Skoðun

Fréttamynd

Leikarar í lélegum farsa

Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum.

Skoðun
Fréttamynd

Kveðja frá Hinsegin dögum

Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80–90 þúsund manns sækja.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenska leiðin

Í síðustu grein rakti ég þann mikla árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili. Forsenda þessa bata er skynsamleg efnahagsstefna sem mörkuð var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þessi ríkisstjórn hefur unnið eftir allt kjörtímabilið. Samfylkingin ber lykilábyrgð á þessari stefnu, jafnt í fyrri ríkisstjórn og þeirri sem nú situr. Hún fól í sér blandaða leið skattahækkana, tímabundins hallarekstrar, skuldaúrvinnslu og niðurskurðar í ríkisútgjöldum, til að koma á jöfnuði í ríkisrekstri og leggja grunn að heilbrigðri endurreisn. Við nýttum okkur samvinnuna við AGS til að milda höggið af hruninu.

Skoðun
Fréttamynd

Að byggja upp nýja siðmenningu

40ár eru liðin frá því að andlegt þjóðarráð bahá'ía á Íslandi var fyrst kosið. Þjóðarráðið fer með yfirstjórn bahá'í samfélagsins hér á landi. Í því sitja níu meðlimir sem kosnir eru til eins árs í senn á landsþingi bahá'ía. Bahá'í (framborið: bahæ) trúin á sér langa sögu á Íslandi. Höfundar hennar, Bahá'u'lláh, var hér fyrst getið á prenti árið 1908, er Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, fór um hann svofelldum orðum í Nýja kirkjublaðinu: "Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Eins og við mátti búast, dó hann píslarvættisdauða, andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir trúarskoðanir sínar, en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið.“

Skoðun
Fréttamynd

Betri tíð

Við höfum öll heyrt jákvæðar fréttir af stöðu efnahagsmála upp á síðkastið. Þessi mynd er mjög ólík þeirri sem blasti við fljótlega eftir hrun, þegar halli á ríkissjóði var á þriðja hundrað milljarða, hagkerfið dróst stöðugt saman, fjöldagjaldþrot fyrirtækja vofðu yfir og atvinnuleysi jókst frá mánuði til mánaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Um neteinelti

Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London.

Skoðun
Fréttamynd

Þín vegna, af þinni hálfu, fyrir þig

Ég hitti þær að loknum vinnudegi. Þær komu beint af vaktinni, dauðþreyttar, eftir að hafa hjúkrað öldruðum á fjölmennri deild, undirmannaðri og vanbúinni af tækjum. Deildin er kölluð biðdeild. Hún var opnuð á Landakoti eftir að líknardeildinni þar var lokað þrátt fyrir að yfirstjórnendur LHS hefðu fengið 50 milljóna króna aukafjárveitingu frá Alþingi eftir að Hollvinasamtök líknardeilda höfðu gengið á fund fjárlaganefndar. Deildinni var lokað í trássi við vilja Alþingis.

Skoðun
Fréttamynd

Tvískinnungur í ógöngum Hörpu

Nú er orðin heyrinkunn sú staðreynd að Harpa, hin nýja tónlistar- og ráðstefnuhöll, er rekin með fjögur hundruð milljóna króna halla og eru þó framlög úr opinberum sjóðum til hennar ærin.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópa unga fólksins er fyrir þig!

Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar Hótel Ísland brann

Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt.

Skoðun
Fréttamynd

Lífríki hafsins – Stöndum vörð um fjöreggið

Hafið umhverfis Íslands er óvenjuauðugt af lífi. Kaldir og hlýir straumar mætast og róta næringarefnum úr hafdjúpunum upp á yfirborðið, þar sem þörungagróður blómstrar. Grugg úr jökulám er frekari áburður fyrir þörungasvifið, sem er undirstaða einhverra auðugustu fiskimiða í heimi.

Skoðun
Fréttamynd

Samhengi hlutanna

Fyrir skömmu greiddi Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum arð til hluthafa sinna. Upphæðin: 850 milljónir króna. Frá árinu 2007 hefur þetta EINA útgerðarfyrirtæki greitt hluthöfum sínum um 2,8 milljarða í arð, samkvæmt samantekt sem DV birti. Tvö þúsund og átta hundruð milljónir króna! Fyrir Íslending með meðallaun, um 325.000 á mánuði, tæki það um 217 ár að vinna fyrir þessari nýjustu arðgreiðslu. Vinnslustöðin er eitt þeirra fyrirtækja hér á landi sem sækir arð sinn í sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun

Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl.

Skoðun
Fréttamynd

Að greiða sín fósturlaun

Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að afnema veiðigjaldið komist þeir til valda.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnumótun og áætlanagerð í opinberum rekstri

Stefnumótun og áætlanagerð er viðamikill þáttur í allri starfsemi hins opinbera, hvort sem er í ráðuneytum, hjá stofnunum eða í sveitarfélögum. Stefnumótun og áætlanagerð einskorðast þó ekki við opinbera geirann heldur er um að ræða lykilþátt í starfsemi einkageirans. Innan opinbera geirans er stefnum og áætlunum ætlað að leiða almannafé að almannahag með markvissri framkvæmd þeirra verkefna og aðgerða sem kveðið er á um.

Skoðun
Fréttamynd

Það er kominn tími til að breyta

Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum.

Skoðun
Fréttamynd

Hver er réttur barna á Íslandi?

24. október 2007 varð ég fyrstur foreldra á Íslandi til að biðja Héraðsdóm Reykjavíkur að knýja fram umgengni við barn með aðför að lögheimilisforeldri þess vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti skv. 50. gr. Barnalaga.

Skoðun
Fréttamynd

Það er ekki hægt að sökkva dýpra

Íslendingar hafa sýnt mikið sjálfstæði og ákveðni í gegnum tíðina, við erum framarlega í mannréttindum og almennt eru það forréttindi að fá að alast upp og búa hér á landi. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og ber að hafa það í huga. Hollt er að vera í stanslausri sjálfskoðun og þróun að bættu samfélagi. Ýmislegt látum við hins vegar yfir okkur ganga. Miðað við atburði síðustu ára er alveg ótrúlegt hversu lítil ólgan hefur verið í samfélaginu í raun og veru, fólk er tilbúið að "kvarta“ og finna lausnir hvert í sínu horni en svo þegar kemur að mótmælum og samstöðu þá er sami hópurinn vart sýnilegur. Sjálf tilheyri ég þeim hópi. Eru þetta kannski Íslendingar í hnotskurn?

Skoðun
Fréttamynd

Græðgi kostar

Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki forsetakosningar?

Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að "á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar“ og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðigjald: Hvers vegna að rífast?

Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að "þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins.“ Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að "[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu.“

Skoðun
Fréttamynd

Ég kæri mig ekki um þennan stimpil!

Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli.

Skoðun
Fréttamynd

Við kusum hana

Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar okkur langar að gera eitthvað

Hugtakið mannréttindi hefur talsvert borið á góma í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í dagsins amstri þá hugsum við ekki mikið um þetta hugtak og tengjum það ekki okkar daglega lífi. Óvirðing fyrir mannréttindum er þó böl í daglegu lífi margra.

Skoðun
Fréttamynd

Enn birtir til í efnahagslífinu

Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður.

Skoðun
Fréttamynd

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin.

Skoðun
Fréttamynd

Við viljum nýjan forseta!

Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein.

Skoðun