Skoðun

Fréttamynd

Hnípin þjóð í vanda

Hrunadansinn kringum gullkálfinn á fyrstu árum þessarar aldar skildi eftir sig hnípna þjóð í vanda. Sá vandi er margþættur en meðal þess erfiðasta er atvinnuleysi með tilheyrandi landflótta og nálægt þúsund milljarðar króna sem binda verður með gjaldeyrishöftum svo þeir flýi ekki land og valdi þannig gengishruni, óðaverðbólgu og skuldsöfnun fólks og fyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Fordómar hvers?

Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi.

Skoðun
Fréttamynd

Einelti, samfélagslegur fjandi!

Í mörg ár hefur verið rætt um einelti og afleiðingar þess og þekkja margir þennan fjanda sem einelti er. Margir hafa verið þolendur eineltis og margir hafa verið gerendur.

Skoðun
Fréttamynd

Nútímalegt sjúkrahús – hvað þarf til?

Stórstígar breytingar eru á starfsemi sjúkrahúsa frá ári til árs. Miklar framfarir hafa undanfarið orðið í rannsóknum og meðferð sjúklinga, sem margar hverjar fela í sér nýjar tæknilausnir. Þær þjóðir sem vilja bjóða sjúklingum góða þjónustu standa því frammi fyrir áskorunum um að reisa nýjar byggingar sem hæfa nútímalegri sjúkrahússtarfsemi. Nýbygging Landspítala við Hringbraut snýst um að íslensk sjúkrahúsþjónusta haldi takti við þróun þekkingar og tækni.

Skoðun
Fréttamynd

Að velja háskólanám við hæfi

Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði.

Skoðun
Fréttamynd

Sameiningarafl þjóðarinnar

Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki lesa ekki neitt

Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um Landspítalann

Ég á ekki í deilum við nokkurn mann um Landsspítala/háskólasjúkrahús – og ætla mér það ekki. Ég hef bara spurt nokkurra spurninga – en fátt verið um svör. Í grein Jóhannesar Gunnarssonar er miklu rými varið í að vitna í meira en tveggja áratuga gömul ummæli mín - en svör engin gefin. Í síðari grein sinni vísar hann spurningu einfaldlega frá sér. Í greinum Ólafs Baldurssonar og Kristjáns Erlendssonar er álíka miklu rými varið í að ræða gæði íslenska heilbrigðiskerfisins og Lsp. Ég spurði ekki um það. Það veit ég. Þessi viðbrögð eru hins vegar dæmigerð um viðbrögð Íslendinga þegar þeir eru beðnir um að ræða kjarna máls. Málum drepið á dreif.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna að vanda sig þegar hægt er að gera hlutina illa?

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur afgreitt til annarrar umræðu með einróma nefndaráliti frumvarp til laga um menningarminjar. Þetta er eitt af þessum litlu málum sem komast ekki í fréttir og fáir láta sig varða, eitt af tugum frumvarpa sem verða afgreidd með hraði og án mikillar, ef nokkurrar, umræðu á síðustu dögum þingsins.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr tíðarandi, næsti forseti

Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás.

Skoðun
Fréttamynd

Hjólhýsin í miðborginni

Við Íslendingar erum dálítið blankir af efnislegum minjum um liðna tíma. Við eigum til dæmis heldur lítið úrval af byggingum frá liðnum öldum í stíl við þau glæstu stórhýsi sem fyrirfinnast í útlendum stórborgum. Í gegnum tíðina hefur mörgum Íslendingum þótt þetta heldur bagalegt og byggingararfleifðin þótt t.d. í harla litlu samræmi við frægan bókmenntaarf sem útlendingum hefur lengi þótt dálítið varið í.

Skoðun
Fréttamynd

Guðlaugur Gauti leiðréttur

Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar.

Skoðun
Fréttamynd

Gríman 2012 – íslensku sviðslistaverðlaunin

Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki þannig forseta

Nú færist hiti í kosningabaráttu forsetaefna eftir sprengjuviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þann 13. maí. Hann hjó á báðar hendur og boðaði að hann yrði í stjórnarandstöðu, öllum óháður nema sjálfum sér og er áfram tilbúinn að leika sér með Ólaf Ragnar Grímsson á hvern þann veg sem honum líkar best hverju sinni. Hann hefur uppgötvað að forsetinn er sveigjanlegur og yfirlýsingar breytilegar eftir aðstæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Mengun hafsins: Áfangar í rétta átt

Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar?

Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012)

Skoðun
Fréttamynd

Allt rangt hjá Þorsteini

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar.

Skoðun
Fréttamynd

"Ég er bara 5 ára…“

Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ,“ söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu.

Skoðun
Fréttamynd

Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar

Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“.

Skoðun
Fréttamynd

Bætt aðgengi að starfsnámi

Árlega stunda 7-8.000 nemendur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskólastigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildarnámsferli þeirra. Skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr brottfalli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verðmæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu.

Skoðun
Fréttamynd

Hinar snjóhengjurnar

Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum "hinna“ óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera.

Skoðun
Fréttamynd

"Allt að“ ekki neitt

Sjaldan hafa valkostir neytenda verið jafn margir og nú þegar kemur að fjarskiptatengingum heimilanna. Af þeim er ljósleiðari, lagður alla leið inn á heimili notenda, líkt og Gagnaveita Reykjavíkur leggur, öflugasta og fullkomnasta lausnin enda eina sanna ljósleiðaralausnin. Um það deilir enginn og ekkert sem bendir til annars en svo verði lengi.

Skoðun
Fréttamynd

Þjófnaður og þrælahald

Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum.

Skoðun
Fréttamynd

Fellibylur hjálpar

Heimurinn er ekki lengur sjö heimsálfur. Hann er ein heimsálfa, eitt land. Að mörg þúsund konur eru í bráðri lífshættu í Sómalíu vegna mikilla þurrka er ekki aðeins vandamál Sómala. Það er einnig vandamál okkar Íslendinga. Með vali þínu geturðu hjálpað einni þessara kvenna og þar með börnunum hennar. Valið er einfalt – að styrkja UN Women.

Skoðun
Fréttamynd

Viðræður um landbúnað

Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu.

Skoðun
Fréttamynd

Sama bókin, sitthvor skatturinn

Í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, með tveimur undantekningum, eru prentaðar bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi eða undanþegnar virðisaukaskatti. Sömu sögu er að segja utan Evrópu. Bækur eru ýmist undanþegnar virðisaukaskatti eða skatturinn hafður í lægsta þrepi, jafnvel í sérstöku undanþáguþrepi. Á Íslandi er lagður 7% virðisaukaskattur á prentaðar bækur, sem er nálægt meðaltalsprósentu EES-landanna.

Skoðun
Fréttamynd

Hagsmunir okkar allra

Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögnunum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á septemberþingi að ósk stjórnarandstöðunnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning aflaheimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Gegn fullu gjaldi

Þegar á reynir, er rökrétt fyrir handhafa forréttinda að nota arðinn af þeim í að verja þau. Því sýnir gríðarlegt umfang baráttunnar um gjafakvótann, hversu verðmæt þau forréttindi eru.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til landbúnaðarráðherra

Hæstvirti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason. Á undanförnum mánuðum hefur borið á mikilli fjölmiðlaumfjöllun um velferð eldisdýra. Þar hafa m.a. samtök um dýravelferð látið til sín taka og bent á að núgildandi reglugerðarákvæði heimili framleiðendum dýraafurða að halda eldisdýr við aðstæður sem eru ekki í samræmi við gildandi lög um dýravernd. Í lögunum er m.a. kveðið á um að dýrum skuli séð fyrir viðunandi vistarverum og þeim tryggt eðlilegt frelsi til hreyfingar samkvæmt viðurkenndri reynslu og þekkingu. Þessi skýru lagafyrirmæli er m.a. að finna í 3. gr. dýraverndarlaga nr. 15/1994. Upplýst hefur verið að þessu er ekki fylgt eftir í tilteknum greinum búfjárhalds, einkum þó í eggjaframleiðslu, alisvínarækt, loðskinnaframleiðslu (minka) og eggjaframleiðslu þar sem stuðst er við reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu.

Skoðun