Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

Sveindís tryggði stelpunum okkar sigur í Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan 1-2 útisigur er liðið mætti Sviss í æfingaleik ytra í dag. Þetta var seinni leikur liðsins í yfirstandandi landsliðsglugga en liðið gerði jafntefli við Nýja-Sjáland fyrir helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

EM-fararnir enduðu á jafntefli við Úkraínu

Íslensku stelpurnar í U19-landsliðinu í fótbolta höfðu þegar tryggt sér sæti í lokakeppni EM þegar þær mættu Úkraínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni í Danmörku í dag. Liðin gerðu 2-2 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Aftur gerði Dagný Nýja-Sjálandi grikk

Dagný Brynjarsdóttir skoraði mark íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli í vináttulandsleik gegn Nýja-Sjálandi sem spilaður var í Atsu í Tyrklandi í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Þar erum við með sex­tán bestu liðum í Evrópu“

„Þetta er áframhaldandi undirbúningur fyrir Þjóðadeildina í haust. Þurfum að halda áfram að vinna í hlutum sem við byrjuðum á í Pintar og halda áfram að skerpa á þeim,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, eftir að hann tilkynnti hópinn sem verður til taks í vináttuleikjum liðsins í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu fyrstu mörk Ólafar fyrir Ísland

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sínum fyrsta A-landsleik en þessi 19 ára framherji skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Skotlandi á Spáni í dag.

Fótbolti