Kosningar 2007 Dagar skóflustungna hjá ráðherrum runnir upp Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag um klukkan korter í fimm. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að Gestastofan verði fyrsta byggingin hér á landi sem verði byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum. Innlent 16.4.2009 12:09 Nýr stjórnarsáttmáli boðar breytingar á verkefnum ráðuneyta Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Innlent 23.5.2007 07:05 Flokksformennirnir ræða við þingmenn sína Stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verður væntanlega haldið áfram í dag en hlé var gert á þeim í gær. Gera má ráð fyrir að flokkarnir séu að ná saman. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins er viðbúið fundi klukkan 19 í kvöld og flokkstjórn Samfylkingarinnar er líka sagt að bíða átekta. Flokksformennirnir hafa rætt við þingmenn sína í morgun. Innlent 22.5.2007 06:55 Viðræðum haldið áfram í dag Stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verður fram haldið í dag og ef vel gengur gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir kvöldið. Talsmenn beggja flokka voru bjartsýnir eftir langan fund á Þingvöllum í gær en þegar málefnasamningur liggur fyrir verða þingflokkar beggja flokka kallaðir saman og samþykkis þeirra leitað. Þar verður væntanlegur ráðherralisti líka kynntur. Innlent 21.5.2007 07:51 Sagan endurtekur sig Sagan frá vorinu 1995, virðist nú vera að endurtaka sig með afar keimlíkum hætti. Þá skipti Davíð Oddsson Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður. Innlent 17.5.2007 19:07 Undrast vinnubrögð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Viðbrögð Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns frjálslyndra, eru varfærin við tíðindum dagsins. en hann undrast þó vinnubrögðin. Guðni Ágússton, varaformaður Framsóknarflokksins brigslar sjálfstæðis- og samfylkingarmönnum um leynimakk. Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Vinstri grænna, er hins vegar þeirrar skoðunar að tæpast hafi verið farið að leikreglum. Innlent 17.5.2007 19:05 Geir gengur á fund forseta á morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra gengur á fund forseta Íslands á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneytis sitt. Hann mun jafnframt óska eftir umboði til myndunar nýrrar meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Innlent 17.5.2007 19:03 Tólf ára samstarfi lokið Tólf ára stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lauk í dag. Forystumenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar munu á næstu dögum freista þess að mynda nýja stjórn sem hefði 13 manna meirihluta. Atburðarásin í íslenskum stjórnmálum hefur verið hröð í dag. Innlent 17.5.2007 18:58 Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun Fundi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur lauk nú fyrir stundu. Þar sögðu þau að samkomulag hefði náðst um að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Geir sagði að hann ætli að ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan ellefu í fyrramálið og biðjast lausnar. Þá ætlar hann einnig að biðja um umboð til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni. Innlent 17.5.2007 17:11 Geir og Ingibjörg ætla að funda í Alþingishúsinu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde hittast í Alþingishúsinu klukkan hálf fimm í dag. Gert er ráð fyrir að formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eigi viðræður um möguleika á að mynda ríkisstjórn eftir að viðræðum sjálfstæðismanna við Framsóknarflokkinn var hætt. Innlent 17.5.2007 15:36 Stjórnarsamstarfi slitið - Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í viðræður Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson tilkynntu sameiginlega niðurstöðu sína í stjórnarráðinu í dag um að þeir hefðu slitið 12 ára stjórnarsamstarfi flokkanna. Þá sagði Geir að hans fyrsti valkostur væri viðræður við Samfylkinguna. Samstaða var á milli flokkanna um að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi. Innlent 17.5.2007 14:31 Búist við yfirlýsingu innan nokkurra mínútna Yfirlýsingar er búist við frá stjórnarflokkunum tveimur eftir nokkrar mínútur. Framsóknarflokkurinn fundaði í dag í rúma þrjá klukkutíma. Strax eftir fundinn fóru Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, í stjórnarráðið á fund með Geir H. Haarde. Niðurstaða þeirrar fundar verður væntanlega efni yfirlýsingarinnar. Innlent 17.5.2007 14:23 Jón og Guðni funda með Geir H. Haarde Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins héldu rakleitt á fund forsætisráðherra í stjórnarráðinu að loknum fundi þingmanna Framsóknarflokksins og fleiri í dag. Fundur þeirra stendur enn yfir. Innlent 17.5.2007 14:16 Jón sagði ekkert eftir fund Framsóknarflokks Fundi Framsóknarflokksins lauk nú fyrir stundu. Jón Sigurðsson formaður flokksins vildi ekkert segja við fjölmiðla þegar hann kom út af fundinum. Aðrir ráðherrar sem sátu fundinn vildu ekkert segja við fjölmiðla. Innlent 17.5.2007 13:53 Framtíðarlandið hvetur til bóta á kosningafyrirkomulagi Stjórn Framtíðarlandsins telur misbresti á kosningafyrirkomulagi hafa orðið til þess að sitjandi stjorn fékk minnihluta atkvæða en haldi samt meirihluta á þingi. Samtökin hvetja nýkjörið Alþingi að bæta úr “þessum ágöllum.” Stjórnmálamönnum beri að virða vilja kjósenda. Minnihluti þeirra hafi greitt sitjandi stjórn atkvæði. Talsmenn umhverfisverndar hafi hins vegar fengið byr undir báða vængi. Innlent 16.5.2007 19:43 Jóhannes stóð ekki yfir kjósendum Hreinn Loftsson formaður stjórnar Baugs Group segir afstöðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra lýsa hroka í garð lýðræðislegra ákvarðana sem teknar eru af einstaklingum þegar þeir nýti sér kosningarétt sinn. Jóhannes Jónsson hafi ekki staðið yfir kjósendum þegar þeir gengu til kosninga síðastliðinn laugardag. Innlent 16.5.2007 18:50 Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. Innlent 15.5.2007 12:29 DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. Innlent 14.5.2007 23:41 Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins. Innlent 14.5.2007 22:14 Endurnýjun á samstarfi D og B nauðsynleg Geir H. Haarde sagði í dag að endurnýjun á sáttmála milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri nauðsynleg og hugsanlega breytt verkaskipting eftir fylgistap framsóknar í kosningunum. Ekki væri þó þörf á stjórnarmyndunarviðræðum nú þar sem stjórnin hefði haldið velli. Talsverðar efasemdir hafa heyrst meðal manna í röðum flokksins hvort endurnýja eigi samstarf við Framsókn. Innlent 14.5.2007 20:53 Niðurstöður kosninga í samræmi við veður Niðurstöður kosninganna á laugardag eru í góðu samræmi við veðrið á kjördag. Eins og greint hefur verið frá virðast náin tengsl vera á milli veðurs á kjördag og úrslita kosninga. Sigurður Þ. Ragnarsson bar saman úrslit kosninganna við veðrið á kjördag og komst að ýmsu forvitnilegu eins og fréttin hér ber með sér. Innlent 14.5.2007 20:30 Stjórnin hefði fallið ef vægi atkvæða væri jafnt Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. Mismörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann samkvæmt núverandi kosningakerfi. Þetta gerir það að verkum að stjórnarflokkarnir halda meirihluta þingmanna - 32 - þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu að fá samtals minnihluta atkvæða eða 48,3 prósent. Innlent 14.5.2007 20:14 Útstrikanir Björns enn í talningu Útlit er fyrir að útstrikanir á Birni Bjarnasyni og Árna Johnsen verði til þess að færa þá niður um eitt sæti á listum sínum. Enn er verið að telja atkvæði með útstrikunum. Á Suðurlandi strikaði ríflega fimmtungur kjósenda flokksins yfir nafn Árna Johnsen. Þetta veldur því að Kjartan Ólafsson færist upp fyrir Árna og verður annar kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en Árni verður þriðji. Innlent 14.5.2007 19:22 Haraldur tekur við af Ragnheiði Ákveðið hefur verið að Haraldur Sverrisson taki við af Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ í sumar þegar Ragnheiður heldur til starfa á Alþingi. Innlent 14.5.2007 15:08 Þingflokkur sjálfstæðismanna fundar í kvöld Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar í þinghúsinu í kvöld klukkan sex en þar stendur ekki til að ræða sérstaklega hugsanlegt áframahaldandi stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur þingflokksformanns. Innlent 14.5.2007 14:26 Kjósendur voru ekki að sýna Framsóknarflokknum reisupassann Kjósendur voru ekki að senda Framsóknarflokknum þau skilaboð að hann ætti að standa fyrir utan næstu ríkisstjórn. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann segir fyrst og fremst innbyrðis átök og neikvæða umræðu hafa valdið því að Framsóknarflokkurinn hafi fengið slæma kosningu. Hann reiknar með að flokkurinn missi ráðherrastóla haldi núverandi ríkisstjórnarsamstarf áfram. Innlent 14.5.2007 12:29 Árni færist að líkindum niður um eitt sæti Landskjörstjórn fær í dag lista yfir útstrikanir á listum Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi. Árni Johnsen mun að líkindum færast niður um eitt sæti en fimmtungur kjósenda flokksins strikuðu hann út. Það verður ekki fyrr en síðar í vikunni sem búið verður að fara yfir útstrikanir á Birni Bjarnasyni. Innlent 14.5.2007 12:26 Taka nokkra daga til að meta grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi Formenn stjórnarflokkanna segjast ætla að taka sér nokkra daga til að meta hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Vinstri grænna segir það fley svo laskað að það sé ekki haffært. Formaður Frjálslynda flokksins bauð í gærkvöldi upp á þann valkost að sinn flokkur kæmi inn í ríkisstjórnina. Innlent 14.5.2007 12:07 Ríkisstjórnin er pólitíkst fallin, segir Kristinn H. Kristinn H. Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi, segir að kosning hans hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir ríkisstjórnina ekki fallna tæknilega heldur pólitískt. Innlent 14.5.2007 09:41 Leiðtogarnir flestir á því að breytinga sé þörf á kjördæmakerfinu Formenn stjórnmálaflokkanna hittust í fjörlegum umræðum á Stöð 2 í kvöld. Þar voru úrslit kosninganna rædd og spáð í framhaldið. Menn virtust almennt á því að kjördæmakerfinu þyrfti að breyta. Innlent 13.5.2007 19:55 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 9 ›
Dagar skóflustungna hjá ráðherrum runnir upp Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag um klukkan korter í fimm. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að Gestastofan verði fyrsta byggingin hér á landi sem verði byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum. Innlent 16.4.2009 12:09
Nýr stjórnarsáttmáli boðar breytingar á verkefnum ráðuneyta Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Innlent 23.5.2007 07:05
Flokksformennirnir ræða við þingmenn sína Stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verður væntanlega haldið áfram í dag en hlé var gert á þeim í gær. Gera má ráð fyrir að flokkarnir séu að ná saman. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins er viðbúið fundi klukkan 19 í kvöld og flokkstjórn Samfylkingarinnar er líka sagt að bíða átekta. Flokksformennirnir hafa rætt við þingmenn sína í morgun. Innlent 22.5.2007 06:55
Viðræðum haldið áfram í dag Stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verður fram haldið í dag og ef vel gengur gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir kvöldið. Talsmenn beggja flokka voru bjartsýnir eftir langan fund á Þingvöllum í gær en þegar málefnasamningur liggur fyrir verða þingflokkar beggja flokka kallaðir saman og samþykkis þeirra leitað. Þar verður væntanlegur ráðherralisti líka kynntur. Innlent 21.5.2007 07:51
Sagan endurtekur sig Sagan frá vorinu 1995, virðist nú vera að endurtaka sig með afar keimlíkum hætti. Þá skipti Davíð Oddsson Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður. Innlent 17.5.2007 19:07
Undrast vinnubrögð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Viðbrögð Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns frjálslyndra, eru varfærin við tíðindum dagsins. en hann undrast þó vinnubrögðin. Guðni Ágússton, varaformaður Framsóknarflokksins brigslar sjálfstæðis- og samfylkingarmönnum um leynimakk. Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Vinstri grænna, er hins vegar þeirrar skoðunar að tæpast hafi verið farið að leikreglum. Innlent 17.5.2007 19:05
Geir gengur á fund forseta á morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra gengur á fund forseta Íslands á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneytis sitt. Hann mun jafnframt óska eftir umboði til myndunar nýrrar meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Innlent 17.5.2007 19:03
Tólf ára samstarfi lokið Tólf ára stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lauk í dag. Forystumenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar munu á næstu dögum freista þess að mynda nýja stjórn sem hefði 13 manna meirihluta. Atburðarásin í íslenskum stjórnmálum hefur verið hröð í dag. Innlent 17.5.2007 18:58
Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun Fundi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur lauk nú fyrir stundu. Þar sögðu þau að samkomulag hefði náðst um að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Geir sagði að hann ætli að ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan ellefu í fyrramálið og biðjast lausnar. Þá ætlar hann einnig að biðja um umboð til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni. Innlent 17.5.2007 17:11
Geir og Ingibjörg ætla að funda í Alþingishúsinu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde hittast í Alþingishúsinu klukkan hálf fimm í dag. Gert er ráð fyrir að formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eigi viðræður um möguleika á að mynda ríkisstjórn eftir að viðræðum sjálfstæðismanna við Framsóknarflokkinn var hætt. Innlent 17.5.2007 15:36
Stjórnarsamstarfi slitið - Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í viðræður Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson tilkynntu sameiginlega niðurstöðu sína í stjórnarráðinu í dag um að þeir hefðu slitið 12 ára stjórnarsamstarfi flokkanna. Þá sagði Geir að hans fyrsti valkostur væri viðræður við Samfylkinguna. Samstaða var á milli flokkanna um að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi. Innlent 17.5.2007 14:31
Búist við yfirlýsingu innan nokkurra mínútna Yfirlýsingar er búist við frá stjórnarflokkunum tveimur eftir nokkrar mínútur. Framsóknarflokkurinn fundaði í dag í rúma þrjá klukkutíma. Strax eftir fundinn fóru Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, í stjórnarráðið á fund með Geir H. Haarde. Niðurstaða þeirrar fundar verður væntanlega efni yfirlýsingarinnar. Innlent 17.5.2007 14:23
Jón og Guðni funda með Geir H. Haarde Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins héldu rakleitt á fund forsætisráðherra í stjórnarráðinu að loknum fundi þingmanna Framsóknarflokksins og fleiri í dag. Fundur þeirra stendur enn yfir. Innlent 17.5.2007 14:16
Jón sagði ekkert eftir fund Framsóknarflokks Fundi Framsóknarflokksins lauk nú fyrir stundu. Jón Sigurðsson formaður flokksins vildi ekkert segja við fjölmiðla þegar hann kom út af fundinum. Aðrir ráðherrar sem sátu fundinn vildu ekkert segja við fjölmiðla. Innlent 17.5.2007 13:53
Framtíðarlandið hvetur til bóta á kosningafyrirkomulagi Stjórn Framtíðarlandsins telur misbresti á kosningafyrirkomulagi hafa orðið til þess að sitjandi stjorn fékk minnihluta atkvæða en haldi samt meirihluta á þingi. Samtökin hvetja nýkjörið Alþingi að bæta úr “þessum ágöllum.” Stjórnmálamönnum beri að virða vilja kjósenda. Minnihluti þeirra hafi greitt sitjandi stjórn atkvæði. Talsmenn umhverfisverndar hafi hins vegar fengið byr undir báða vængi. Innlent 16.5.2007 19:43
Jóhannes stóð ekki yfir kjósendum Hreinn Loftsson formaður stjórnar Baugs Group segir afstöðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra lýsa hroka í garð lýðræðislegra ákvarðana sem teknar eru af einstaklingum þegar þeir nýti sér kosningarétt sinn. Jóhannes Jónsson hafi ekki staðið yfir kjósendum þegar þeir gengu til kosninga síðastliðinn laugardag. Innlent 16.5.2007 18:50
Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. Innlent 15.5.2007 12:29
DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. Innlent 14.5.2007 23:41
Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins. Innlent 14.5.2007 22:14
Endurnýjun á samstarfi D og B nauðsynleg Geir H. Haarde sagði í dag að endurnýjun á sáttmála milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri nauðsynleg og hugsanlega breytt verkaskipting eftir fylgistap framsóknar í kosningunum. Ekki væri þó þörf á stjórnarmyndunarviðræðum nú þar sem stjórnin hefði haldið velli. Talsverðar efasemdir hafa heyrst meðal manna í röðum flokksins hvort endurnýja eigi samstarf við Framsókn. Innlent 14.5.2007 20:53
Niðurstöður kosninga í samræmi við veður Niðurstöður kosninganna á laugardag eru í góðu samræmi við veðrið á kjördag. Eins og greint hefur verið frá virðast náin tengsl vera á milli veðurs á kjördag og úrslita kosninga. Sigurður Þ. Ragnarsson bar saman úrslit kosninganna við veðrið á kjördag og komst að ýmsu forvitnilegu eins og fréttin hér ber með sér. Innlent 14.5.2007 20:30
Stjórnin hefði fallið ef vægi atkvæða væri jafnt Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. Mismörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann samkvæmt núverandi kosningakerfi. Þetta gerir það að verkum að stjórnarflokkarnir halda meirihluta þingmanna - 32 - þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu að fá samtals minnihluta atkvæða eða 48,3 prósent. Innlent 14.5.2007 20:14
Útstrikanir Björns enn í talningu Útlit er fyrir að útstrikanir á Birni Bjarnasyni og Árna Johnsen verði til þess að færa þá niður um eitt sæti á listum sínum. Enn er verið að telja atkvæði með útstrikunum. Á Suðurlandi strikaði ríflega fimmtungur kjósenda flokksins yfir nafn Árna Johnsen. Þetta veldur því að Kjartan Ólafsson færist upp fyrir Árna og verður annar kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en Árni verður þriðji. Innlent 14.5.2007 19:22
Haraldur tekur við af Ragnheiði Ákveðið hefur verið að Haraldur Sverrisson taki við af Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ í sumar þegar Ragnheiður heldur til starfa á Alþingi. Innlent 14.5.2007 15:08
Þingflokkur sjálfstæðismanna fundar í kvöld Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar í þinghúsinu í kvöld klukkan sex en þar stendur ekki til að ræða sérstaklega hugsanlegt áframahaldandi stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur þingflokksformanns. Innlent 14.5.2007 14:26
Kjósendur voru ekki að sýna Framsóknarflokknum reisupassann Kjósendur voru ekki að senda Framsóknarflokknum þau skilaboð að hann ætti að standa fyrir utan næstu ríkisstjórn. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann segir fyrst og fremst innbyrðis átök og neikvæða umræðu hafa valdið því að Framsóknarflokkurinn hafi fengið slæma kosningu. Hann reiknar með að flokkurinn missi ráðherrastóla haldi núverandi ríkisstjórnarsamstarf áfram. Innlent 14.5.2007 12:29
Árni færist að líkindum niður um eitt sæti Landskjörstjórn fær í dag lista yfir útstrikanir á listum Sjálfstæðisflokks á Suðurlandi. Árni Johnsen mun að líkindum færast niður um eitt sæti en fimmtungur kjósenda flokksins strikuðu hann út. Það verður ekki fyrr en síðar í vikunni sem búið verður að fara yfir útstrikanir á Birni Bjarnasyni. Innlent 14.5.2007 12:26
Taka nokkra daga til að meta grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi Formenn stjórnarflokkanna segjast ætla að taka sér nokkra daga til að meta hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Vinstri grænna segir það fley svo laskað að það sé ekki haffært. Formaður Frjálslynda flokksins bauð í gærkvöldi upp á þann valkost að sinn flokkur kæmi inn í ríkisstjórnina. Innlent 14.5.2007 12:07
Ríkisstjórnin er pólitíkst fallin, segir Kristinn H. Kristinn H. Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi, segir að kosning hans hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir ríkisstjórnina ekki fallna tæknilega heldur pólitískt. Innlent 14.5.2007 09:41
Leiðtogarnir flestir á því að breytinga sé þörf á kjördæmakerfinu Formenn stjórnmálaflokkanna hittust í fjörlegum umræðum á Stöð 2 í kvöld. Þar voru úrslit kosninganna rædd og spáð í framhaldið. Menn virtust almennt á því að kjördæmakerfinu þyrfti að breyta. Innlent 13.5.2007 19:55
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið