Steinunn Stefánsdóttir Foreldrar eru fyrirmynd Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar er ár hvert helgaður íslenskri tungu. Svo hefur verið í hálfan annan áratug og mun þorri nemenda í leikskólum og grunnskólum landsins gera sér dagamun í dag, víðast með rækt við ljóðaarfinn. Það er gaman að íslensk skólabörn skuli líta á dag íslenskrar tungu sem hátíð. Fastir pennar 15.11.2011 17:01 Varkárni um Vaðlaheiðargöng Allt stefnir nú í að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika á undan vegaframkvæmdum sem þó eru ofar á samgönguáætlun, svo sem nýjum Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum, auk samgöngubóta á sunnanverðum Vestfjörðum og til Vestmannaeyja. Fastir pennar 8.11.2011 22:16 Búskapur í stað veiðimennsku Umgengni Íslendinga við auðlindir hefur fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap. Ef ekki væri fyrir stórhug og einurð fólks eins og Sigríðar Tómasdóttur frá Brattholti og bænda í Mývatnssveit hefði virkjanagleði framkvæmdaglaðra manna á öldinni sem leið líkast til misþyrmt eða gert að engu sumar af stærstu náttúruperlum landsins og þannig hefðu langtímahagsmunir orðið skammtímahagsmunum að bráð. Fastir pennar 27.10.2011 22:27 Meira en að metta börn Uppeldi barna er verkefni sem nær til allra þátta daglegs lífs. Meðal þess sem þarf að kenna börnum er að næra sig sér til gagns. Þegar farið var að bjóða upp á mat í grunnskólum í stað þess að börnin kæmu með nesti með sér að heiman steig skólinn inn á þetta svið uppeldisins. Næring barna, sem áður var alfarið á ábyrgð heimilisins, er nú að hluta á ábyrgð skóla og þar með menntayfirvalda. Fastir pennar 21.10.2011 22:01 Skýra mynd af vændi skortir Innanríkisráðherra hefur sagt að vel komi til greina að setja á fót starfshóp sem rannsaki til hlítar umfang og eðli vændis á Íslandi á næstunni. Tíu ár eru síðan dómsmálaráðuneytið lét gera úttekt á stöðu vændis á Íslandi. Sú rannsókn beindist fyrst og fremst að eðli starfseminnar og félagslegu samhengi. Markmið hennar var ekki að leggja mat á umfang starfseminnar. Það gefur augaleið að nýrri og nákvæmari upplýsingar um eðli og umfang vændis gætu gert störf þeirra sem að málaflokknum vinna markvissari. Þetta á við um lögreglu, velferðarþjónustu og samtök eins og Stígamót sem sinnt hafa þjónustu við konur á leið úr vændi. Fastir pennar 17.10.2011 22:42 Aldrei of seint að takast á við ofbeldi Guðrún Ebba Ólafsdóttir er hugrökk kona. Hún hefur stigið fram og greint frá sársaukafullum atburðum í lífi sínu, allt frá barnæsku og langt fram á fullorðinsár. Hún hefur greint frá því hvernig ofbeldismaður kom fram andstyggilegum vilja sínum við barn, meðal annars með því að láta það trúa því að það væri meðsekt, og tókst á sama tíma að halda framhlið fjölskyldunnar sléttri og felldri og komast til æðstu metorða sem starf hans bauð upp á. Fastir pennar 10.10.2011 22:32 Auðveldari kostur að aðhafast ekki Allt of mörg börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða miska af einhverju tagi loka sig af með vanlíðan sína. Með því móti eiga þau litla von um að aðstæður þeirra breytist til batnaðar og þar með er verulega dregið úr möguleikum þeirra til að vinna úr áföllum sínum. Sem betur fer fjölgar þó þeim börnum sem hafa hugrekki til að segja frá ef þau verða fyrir áföllum. Þá kemur til kasta hinna fullorðnu að liðsinna þeim á þann hátt að dregið sé úr skaðanum eins og kostur er. Fastir pennar 2.10.2011 22:23 Gagn og gaman Það er vissulega sláandi mynd af lestrarkunnáttu unglinga sem birtist í skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Fastir pennar 2.10.2011 14:39 Lágmark að sitja við sama borð Þegar litið er um öxl virðist ljóst að mun farsælla hefði verið fyrir Palestínumenn að samþykkja tillögu Sameinuðu þjóðanna 1947 um skiptingu lands þeirra milli gyðinga og Palestínumanna. Hafa verður þó í huga að um var að ræða land sem þeir höfðu haft fullt forræði yfir öldum saman og búið á með gyðingum sem þó voru mikill minnihluti í landinu. Síðan eru liðin meira en sextíu ár og ástandið í Palestínu kunnara en frá þurfi að segja. Ísraelsmenn hafa hernumið þorra þess lands sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu Palestínumönnum og fara þar með öll völd. Fastir pennar 26.9.2011 22:31 Fjallabaksleið í skólamálum Grunnskólinn er ein af grunnstoðunum í því velferðarsamfélagi sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólaskylda á sér meira en hundrað ára sögu hér og síðustu vikur hefur átt sér stað umræða um hvort hana beri að afnema. Borgarstjórinn í Reykjavík hóf umræðuna með þeim rökum að með afnámi skólaskyldu myndi fjölbreytni aukast og fleiri nemendum tækist að blómstra innan veggja skólanna. Þeir sem taka undir sjónarmiðið gera það oftast með skírskotun til nemenda sem ekki þrífast vel í skólakerfinu. Fastir pennar 21.9.2011 22:13 Fiðrildaáhrif systralags Fiðrildavika UN Women er nú haldin í annað sinn. Markmiðið er að vekja athygli á kjörum kvenna í fátækustu löndum heims. Um leið er þess farið á leit við Íslendinga að ganga í systralag með þessum konum með því að láta fé af hendi rakna til baráttunnar gegn ofbeldi og fátækt. Fastir pennar 13.9.2011 10:13 Helmingur óákveðinn Innan við helmingur aðspurðra í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö treystir sér til þess að svara því hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Engu að síður er þráspurt í könnuninni til þess að reyna að ná fram svörum frá fleirum en þeim sem eru harðákveðnir. Fastir pennar 9.9.2011 19:40 Nöturlegar tölur um HIV-smit fíkla Aldrei hafa fleiri greinst með HIV-veiruna á Íslandi en í fyrra þegar 24 greindust. Sautján hafa greinst á þessu ári, þar af þrettán sprautufíklar. Hlutfall sprautufíkla í hópi HIV-greindra er hvergi hærra en hér á landi þar sem 55 af þeim 271 sem greinst hafa með HIV á 26 árum eru sprautufíklar, og hlutur þeirra hefur aldrei verið meiri en síðustu ár. Fastir pennar 8.9.2011 22:39 Lítið framlag getur skipt sköpum Þróunarsamvinna ber ávöxt er yfirskrift átaks sem stendur þessa viku á vegum frjálsra félagasamtaka sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Átakið er unnið í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og er markmið þess að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og um leið efla vitund um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Fastir pennar 7.9.2011 23:05 Grasrótarstarf léttir ríkinu róður Á Íslandi eru færri kvennaathvörf en þekkist í nokkru landi sem við viljum bera okkur saman við. Á þetta benti Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í grein hér í Fréttablaðinu á laugardaginn. Tilefni greinar Guðrúnar var þau tímamót að Stígamót hafa opnað annað kvennaathvarfið á Íslandi; athvarf sem býður velkomnar konur á leið úr klámiðnaði, vændi og mansali. Fyrir er eitt athvarf sem starfað hefur hátt á þriðja áratug og miðar starf sitt við að þjóna konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og börnum þeirra, en dyr þess athvarfs hafa einnig staðið öðrum konum í margvíslegum vanda opnar. Fastir pennar 5.9.2011 20:41 Fegurð einfaldleikans Þegar indverski hugsuðurinn og baráttukonan Vandana Shiva kynnir sig segir hún frá veganestinu sem foreldrar hennar sendu hana með út í lífið og felst í að vera meðvituð um fegurð einfaldleikans. Þannig leggur baráttukonan áherslu á að verkefni nútímamannsins sé að tengja að nýju það sem í samfélagi nútímans hefur verið slitið í sundur og þar með glatað merkingu sinni. Sem dæmi um þetta nefnir hún fjármálakerfi sem öðlast hefur sjálfstætt líf óháð þeim fjölmörgu þáttum sem eru því þó nauðsynlegir til að viðhalda sér. Mikilvægast er að mati Vandönu að tengja að nýju mann og náttúru því milli manns og náttúru hafi alvarlegasti aðskilnaðurinn átt sér stað. Fastir pennar 29.8.2011 22:25 Að taka ábyrgð á eigin rekstri Opinbert menntakerfi frá leikskóla til háskóla er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Þessir skólar veita góða og víðtæka menntun og þorri nemenda sækir nám sitt í þá. Auk opinberu skólanna eru reknir margvíslegir einkaskólar á öllum skólastigum, sumir veita sértæka menntun svo sem í tónlist en aðrir eru almennir skólar, leik- og grunnskólar, framhalds- og háskólar. Starfsemi einkaskóla er misumfangsmikil milli skólastiga. Í sumum þeirra er kennt í samræmi við skólastefnur ýmsar sem að öllum líkindum myndu ekki þrífast sérstaklega vel innan opinbera kerfisins. Fastir pennar 24.8.2011 22:46 Tekið til í ruslinu Sorp er sannarlega ein af umhverfisógnum þróaðra samfélaga. Á þeim áratugum sem liðnir eru síðan menn gerðu sér grein fyrir þessu hefur sem betur fer víða tekist að stemma stigu við og jafnvel snúa við hraðri aukningu sem orðið hefur í magni sorps sem kemur frá nútímaheimilum. Fastir pennar 15.8.2011 21:54 Versti óvinurinn Þöggun og meðvirkni er versti óvinur þolenda kynferðisbrota og um leið besti stuðningur sem brotamaður getur fengið til þess að halda athæfi sínu áfram. Þöggun og meðvirkni hefur jafnvel orðið til þess að brotamenn hafa náð að halda uppteknum hætti í sama umhverfinu ár eftir ár. Fastir pennar 2.8.2011 22:33 Hér eru allir mjög sáttir „Hér eru allir mjög sáttir," segir fulltrúi í Þjóðhátíðarnefnd í viðtali við Fréttablaðið í dag og annar segir: "Heilt yfir tókst hátíðin vel." Forráðamaður hátíðarinnar á Akureyri segir í viðtali í sömu frétt: "Þetta var eins og best verður á kosið." Og jú, það er áreiðanlega rétt hjá þessum mönnum að þorri hátíðargesta bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri skemmti sér vel og langflestir voru sjálfum sér til sóma í hvívetna. Fastir pennar 1.8.2011 22:47 Valddreifing, ábyrgð og gegnsæi Stjórnlagaráð afhenti í gær forseta Alþingis frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Fastir pennar 29.7.2011 16:44 Ofbeldis- og slysalaus helgi Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Skoðun 28.7.2011 23:45 Heildarstefnumótun nauðsynleg Sífellt fleiri þolendur kynferðisbrota hafa hugrekki til að stíga fram og greina frá þeim brotum sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta á ekki síst við fólk sem orðið hefur fyrir brotum innan vébanda skóla, trúfélaga og ýmissa félagasamtaka. Fastir pennar 26.7.2011 21:32 Ágæt áskorun frá Evrópu Lestrarkunnátta íslenskra nemenda í fjórða bekk er undir meðaltali í Evrópusambandinu. Einnig glíma að meðaltali fleiri íslenskir nemendur við alvarleg lestrarvandamál en annars staðar í álfunni. Þetta kemur fram í skýrslu um lestrarkennslu í Evrópu sem gerð var á vegum Eurydice, upplýsinganets á vegum Evrópusambandsins um menntamál í Evrópu og birtist fyrir skömmu. Fastir pennar 25.7.2011 21:51 Með kærleika gegn hatri Sorgin yfir fórnarlömbum hryðjuverkanna í Noregi lamar norsku þjóðina. Nágrannaþjóðirnar kenna hennar einnig sárt. Ef farið er út meðal fólks eða rennt yfir þanka íslenskra netverja sést glöggt hversu ofarlega voðaverkin eru í hugum fólks. Við höfum verið á það minnt hversu mikið ógnarafl getur falist í hatri. Ummælin sem lögmaður hryðjuverkamannsins hefur eftir honum um að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg eru lýsandi fyrir það hvert blint hatur getur leitt huga fólks. Fastir pennar 25.7.2011 10:34 Ný heimsmynd á Norðurlöndum Hryðjuverkin sem framin voru í og fyrir utan Ósló í gær hafa varanlega áhrif á heimsmynd okkar Norðurlandabúa. Stórsprenging í miðborginni kostaði að minnsta kosti sjö mannslíf og í kjölfarið var gerð skotárás sem grandaði að minnsta kosti tíu manns. Víst er að tala fallinna eftir árásirnar tvær á eftir að hækka því talsvert margir eru slasaðir og ófundnir eftir ódæðisverkin. Fastir pennar 22.7.2011 22:50 Gengið gegn lífseigum fordómum Það virðist lífseigt viðhorf að þolandi kynbundins ofbeldis hafi með einhverjum hætti kallað sjálf(ur) yfir sig glæpinn og sé þannig í raun meðsek(ur) um hann. Jafnvel er þolandi kynferðisbrots í umræðu talinn hreinlega ábyrg(ur) fyrir brotinu vegna þess hvar hún var, hvenær, í hvaða ástandi og í hvaða fötum. Fastir pennar 20.7.2011 22:20 Hægt að bjarga lífi barns Neyðin vegna þurrkanna í Austur-Afríku, þeirra mestu í áratugi, er gríðarleg. Milljónir manna, og stór hluti þeirra börn sem eru vannærð fyrir, líða þar hungur sem mun leiða til dauða ef ekkert verður að gert. Fastir pennar 19.7.2011 22:47 Rannsóknina þarf að rannsaka Skuggi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur legið yfir í nærfellt fjóra áratugi. Þótt nærvera þess hafi ekki alltaf verið jafnsterk er þetta mál sem ekki hefur gleymst og ekki getur gleymst vegna þeirrar furðulegu og ömurlegu atburðarásar sem átti sér stað frá því að mönnum datt í hug að tengja saman tvö mannshvörf og búa til úr þeim eitt reyfarakennt glæpamál þar sem nokkur ungmenni sem að sönnu áttu sitt líf á jaðri samfélagsins voru gerð að aðalpersónum. Fastir pennar 18.7.2011 22:21 Gott eða slæmt? Ferðahelgin mikla, hvítasunnuhelgin, er gengin í garð með tilheyrandi ferðalögum landsmanna. Umferð um þjóðvegi landsins verður þó ef að líkum lætur ekki eins mikil og í fyrra, að minnsta kosti ekki ef hún verður í takti við þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Fastir pennar 10.6.2011 23:12 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 12 ›
Foreldrar eru fyrirmynd Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar er ár hvert helgaður íslenskri tungu. Svo hefur verið í hálfan annan áratug og mun þorri nemenda í leikskólum og grunnskólum landsins gera sér dagamun í dag, víðast með rækt við ljóðaarfinn. Það er gaman að íslensk skólabörn skuli líta á dag íslenskrar tungu sem hátíð. Fastir pennar 15.11.2011 17:01
Varkárni um Vaðlaheiðargöng Allt stefnir nú í að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika á undan vegaframkvæmdum sem þó eru ofar á samgönguáætlun, svo sem nýjum Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum, auk samgöngubóta á sunnanverðum Vestfjörðum og til Vestmannaeyja. Fastir pennar 8.11.2011 22:16
Búskapur í stað veiðimennsku Umgengni Íslendinga við auðlindir hefur fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap. Ef ekki væri fyrir stórhug og einurð fólks eins og Sigríðar Tómasdóttur frá Brattholti og bænda í Mývatnssveit hefði virkjanagleði framkvæmdaglaðra manna á öldinni sem leið líkast til misþyrmt eða gert að engu sumar af stærstu náttúruperlum landsins og þannig hefðu langtímahagsmunir orðið skammtímahagsmunum að bráð. Fastir pennar 27.10.2011 22:27
Meira en að metta börn Uppeldi barna er verkefni sem nær til allra þátta daglegs lífs. Meðal þess sem þarf að kenna börnum er að næra sig sér til gagns. Þegar farið var að bjóða upp á mat í grunnskólum í stað þess að börnin kæmu með nesti með sér að heiman steig skólinn inn á þetta svið uppeldisins. Næring barna, sem áður var alfarið á ábyrgð heimilisins, er nú að hluta á ábyrgð skóla og þar með menntayfirvalda. Fastir pennar 21.10.2011 22:01
Skýra mynd af vændi skortir Innanríkisráðherra hefur sagt að vel komi til greina að setja á fót starfshóp sem rannsaki til hlítar umfang og eðli vændis á Íslandi á næstunni. Tíu ár eru síðan dómsmálaráðuneytið lét gera úttekt á stöðu vændis á Íslandi. Sú rannsókn beindist fyrst og fremst að eðli starfseminnar og félagslegu samhengi. Markmið hennar var ekki að leggja mat á umfang starfseminnar. Það gefur augaleið að nýrri og nákvæmari upplýsingar um eðli og umfang vændis gætu gert störf þeirra sem að málaflokknum vinna markvissari. Þetta á við um lögreglu, velferðarþjónustu og samtök eins og Stígamót sem sinnt hafa þjónustu við konur á leið úr vændi. Fastir pennar 17.10.2011 22:42
Aldrei of seint að takast á við ofbeldi Guðrún Ebba Ólafsdóttir er hugrökk kona. Hún hefur stigið fram og greint frá sársaukafullum atburðum í lífi sínu, allt frá barnæsku og langt fram á fullorðinsár. Hún hefur greint frá því hvernig ofbeldismaður kom fram andstyggilegum vilja sínum við barn, meðal annars með því að láta það trúa því að það væri meðsekt, og tókst á sama tíma að halda framhlið fjölskyldunnar sléttri og felldri og komast til æðstu metorða sem starf hans bauð upp á. Fastir pennar 10.10.2011 22:32
Auðveldari kostur að aðhafast ekki Allt of mörg börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða miska af einhverju tagi loka sig af með vanlíðan sína. Með því móti eiga þau litla von um að aðstæður þeirra breytist til batnaðar og þar með er verulega dregið úr möguleikum þeirra til að vinna úr áföllum sínum. Sem betur fer fjölgar þó þeim börnum sem hafa hugrekki til að segja frá ef þau verða fyrir áföllum. Þá kemur til kasta hinna fullorðnu að liðsinna þeim á þann hátt að dregið sé úr skaðanum eins og kostur er. Fastir pennar 2.10.2011 22:23
Gagn og gaman Það er vissulega sláandi mynd af lestrarkunnáttu unglinga sem birtist í skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Fastir pennar 2.10.2011 14:39
Lágmark að sitja við sama borð Þegar litið er um öxl virðist ljóst að mun farsælla hefði verið fyrir Palestínumenn að samþykkja tillögu Sameinuðu þjóðanna 1947 um skiptingu lands þeirra milli gyðinga og Palestínumanna. Hafa verður þó í huga að um var að ræða land sem þeir höfðu haft fullt forræði yfir öldum saman og búið á með gyðingum sem þó voru mikill minnihluti í landinu. Síðan eru liðin meira en sextíu ár og ástandið í Palestínu kunnara en frá þurfi að segja. Ísraelsmenn hafa hernumið þorra þess lands sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu Palestínumönnum og fara þar með öll völd. Fastir pennar 26.9.2011 22:31
Fjallabaksleið í skólamálum Grunnskólinn er ein af grunnstoðunum í því velferðarsamfélagi sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólaskylda á sér meira en hundrað ára sögu hér og síðustu vikur hefur átt sér stað umræða um hvort hana beri að afnema. Borgarstjórinn í Reykjavík hóf umræðuna með þeim rökum að með afnámi skólaskyldu myndi fjölbreytni aukast og fleiri nemendum tækist að blómstra innan veggja skólanna. Þeir sem taka undir sjónarmiðið gera það oftast með skírskotun til nemenda sem ekki þrífast vel í skólakerfinu. Fastir pennar 21.9.2011 22:13
Fiðrildaáhrif systralags Fiðrildavika UN Women er nú haldin í annað sinn. Markmiðið er að vekja athygli á kjörum kvenna í fátækustu löndum heims. Um leið er þess farið á leit við Íslendinga að ganga í systralag með þessum konum með því að láta fé af hendi rakna til baráttunnar gegn ofbeldi og fátækt. Fastir pennar 13.9.2011 10:13
Helmingur óákveðinn Innan við helmingur aðspurðra í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö treystir sér til þess að svara því hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Engu að síður er þráspurt í könnuninni til þess að reyna að ná fram svörum frá fleirum en þeim sem eru harðákveðnir. Fastir pennar 9.9.2011 19:40
Nöturlegar tölur um HIV-smit fíkla Aldrei hafa fleiri greinst með HIV-veiruna á Íslandi en í fyrra þegar 24 greindust. Sautján hafa greinst á þessu ári, þar af þrettán sprautufíklar. Hlutfall sprautufíkla í hópi HIV-greindra er hvergi hærra en hér á landi þar sem 55 af þeim 271 sem greinst hafa með HIV á 26 árum eru sprautufíklar, og hlutur þeirra hefur aldrei verið meiri en síðustu ár. Fastir pennar 8.9.2011 22:39
Lítið framlag getur skipt sköpum Þróunarsamvinna ber ávöxt er yfirskrift átaks sem stendur þessa viku á vegum frjálsra félagasamtaka sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Átakið er unnið í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og er markmið þess að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og um leið efla vitund um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Fastir pennar 7.9.2011 23:05
Grasrótarstarf léttir ríkinu róður Á Íslandi eru færri kvennaathvörf en þekkist í nokkru landi sem við viljum bera okkur saman við. Á þetta benti Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í grein hér í Fréttablaðinu á laugardaginn. Tilefni greinar Guðrúnar var þau tímamót að Stígamót hafa opnað annað kvennaathvarfið á Íslandi; athvarf sem býður velkomnar konur á leið úr klámiðnaði, vændi og mansali. Fyrir er eitt athvarf sem starfað hefur hátt á þriðja áratug og miðar starf sitt við að þjóna konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og börnum þeirra, en dyr þess athvarfs hafa einnig staðið öðrum konum í margvíslegum vanda opnar. Fastir pennar 5.9.2011 20:41
Fegurð einfaldleikans Þegar indverski hugsuðurinn og baráttukonan Vandana Shiva kynnir sig segir hún frá veganestinu sem foreldrar hennar sendu hana með út í lífið og felst í að vera meðvituð um fegurð einfaldleikans. Þannig leggur baráttukonan áherslu á að verkefni nútímamannsins sé að tengja að nýju það sem í samfélagi nútímans hefur verið slitið í sundur og þar með glatað merkingu sinni. Sem dæmi um þetta nefnir hún fjármálakerfi sem öðlast hefur sjálfstætt líf óháð þeim fjölmörgu þáttum sem eru því þó nauðsynlegir til að viðhalda sér. Mikilvægast er að mati Vandönu að tengja að nýju mann og náttúru því milli manns og náttúru hafi alvarlegasti aðskilnaðurinn átt sér stað. Fastir pennar 29.8.2011 22:25
Að taka ábyrgð á eigin rekstri Opinbert menntakerfi frá leikskóla til háskóla er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Þessir skólar veita góða og víðtæka menntun og þorri nemenda sækir nám sitt í þá. Auk opinberu skólanna eru reknir margvíslegir einkaskólar á öllum skólastigum, sumir veita sértæka menntun svo sem í tónlist en aðrir eru almennir skólar, leik- og grunnskólar, framhalds- og háskólar. Starfsemi einkaskóla er misumfangsmikil milli skólastiga. Í sumum þeirra er kennt í samræmi við skólastefnur ýmsar sem að öllum líkindum myndu ekki þrífast sérstaklega vel innan opinbera kerfisins. Fastir pennar 24.8.2011 22:46
Tekið til í ruslinu Sorp er sannarlega ein af umhverfisógnum þróaðra samfélaga. Á þeim áratugum sem liðnir eru síðan menn gerðu sér grein fyrir þessu hefur sem betur fer víða tekist að stemma stigu við og jafnvel snúa við hraðri aukningu sem orðið hefur í magni sorps sem kemur frá nútímaheimilum. Fastir pennar 15.8.2011 21:54
Versti óvinurinn Þöggun og meðvirkni er versti óvinur þolenda kynferðisbrota og um leið besti stuðningur sem brotamaður getur fengið til þess að halda athæfi sínu áfram. Þöggun og meðvirkni hefur jafnvel orðið til þess að brotamenn hafa náð að halda uppteknum hætti í sama umhverfinu ár eftir ár. Fastir pennar 2.8.2011 22:33
Hér eru allir mjög sáttir „Hér eru allir mjög sáttir," segir fulltrúi í Þjóðhátíðarnefnd í viðtali við Fréttablaðið í dag og annar segir: "Heilt yfir tókst hátíðin vel." Forráðamaður hátíðarinnar á Akureyri segir í viðtali í sömu frétt: "Þetta var eins og best verður á kosið." Og jú, það er áreiðanlega rétt hjá þessum mönnum að þorri hátíðargesta bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri skemmti sér vel og langflestir voru sjálfum sér til sóma í hvívetna. Fastir pennar 1.8.2011 22:47
Valddreifing, ábyrgð og gegnsæi Stjórnlagaráð afhenti í gær forseta Alþingis frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Fastir pennar 29.7.2011 16:44
Ofbeldis- og slysalaus helgi Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Skoðun 28.7.2011 23:45
Heildarstefnumótun nauðsynleg Sífellt fleiri þolendur kynferðisbrota hafa hugrekki til að stíga fram og greina frá þeim brotum sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta á ekki síst við fólk sem orðið hefur fyrir brotum innan vébanda skóla, trúfélaga og ýmissa félagasamtaka. Fastir pennar 26.7.2011 21:32
Ágæt áskorun frá Evrópu Lestrarkunnátta íslenskra nemenda í fjórða bekk er undir meðaltali í Evrópusambandinu. Einnig glíma að meðaltali fleiri íslenskir nemendur við alvarleg lestrarvandamál en annars staðar í álfunni. Þetta kemur fram í skýrslu um lestrarkennslu í Evrópu sem gerð var á vegum Eurydice, upplýsinganets á vegum Evrópusambandsins um menntamál í Evrópu og birtist fyrir skömmu. Fastir pennar 25.7.2011 21:51
Með kærleika gegn hatri Sorgin yfir fórnarlömbum hryðjuverkanna í Noregi lamar norsku þjóðina. Nágrannaþjóðirnar kenna hennar einnig sárt. Ef farið er út meðal fólks eða rennt yfir þanka íslenskra netverja sést glöggt hversu ofarlega voðaverkin eru í hugum fólks. Við höfum verið á það minnt hversu mikið ógnarafl getur falist í hatri. Ummælin sem lögmaður hryðjuverkamannsins hefur eftir honum um að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg eru lýsandi fyrir það hvert blint hatur getur leitt huga fólks. Fastir pennar 25.7.2011 10:34
Ný heimsmynd á Norðurlöndum Hryðjuverkin sem framin voru í og fyrir utan Ósló í gær hafa varanlega áhrif á heimsmynd okkar Norðurlandabúa. Stórsprenging í miðborginni kostaði að minnsta kosti sjö mannslíf og í kjölfarið var gerð skotárás sem grandaði að minnsta kosti tíu manns. Víst er að tala fallinna eftir árásirnar tvær á eftir að hækka því talsvert margir eru slasaðir og ófundnir eftir ódæðisverkin. Fastir pennar 22.7.2011 22:50
Gengið gegn lífseigum fordómum Það virðist lífseigt viðhorf að þolandi kynbundins ofbeldis hafi með einhverjum hætti kallað sjálf(ur) yfir sig glæpinn og sé þannig í raun meðsek(ur) um hann. Jafnvel er þolandi kynferðisbrots í umræðu talinn hreinlega ábyrg(ur) fyrir brotinu vegna þess hvar hún var, hvenær, í hvaða ástandi og í hvaða fötum. Fastir pennar 20.7.2011 22:20
Hægt að bjarga lífi barns Neyðin vegna þurrkanna í Austur-Afríku, þeirra mestu í áratugi, er gríðarleg. Milljónir manna, og stór hluti þeirra börn sem eru vannærð fyrir, líða þar hungur sem mun leiða til dauða ef ekkert verður að gert. Fastir pennar 19.7.2011 22:47
Rannsóknina þarf að rannsaka Skuggi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur legið yfir í nærfellt fjóra áratugi. Þótt nærvera þess hafi ekki alltaf verið jafnsterk er þetta mál sem ekki hefur gleymst og ekki getur gleymst vegna þeirrar furðulegu og ömurlegu atburðarásar sem átti sér stað frá því að mönnum datt í hug að tengja saman tvö mannshvörf og búa til úr þeim eitt reyfarakennt glæpamál þar sem nokkur ungmenni sem að sönnu áttu sitt líf á jaðri samfélagsins voru gerð að aðalpersónum. Fastir pennar 18.7.2011 22:21
Gott eða slæmt? Ferðahelgin mikla, hvítasunnuhelgin, er gengin í garð með tilheyrandi ferðalögum landsmanna. Umferð um þjóðvegi landsins verður þó ef að líkum lætur ekki eins mikil og í fyrra, að minnsta kosti ekki ef hún verður í takti við þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Fastir pennar 10.6.2011 23:12
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið