Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Segir heiminn blindan þegar kemur að á­standinu á Gasa

Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins.

Erlent
Fréttamynd

„Við verðum að sýna sam­stöðu í verki“

Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli.

Innlent
Fréttamynd

Gegn þjóðarmorði?

Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar.

Skoðun
Fréttamynd

Komum fólki undan morðingjum Ísraelshers - Opið bréf til fé­lags­mála­ráð­herra

Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu.

Skoðun
Fréttamynd

For­dæma Banda­ríkja­menn vegna drónaárásar í Baghdad

Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Drápið á Arouri vekur hörð við­brögð

Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“.

Erlent
Fréttamynd

Hörmungarnar síðari

Það átti að heita vopnahlé á Gaza um daginn. Íbúar svæðisins heimsóttu byggðir sínar en fundu þar aðeins sprengjubrot og rusl. Heilu hverfin höfðu verið lögð í rúst og meira en 21 þúsund hafa nú í árslok verið drepin, aðallega börn og konur.

Skoðun
Fréttamynd

Hæfðu flótta­manna­búðir á Gasa þar sem mann­fall nálgast 22 þúsund

Herflugvélar á vegum Ísraelshers hæfðu tvær flóttamannabúðir á miðri Gasaströndinni í dag og er lítið útlit fyrir að nokkurt hlé verði gert á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mannfall þar er nú sagt nálgast 22 þúsund manns. Hátt settur ráðamaður innan Hamas segir samtökin enn standa fast á því að fleiri gíslum verði ekki sleppt úr haldi þeirra fyrr en komið verði á ótímabundnu vopnahléi á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Danir senda freigátu í Rauða­hafið

Danir ætla að senda freigátu í Rauðahafið og Adenflóa sem öryggisráðstöfun í kjölfar fjöldamargra árása Húta á svæðinu. Þetta segja utanríkisráðherra Lars Løkke Rasmussen og varnamálaráðherra Troels Lund Poulsen.

Erlent
Fréttamynd

Inn­flutt menningar­stríð Hamassam­takanna

Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október.

Skoðun
Fréttamynd

Tug­þúsundir flýja mið­hluta Gasa

Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austur­velli

Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skylda fjór­tán ára drengs föst á Gasa

Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir.

Innlent