Stj.mál

Fréttamynd

Villandi málflutningur um fjárlög

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarandstöðu og fjölmiðla og segir rangt að bera saman fjárlög og ríkisreikning. Taka verði tillit til óreglulegra gjaldfærslna og því hafi í raun orðið 95 milljarða afgangur á ríkissjóði frá 1998.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur greiðir ekki skatt

35% fólks greiðir engan tekjuskatt og nýtur þar með ekki 1% tekjuskattslækkunar sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, samkvæmt upplýsingum yfirmanns efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra sagði hins vegar að tekjuskattslækkunin gagnaðist "nærri öllum" enda borguðu meir en 80% tekjuskatt.

Innlent
Fréttamynd

Enga símasölu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna talaði í gær fyrir frumvarpi til laga sem gerir ráð fyrir að hlutur ríkisins í Símanum verði ekki seldur, að minnsta kosti ekki fyrir árslok 2008. Steingrímur sagði í ræðu sinni að vinstri-grænir teldu engin haldbær rök fyrir einkavæðingu Símans.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn mætti í frystinn

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður sat sinn fyrsta þingflokksfund hjá Framsóknarflokknum í gær eftir að ákveðið var að hann sæti í engum þingnefndum fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Óvænt stefna umræðu

Utandagskrárumræður tóku óvænta stefnu á Alþingi í gær. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að tala tungum tveimur og sitt með hvorri um kennarverkfallið á Alþingi og í borgarstjórn. Össur Skarphéðinsson segir ríkisstjórnina ekki geta verið stikkfrí í deilunni.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn beygðir

"Það hefur tekist að beygja sjálfstæðismenn sem voru á móti sölubanninu á sínum tíma og ég er mjög ánægð með það," segir Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, um ákvörðun eftirmanns síns á stóli ráðherra. Hún er sérstaklega sæl með að stefnt skuli að því að gera veiðarnar sjálfbærar.

Innlent
Fréttamynd

Kom á óvart að Kristinn hætti ekki

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið sér á óvart að Kristinn H. Gunnarsson hafi kosið að starfa áfram í Framsóknarflokknum í kjölfar ákvörðunar stjórnar þingflokksins að útiloka hann úr þingnefndum.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur fólk til meiri vinnu

Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira.

Innlent
Fréttamynd

Hólkarnir hlaðnir

Rjúpnaveiðar verða leyfðar eftir eitt ár. Umhverfisráðherra styttir veiðibann forvera síns um ár en veiðarnar verða háðar strangari reglum en áður. Forstjóri Náttúruverndarstofnunar er mjög sáttur. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Búlgaría og Rúmenía í ESB?

Evrópusambandið mun í vikunni leggja fram samþykki sitt fyrir inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið árið 2007, gegn því að staðið verði við þær lagalegu umbætur í löndunum sem samþykktar hafa verið. Þó verður sá varnagli hafður á að seinka megi aðildinni um eitt ár ef umbæturnar tefjast.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðaratkvæðagreiðsla á Spáni

Ríkisstjórn Spánar hefur ákveðið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 20. febrúar á næsta ári. Þar með bendir allt til þess að spánska þjóðin gangi fyrst Evrópusambandsþjóða að kjörborðinu til að segja skoðun sína á hinni nýju stjórnarskrá.

Erlent
Fréttamynd

Skattar meðallauna lækka um 30.000

Einstaklingur með eina milljón í laun sparar rúmar 270.000 krónur á skattalækkun ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga Alþýðusambands Íslands. Framkvæmdastjóri ASÍ telur lækkunina lítt gagnast tekjulágum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ekki vald til að reka Kristin

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að stjórn þingflokksins hafi ekki haft vald til að reka Kristin H. Gunnarsson úr Framsóknarflokknum. Kristinn var útilokaður úr nefndum og kom það Hjálmari á óvart að hann hætti ekki sjálfviljugur í flokknum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fjárlagafrumvarpið á dagskrá

Þingfundur hefst á Alþingi nú klukkan hálf ellefu. Eitt mál er á dagskrá, fyrsta umræða um fjárlögin fyrir árið 2005. Geir Haarde fjármálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpi um fjárlögin.

Innlent
Fréttamynd

Skattalækkanir í lok kjörtímabils

Landsmenn þurfa að bíða þar til í lok kjörtímabilsins eftir mestum hluta skattalækkana, að því er fram kom í stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Helstu boðberar skattalækkana úr hópi stjórnarliða virðast ætla að láta sér það lynda. 

Innlent
Fréttamynd

11 milljónir í Evrópunefnd

Ellefu milljónum króna verður veitt á næsta ári til starfs Evrópunefndar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 2005. Gert er ráð fyrir starfsmanni í hálfu starfi auk kostnaðar við aðkeypta sérfræðivinnu.

Innlent
Fréttamynd

Símasölu frestað

Halldór Ásgrímsson segir engar stefnubreytingar fylgja forsætisráðherraskiptunum í stefnuræðu sinni sem flutt verður í kvöld. Samkvæmt heimildum DV verður sölu Símans frestað enn einu sinni og 90 prósent húsnæðislán sett á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Ekki leiðinlegt að eiga við Davíð

Brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stól forsætisráðherra setti nokkurn svip á umræður um fyrstu stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra í gærkvöld. </font />

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta stefnuræða Halldórs

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið leysi kennaradeilu

Stjórnarandstæðingar hvöttu til þess að ríkið greiddi fyrir lausn kennaradeilunnar í umræðum um stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Karpað um skatta, öryrkja og Írak

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt hlutskipti Davíðs

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra mun flytja sína fyrstu stefnuræðu í kvöld og hefst þingfundur klukkan 19:50. Davíð Oddsson sagðist ætla að taka þátt í umræðunum þegar hann tók við embætti utanríkisráðherra en það er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í þessum umræðum án þess að flytja stefnuræðuna sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Stöndum jafnfætis þeim fremstu

Íslendingar eru í 2. sæti ásamt Bandaríkjunum af þeim OECD-ríkjum sem verja mestum fjármunum til menntamála. Fram kemur í nýjasta vefriti fjármálaráðuneytisins að framlög til menntamála hafi numið 7,2 prósentum af landsframleiðslu árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Stefnuræða gagnrýnd

Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þögn Halldórs Ásgrímssonar um Írak, ráðherraræði og viðskiptahalla í umræðum á Alþingi í gær.  </font />

Innlent
Fréttamynd

Forseti hækkar um 20%

Gert er ráð fyrir að útgjöld embættis forseta Íslands hækki um 20,6% á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjárveiting til forsetaembættisins verður 154,4 milljónir króna á næsta ári sem er hækkun um tæpar 26 milljónir króna frá fjárlögum yfirstandandi árs.</font />

Innlent
Fréttamynd

Lekinn óþolandi með öllu

Forseti Alþingis og fyrsti varaforseti segja óþolandi með öllu að stefnuræða forsætisráðherra skuli hafa ratað inn á borð fjölmiðla. DV greindi í dag frá efni fyrstu stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar sem flutt verður í kvöld. Allir þingmennirnir, sextíu og þrír, liggi undir grun.

Innlent
Fréttamynd

Lekinn algerlega óþolandi

Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, segir það algerlega óþolandi að stefnuræða forsætisráðherra skuli hafa lekið til fjölmiðla, áður en hún er flutt, annað árið í röð. Hann segir að í raun sé fátt hægt að gera til að stöðva slíkan leka og hann er þeirrar trúar að sami þingmaður hafi lekið ræðunni í fyrra og núna.

Innlent
Fréttamynd

Vörslumaður vængbrotins Alþingis

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að þingsetningarræðu sinni hafi ekki verið beint gegn forseta Íslands. Hann hafi eingöngu snúist til varnar þinginu eftir að ráðist var að rótum þess í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta stefnuræða Halldórs

Halldór Ásgrímsson flytur jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hefjast í kvöld klukkan 19.50 og verður útvarpað og sjónvarpað í fjölmiðlum ríkisins. Útsending frá Alþingi stendur fram til klukkan 22 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Lægri matarskatt og betri skóla

Samfylkingin kynnti áherslur sínar í þingbyrjun í Alþingishúsinu í gærdag. Ef hagvaxtarspár ganga eftir ætlar flokkurinn að beita sér fyrir að hagnaðurinn verði til þess að matarskattur verði lækkaður og að fjármagn til skólanna verði aukið til muna.

Innlent