Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Frelsi­sneistinn í brjósti hinna kúguðu verður ekki slökktur með of­beldi

Hvað getur maður svo sem sagt um framgöngu Ísraels í Palestínu undanfarna mánuði? Þeir hafa þverbrotið allar reglur sem alþjóðasamfélagið hefur þó komið sér saman um þegar stríðsrekstur er annars vegar. Það hafa þeir gert í skjóli Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands sem hafa öll átt sinn þátt í að koma á þessum reglum.

Skoðun
Fréttamynd

For­dæma á­kvörðun utan­ríkis­ráð­herra

Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 

Innlent
Fréttamynd

Hatrið mun ekki sigra

Fyrir tæpum fimm árum stigu íslenskir Eurovision-farar á svið og sungu lagið „Hatrið mun sigra“. Niðurdrepandi titli lagsins fylgir lagatexti sem virðist ekki fjalla um nokkurn skapaðan hlut. Hver er sá sem hatar? Hverjir eru hinir hötuðu?

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig stendur á þessum hörmungunum?

Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra.

Skoðun
Fréttamynd

Nefndin verði upp­lýst um grund­völl á­kvörðunarinnar

Formaður Viðreisnar segir mikilvægt að utanríkismálanefnd verði upplýst um á hvaða grundvelli ákvörðun var tekin um að fresta greiðslum Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu Þjóðanna. Yfirmaður stofnunarinnar hefur kallað eftir því að slíkar ákvarðanir verði dregnar til baka. 

Innlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir stór­slys í Rauða­hafi

Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins.

Erlent
Fréttamynd

„Að­gerðir um­fram hugsanir, því tíminn skiptir máli“

Palestínskur keppandi í söngvakeppninni söng á fjölmennum samstöðufundi á Austurvelli í dag. Aðgerðasinni segir bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins vekja sér von í brjósti um að stríðsátökum á Gasa linni. Hann segir stuðning við málstað palestínsku þjóðarinnar fara vaxandi hér á landi, og kallar eftir því að stjórnvöld hlusti.

Innlent
Fréttamynd

Norð­menn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar

Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land frystir greiðslur og kallar eftir ítar­legri rann­sókn

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur nokkrum starfsmönnum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé nú í samráði við önnur Norðurlönd um næstu skref og greiðslur til stofnunarinnar verði frystar þar til að samráði loknu.

Innlent
Fréttamynd

Bashar Murad söng á samstöðufundi

Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk niður að Austurvelli á samstöðufund með Palestínu í dag. Palestínumaðurinn Bashar Murad, sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins, flutti lag á fundinum. 

Innlent
Fréttamynd

Á­fram samið á þingi þó Trump mót­mæli

Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt.

Erlent
Fréttamynd

Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa

Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki.

Erlent
Fréttamynd

Deilan um þátt­töku Ís­lands í Euro­vision harðnar

Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Kristín Ólafsdóttir fer yfir Eurovision-deiluna með góðum gestum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

„Heilaþvotturinn“ náð lengra í al­þjóð­legu grúppunum

Eurovision-senan á Íslandi hefur logað síðustu vikur vegna þátttöku Ísraels í keppninni í maí. Umdeild tilkynning Ríkisútvarpsins í vikunni blés nýju lífi í umrótið. Við tókum púlsinn á gallhörðum Eurovision-aðdáanda í Íslandi í dag og fórum yfir pólitíkina sem löngum hefur gegnsýrt hina „ópólitísku“ söngvakeppni.

Lífið