Landslið karla í körfubolta

Fréttamynd

Ísland tryggði sér sæti í A-deild

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í úrslitaleik B-deildar Evrópumótsins en íslenska liðið tryggði sér farseðilinn þangað með sigri gegn Finnlandi í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Fimm laus pláss í næstu umferð forkeppni HM í körfubolta

Eins og frægt er orðið þá eru Íslendingar komnir í næstu umferð forkeppni HM og gerði sigurinn á móti Hollandi að verkum að þeir fara með haug af stigum með sér á næsta stig. Ein umferð er eftir í undankeppninni og ræðst það í dag hvernig forkeppnin lítur út.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta

Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það hefði verið auð­velt að gefast upp“

Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 

Körfubolti
Fréttamynd

Þessir tólf mæta Hollendingum í kvöld

Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta til leiks með íslenska landsliðinu í körfubolta þegar liðið tekur á móti Hollendingum í mikilvægum leik á Ásvöllum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Vill sjá fullan Ólafssal er Holland kemur í heimsókn

„Maður tók eina góða viku fyrir norðan áður en maður kom hingað og byrjaði aftur með strákunum. Maður getur ekki kvartað, svo tekur maður júlí frekar. Er það ekki betri mánuður,“ spurði landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason kíminn en hann er einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta sem mætir Hollandi annað kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Þessir sextán koma til greina gegn Hollandi

Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfubolta, hefur valið sextán leikmenn til æfinga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM á föstudaginn. Tólf þeirra verða svo valdir í leikinn.

Körfubolti