtist í Fréttablaðinu í byrjun þessa mánaðar undir yfirskriftinni „Alltaf tilbúinn í prumpukeppni“ fer tónlistarmaðurinn meðal annars yfir eigin sýn á tónlistariðnaðinn. Viðskipti innlent 20.11.2007 16:21 Umhugsunarefni hvort þetta eigi við Indriði H. Þorláksson segir að fleira skýri aukna fyrirtækjaskatta en lækkun skattprósentu. Viðskipti innlent 20.11.2007 16:21 Samstarf á netinu gerir útgáfuna mögulega Einstürzende Neubauten tók á tvö hundruð dögum upp nýja plötu í eigin hljóðveri. Útgáfan er fjármögnuð með sölu áskrifta að vefsvæði hljómsveitarinnar www.neubauten.org. Þar komast áskrifendur í margvíslegt efni og upptökur sem ekki fara í almenna dreifingu. Nýja platan, sem heitir Alles wieder offen, kom út rétt fyrir mánaðamótin síðustu. Tónlist 20.11.2007 16:21 Gríðarlegur kostnaður af innleiðingu nýrra reglna Íslensk fjármálafyrirtæki greiða hundruð milljóna króna vegna nýrra laga um verðbréfaviðskipti. Seinagangur hins opinbera er gagnrýndur. Þeir sem veita fjárfestingaráðgjöf þurfa nú starfsleyfi sem þeir þurftu ekki áður. Viðskipti innlent 13.11.2007 16:54 Íslensk list aldrei meira metin Velta á íslenskum uppboðum er þegar orðin töluvert meiri en allt árið í fyrra og nemur hún 146 milljónum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að raun um að tvö uppboð eru eftir hjá íslenskum galleríum fyrir jól. Því mun enn bætast við veltu ársins. Viðskipti innlent 6.11.2007 16:07 Stýrivextir virka ekki eins og skot Davíð Oddsson Seðlabankastjóri segir að stýrivaxtahækkunin fyrir helgi hefði ekki átt að koma á óvart. Bankinn hafi orðið að bregðast við versnandi aðstæðum. Stýrivextir bankans séu deigt vopn, en þeir bíti á endanum. Þannig sé það alls staðar. Gagnrýni á bankann nú sé sprottin af því að vextirnir séu byrjaðir að bíta. Viðskipti innlent 6.11.2007 16:07 Sprotafyrirtækin stíga fram úr skugganum Fjárfestingaþing Seed Forum fer fram á föstudag. Þetta er í sjötta sinn sem þing sem þetta er haldið í Reykjavík en þar kynna fulltrúar íslenskra og erlendra sprotafyrirtækja sig fyrir fjárfestum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson spjallaði við framkvæmdastjóra Seed Forum, og kynnti sér fyrirtækin. Viðskipti innlent 23.10.2007 17:12 Líf í tískutuskunum Íslenski tískumarkaðurinn hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar verslanir spretta upp og Íslendingar virðast geta tekið endalaust við. En nú eru blikur á lofti. Tískuveldin NTC og Hagar hafa fengið bréf frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað er skýringa á nýtilkomnu samstarfi keðjanna. Viðskipti innlent 2.10.2007 16:35 Sparisjóðir í ólgusjó breytinga SPRON hefur varðað leið annarra sparisjóða í hlutafélagaformið. Nú síðast hafa stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla samþykkt að stefnt skuli í þá átt og fleiri fylgjast grannt með ferlinu hjá SPRON. Sjóðum fækkar um leið og þeir stækka. Viðskipti innlent 2.10.2007 16:36 Þetta er ekki tímabil sem ég er stoltur af Nick Leeson komst á spjöld sögunnar árið 1995 þegar hann gerði einn elsta og virðulegasta banka Bretlands gjaldþrota með áhættusömum gjaldeyrisviðskiptum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson spjallaði við þennan alræmdasta verðbréfamiðlara í heimi um spákaupmennsku á gjaldeyrismarkaði og lífið eftir gjaldþrot bankans. Leeson kemur hingað til lands eftir viku og ræðir um reynslu sína. Viðskipti erlent 11.9.2007 16:23 Alvöru alþjóðafyrirtæki leiðin til vaxtarins Lárus Welding tók við keflinu af Bjarna Ármannssyni í Glitni. Hans verkefni er að fylgja eftir stefnu bankans í nýjum og spennandi kafla í alþjóðlegri uppbyggingu. Hafliði Helgason horfði á hlaupabrautina fram undan með forstjóranum, sem er búinn að nota sumarið til að reima á sig hlaupaskóna og er stokkinn af stað. Viðskipti innlent 11.9.2007 16:23 Erlend sérfræðiþekking lykill að samkeppnishæfni Íslands Hingað til hefur lítið verið vitað um líðan þeirra erlendu sérfræðinga sem eru við störf á Íslandi. Þeir skipta þó hundruðum og þeim fer ört fjölgandi. Ný könnun Capacent, sem kynnt var á morgunverðarfundi Fjárfestingarstofu og Útflutningsráðs í gær, varpar nýju ljósi á þennan hóp. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ræddi við framsögumenn fundarins um þýðingu þess fyrir íslenskt atvinnulíf að laða að erlenda sérþekkingu. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:42 Stoðir eru stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum Hið nýsameinaða félag Stoða og Keops er með starfsemi í fjórum löndum og eru eignir þess metnar á 381,2 milljarða íslenskra króna. Stoðir eru nú skilgreindar sem norður-evrópskt fasteignafélag. Jón Skaftason sat fréttamannafund í höfuðstöðvum Keops í útjaðri Kaupmannahafnar og ræddi við Skarphéðin Berg Steinarsson, forstjóra Stoða, sem segir viðhorf Dana í garð íslenskra fjárfesta batna hægt og örugglega. Eftir samrunann eiga um þrjú hundruð danskir fjárfestar hlut í Stoðum. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:43 Erlendir séfræðingar CCP nauðsynlegir „Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:43 Lagabreytingar nauðsynlegar Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:43 Gallarnir eru kostir Bandaríkjamaðurinn Alexander Picchietti hefur verið búsettur á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í rúmt ár. Þar sem rætur hans eru ítalskar hefur hann evrópskt vegabréf. Hann þurfti því ekki að fara í gegnum það langa ferli að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi sem fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að gera. Alexander er giftur Sif Ríkharðsdóttur. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:42 Neytendur meðvitaðri um ábyrgð sína Mæðgurnar Arndís Harpa Einarsdóttir og Ásdís Ósk Einarsdóttir opnuðu nýverið fyrstu Fair Trade-verslunina á Íslandi við Klapparstíg. Jón Skaftason spjallaði við Ásdísi sem segir ekki um góðgerðarstarfsemi að ræða, þótt gróðasjónarmið ráði ef til vill för í minna mæli en hjá flestum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 7.8.2007 15:42 Hótelbransinn blómstrar Um aldamótin síðustu voru blikur á lofti um að skortur á gæðum íslenskra hótela gæti staðið íslenskri ferðaþjónustu fyrir þrifum. Íslenskum hótelmarkaði hefur síðan verið snúið hratt úr vörn í sókn. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að raun um að í dag einkennist hann af aukinni nýtingu, gæðum og fjölbreytileika. Ekkert lát virðist ætla að verða á þessari þróun. Viðskipti innlent 31.7.2007 16:17 Starfsumhverfið æ alþjóðlegra Katrín Helga Hallgrímsdóttir, einn eigenda BBA Legal sem nýverið opnaði útibú í London, segir helstu vandamál við útrásina af praktískum toga. Framandi lagaumhverfi sé engin fyrirstaða, enda l Viðskipti innlent 24.7.2007 15:23 Íslenskir lögfræðingar leysa landfestar Guðmundur Oddsson er forstöðumaður Lundúnaútibús lögmannastofunnar Logos og hefur verið í fararbroddi íslenskra lögfræðinga erlendis. Logos hefur undanfarin ár veitt lögfræðiráðgjöf við marga af stærstu samningum íslenskrar viðskiptasögu og komið að yfirtökum á borð við Actavis, Mosaic Fashions og West Ham United. Viðskipti innlent 24.7.2007 15:23 Hugsa sér til hreyfings Alls starfa nú sex íslenskir lögfræðingar á vegum bankanna á erlendri grundu; þrír hjá Kaupþingi, tveir hjá Landsbankanum í Lúxemborg og einn hjá Glitni. Hjá öllum bönkunum starfa síðan lögfræðisvið þar sem viðfangsefnin eru oft af alþjóðlegum toga. Viðskipti innlent 24.7.2007 15:23 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Milljarðar úr landi og framhjá skattinum Skattrannsóknarstjóri segir að skattsvikamálum með erlendum tengingum hafi fjölgað. Ingimar Karl Helgason rýndi í erlendar tengingar og komst að því að undanfarin þrjú ár hefði um fimmtán milljörðum króna verið skotið undan skatti með slíkum hætti. Til st Viðskipti innlent 18.12.2007 16:09
Skrúfan herðist við óbreytta vexti Ekki eru allir á einu máli um hvaða niðurstöðu Seðlabanki Íslands muni kynna á aukavaxtaákvörðunardegi bankans á morgun. Hann er ýmist talinn munu halda vöxtum óbreyttum eða hækka um 0,25 prósentustig. Viðskipti innlent 18.12.2007 16:09
3. kynslóð farsíma Ljóst er að nokkur samkeppni verður um hylli símnotenda í þriðju kynslóðar kerfinu. Þrjú fyrirtæki bítast um fólk: Síminn, Vodafone og Nova, sem er nýr aðili á símamarkaði hérlendis. Viðskipti innlent 11.12.2007 16:34
Sigur unninn í tveggja ára slag Marel eignast Stork Food Systems Marel Food Systems samdi rétt fyrir mánaðamótin um yfirtöku á matvælavinnsluvélahluta iðnaðarsamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi. Með yfirtökunni hefur Marel náð því marki sínu að verða leiðandi á sínu sviði í heiminum, á dreifðum markaði þar sem mikið samþættingarferli fer í hönd. Raunar verður félagið stærst í heimi. Viðskipti innlent 4.12.2007 16:23
Óljóst hverjir eiga þrjátíu milljarða Ákveðið var að slíta Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í sumar. Til verður fjárfestingarsjóður með 30 milljarða króna í eigið fé. Sjálfseignarstofnunin Samvinnusjóðurinn verður stærsti hluthafinn. Um 50 þúsund aðilar eiga þar líka hlut, en óvíst er hversu mikið hver og einn á. Viðskipti innlent 4.12.2007 16:23
Fasteignir voru seldar úr Símanum Samþykki allra hluthafa lá fyrir en ekki ríkisstjórnarinnar þegar flestar fasteignir Símans voru seldar stærsta hluthafanum í Skiptum. Forstjóri Skipta segir að ekki hafi verið nauðsynlegt að fá samþykki ríkisins. Hluthafar séu betur settir á eftir. Viðskipti innlent 27.11.2007 16:22
Til stóð að Síminn færi á markað 26. september Sala Símans árið 2005 var stærsta einkavæðing Íslandssögunnar. Samkvæmt kaupsamningi átti að selja þrjátíu prósent í félaginu til almennings og annarra fjárfesta fyrir árslok 2007 og skrá félagið í Kauphöllina. Áætlanir eigenda miðuðu við að skrá félagið 26. september síðastliðinn. Það gekk ekki eftir og er stefnt að því að taka síðasta skrefið í einkavæðingarferlinu fljótlega á nýju ári. Viðskipti innlent 27.11.2007 16:21
Tónlistarútgáfa með nýju lagi Hefðbundin tónlistarútgáfa á undir högg að sækja miðað við þróun í tónlistargeiranum. Sjálfstæð útgáfa listamanna færist í aukana og tilkoma internetsins og stafrænnar dreifingar tónlistar hefur raskað valdahlutföllum listamanna og útgáfufyrirtækja. Svo v Viðskipti innlent 20.11.2007 16:21
Skattar af hinu illa Lágir skattar örva efnahagslífið, segir Arthur B. Laffer, hagfræðingur og fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ronalds Reagan. Kenning hans er sú að lækkun skatta geti hækkað skatttekjur ríkisins. Hann telur að kenningar sínar hafi komið Íslendingum mjög til góða en hann óttast að landar sínir gangi úr skaftinu. Viðskipti innlent 20.11.2007 16:21
Plötufyrirtækin sofandi á verðinum Í viðtali við Mugison (sem raunar heitir Örn Elías Guðmundsson) sem birtist í Fréttablaðinu í byrjun þessa mánaðar undir yfirskriftinni „Alltaf tilbúinn í prumpukeppni“ fer tónlistarmaðurinn meðal annars yfir eigin sýn á tónlistariðnaðinn. Viðskipti innlent 20.11.2007 16:21
Umhugsunarefni hvort þetta eigi við Indriði H. Þorláksson segir að fleira skýri aukna fyrirtækjaskatta en lækkun skattprósentu. Viðskipti innlent 20.11.2007 16:21
Samstarf á netinu gerir útgáfuna mögulega Einstürzende Neubauten tók á tvö hundruð dögum upp nýja plötu í eigin hljóðveri. Útgáfan er fjármögnuð með sölu áskrifta að vefsvæði hljómsveitarinnar www.neubauten.org. Þar komast áskrifendur í margvíslegt efni og upptökur sem ekki fara í almenna dreifingu. Nýja platan, sem heitir Alles wieder offen, kom út rétt fyrir mánaðamótin síðustu. Tónlist 20.11.2007 16:21
Gríðarlegur kostnaður af innleiðingu nýrra reglna Íslensk fjármálafyrirtæki greiða hundruð milljóna króna vegna nýrra laga um verðbréfaviðskipti. Seinagangur hins opinbera er gagnrýndur. Þeir sem veita fjárfestingaráðgjöf þurfa nú starfsleyfi sem þeir þurftu ekki áður. Viðskipti innlent 13.11.2007 16:54
Íslensk list aldrei meira metin Velta á íslenskum uppboðum er þegar orðin töluvert meiri en allt árið í fyrra og nemur hún 146 milljónum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að raun um að tvö uppboð eru eftir hjá íslenskum galleríum fyrir jól. Því mun enn bætast við veltu ársins. Viðskipti innlent 6.11.2007 16:07
Stýrivextir virka ekki eins og skot Davíð Oddsson Seðlabankastjóri segir að stýrivaxtahækkunin fyrir helgi hefði ekki átt að koma á óvart. Bankinn hafi orðið að bregðast við versnandi aðstæðum. Stýrivextir bankans séu deigt vopn, en þeir bíti á endanum. Þannig sé það alls staðar. Gagnrýni á bankann nú sé sprottin af því að vextirnir séu byrjaðir að bíta. Viðskipti innlent 6.11.2007 16:07
Sprotafyrirtækin stíga fram úr skugganum Fjárfestingaþing Seed Forum fer fram á föstudag. Þetta er í sjötta sinn sem þing sem þetta er haldið í Reykjavík en þar kynna fulltrúar íslenskra og erlendra sprotafyrirtækja sig fyrir fjárfestum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson spjallaði við framkvæmdastjóra Seed Forum, og kynnti sér fyrirtækin. Viðskipti innlent 23.10.2007 17:12
Líf í tískutuskunum Íslenski tískumarkaðurinn hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar verslanir spretta upp og Íslendingar virðast geta tekið endalaust við. En nú eru blikur á lofti. Tískuveldin NTC og Hagar hafa fengið bréf frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað er skýringa á nýtilkomnu samstarfi keðjanna. Viðskipti innlent 2.10.2007 16:35
Sparisjóðir í ólgusjó breytinga SPRON hefur varðað leið annarra sparisjóða í hlutafélagaformið. Nú síðast hafa stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla samþykkt að stefnt skuli í þá átt og fleiri fylgjast grannt með ferlinu hjá SPRON. Sjóðum fækkar um leið og þeir stækka. Viðskipti innlent 2.10.2007 16:36
Þetta er ekki tímabil sem ég er stoltur af Nick Leeson komst á spjöld sögunnar árið 1995 þegar hann gerði einn elsta og virðulegasta banka Bretlands gjaldþrota með áhættusömum gjaldeyrisviðskiptum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson spjallaði við þennan alræmdasta verðbréfamiðlara í heimi um spákaupmennsku á gjaldeyrismarkaði og lífið eftir gjaldþrot bankans. Leeson kemur hingað til lands eftir viku og ræðir um reynslu sína. Viðskipti erlent 11.9.2007 16:23
Alvöru alþjóðafyrirtæki leiðin til vaxtarins Lárus Welding tók við keflinu af Bjarna Ármannssyni í Glitni. Hans verkefni er að fylgja eftir stefnu bankans í nýjum og spennandi kafla í alþjóðlegri uppbyggingu. Hafliði Helgason horfði á hlaupabrautina fram undan með forstjóranum, sem er búinn að nota sumarið til að reima á sig hlaupaskóna og er stokkinn af stað. Viðskipti innlent 11.9.2007 16:23
Erlend sérfræðiþekking lykill að samkeppnishæfni Íslands Hingað til hefur lítið verið vitað um líðan þeirra erlendu sérfræðinga sem eru við störf á Íslandi. Þeir skipta þó hundruðum og þeim fer ört fjölgandi. Ný könnun Capacent, sem kynnt var á morgunverðarfundi Fjárfestingarstofu og Útflutningsráðs í gær, varpar nýju ljósi á þennan hóp. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ræddi við framsögumenn fundarins um þýðingu þess fyrir íslenskt atvinnulíf að laða að erlenda sérþekkingu. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:42
Stoðir eru stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum Hið nýsameinaða félag Stoða og Keops er með starfsemi í fjórum löndum og eru eignir þess metnar á 381,2 milljarða íslenskra króna. Stoðir eru nú skilgreindar sem norður-evrópskt fasteignafélag. Jón Skaftason sat fréttamannafund í höfuðstöðvum Keops í útjaðri Kaupmannahafnar og ræddi við Skarphéðin Berg Steinarsson, forstjóra Stoða, sem segir viðhorf Dana í garð íslenskra fjárfesta batna hægt og örugglega. Eftir samrunann eiga um þrjú hundruð danskir fjárfestar hlut í Stoðum. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:43
Erlendir séfræðingar CCP nauðsynlegir „Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:43
Lagabreytingar nauðsynlegar Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:43
Gallarnir eru kostir Bandaríkjamaðurinn Alexander Picchietti hefur verið búsettur á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í rúmt ár. Þar sem rætur hans eru ítalskar hefur hann evrópskt vegabréf. Hann þurfti því ekki að fara í gegnum það langa ferli að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi sem fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að gera. Alexander er giftur Sif Ríkharðsdóttur. Viðskipti innlent 4.9.2007 16:42
Neytendur meðvitaðri um ábyrgð sína Mæðgurnar Arndís Harpa Einarsdóttir og Ásdís Ósk Einarsdóttir opnuðu nýverið fyrstu Fair Trade-verslunina á Íslandi við Klapparstíg. Jón Skaftason spjallaði við Ásdísi sem segir ekki um góðgerðarstarfsemi að ræða, þótt gróðasjónarmið ráði ef til vill för í minna mæli en hjá flestum fyrirtækjum. Viðskipti innlent 7.8.2007 15:42
Hótelbransinn blómstrar Um aldamótin síðustu voru blikur á lofti um að skortur á gæðum íslenskra hótela gæti staðið íslenskri ferðaþjónustu fyrir þrifum. Íslenskum hótelmarkaði hefur síðan verið snúið hratt úr vörn í sókn. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að raun um að í dag einkennist hann af aukinni nýtingu, gæðum og fjölbreytileika. Ekkert lát virðist ætla að verða á þessari þróun. Viðskipti innlent 31.7.2007 16:17
Starfsumhverfið æ alþjóðlegra Katrín Helga Hallgrímsdóttir, einn eigenda BBA Legal sem nýverið opnaði útibú í London, segir helstu vandamál við útrásina af praktískum toga. Framandi lagaumhverfi sé engin fyrirstaða, enda l Viðskipti innlent 24.7.2007 15:23
Íslenskir lögfræðingar leysa landfestar Guðmundur Oddsson er forstöðumaður Lundúnaútibús lögmannastofunnar Logos og hefur verið í fararbroddi íslenskra lögfræðinga erlendis. Logos hefur undanfarin ár veitt lögfræðiráðgjöf við marga af stærstu samningum íslenskrar viðskiptasögu og komið að yfirtökum á borð við Actavis, Mosaic Fashions og West Ham United. Viðskipti innlent 24.7.2007 15:23
Hugsa sér til hreyfings Alls starfa nú sex íslenskir lögfræðingar á vegum bankanna á erlendri grundu; þrír hjá Kaupþingi, tveir hjá Landsbankanum í Lúxemborg og einn hjá Glitni. Hjá öllum bönkunum starfa síðan lögfræðisvið þar sem viðfangsefnin eru oft af alþjóðlegum toga. Viðskipti innlent 24.7.2007 15:23
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið