Hvalveiðar

Fréttamynd

Hvalasöngur

Íris Ásmundardóttir dansari fjallar um hvalveiðar Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kvörðun Svan­dísar ekki haft já­kvæð á­hrif á sam­starfið

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva tímabundið hvalveiðar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Matvælaráðherra segir ekki tímabært að segja hvort hún banni hvalveiðar eftir fyrsta september þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu í að veiðarnar eigi að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn Hvals halda allir vinnunni

Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er siðblinda?

Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög?Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka.

Skoðun
Fréttamynd

Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Lands­menn ó­sam­mála um á­kvörðun Svan­dísar

Landsmenn skiptast nokkuð jafnt í fylkingar þegar kemur að skoðun þeirra á ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið bann á hvalveiðum. Samkvæmt Þjóðarpúls Gallup eru tæp fjörutíu og tvö prósent ánægð með ákvörðunina en rúmlega þrjátíu og níu prósent eru óánægð.

Innlent
Fréttamynd

Öngstræti matvælaráðherra

„Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað um hvalina?

Ég hlustaði á Spengisand Bylgjunnar þann 9 júlí, m.a. viðtalið við Óla Björn Kárason þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um hvalveiðibannið.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur

Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur.

Innlent
Fréttamynd

Í­hugar að stefna Hvali hf. vegna launa­taps starfs­manna

Formaður Verkalýðsfélags Akraness íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna ef ekkert verði af vertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Enn sé hrópandi þögn um tvo þætti hval­veiði­bannsins

Verkalýðsfélag Akraness hefur sent Umboðsmanni Alþingis erindi vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að banna tímabundið veiðar á langreyðum. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hrópandi þögn vera um tvo þætti málsins. 

Innlent