Norðvesturkjördæmi

Fréttamynd

Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna

Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag  endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið.

Innlent
Fréttamynd

Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir

Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Ræða hvort fundirnir verði opnir öllum

Undirbúningskjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag á nefndarsviði Alþingis til að hefjast handa við að reyna að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem er komin upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Á fundinum verður formaður nefndarinnar valinn og meðal annars rætt hvort fundir hennar verði opnir eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Yfirstjórn í NV biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar

Yfirkjörstórn í Norðvesturkjördæmi biður frambjóðendur til Alþingis og kjósendur afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað við talningu atkvæða í kjördæminu. Yfirkjörstjórnin harmar þá stöðu sem upp er komin. Framkvæmd kosninga hefur bæði verið kærð til lögreglu og kjörbréfanefndar.

Innlent
Fréttamynd

Kæran komin í hendur forseta Alþingis

Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður, segist trúa því og treysta að þingmenn skoði kosningakæru sem hann afhenti forseta Alþingis í dag af fullri sanngirni og alvöru.

Innlent
Fréttamynd

Telur að fjöldi muni  leita réttar síns sama hvað verður ákveðið

Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem hefur þegar tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða. Hinir flokkarnir gera það síðar í dag. Oddviti Pirata hyggst kæra kosningarnar til Alþingis í dag. Þingmaður Samfylkingarinn segir líkur á að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns. 

Innlent
Fréttamynd

Tveir flokkar fá ekki sæti í kjör­bréfa­nefnd

Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjör­bréfa­nefnd Al­þingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endur­talninguna í Norð­vestur­kjör­dæmi. Á­kall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum.

Innlent
Fréttamynd

Mjög mikil­vægt að nefndin sé hlut­laus

Starfandi for­seti Al­þingis segir mikil­vægt að kjör­bréfa­nefnd njóti trausts og sé hlut­læg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunar­þing­menn eða þing­menn Norð­vestur­kjör­dæmis að taka sæti í nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legasti mis­brestur í lýð­veldis­sögunni

Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg

Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur.

Innlent
Fréttamynd

Svona virka innsigli á kjörkössum

Inn­sigli á kjör­kössum hafa verið til mikillar um­ræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vestur­kjör­dæmi, viður­kenndi í sam­tali við Vísi síðasta sunnu­dag að hann hefði ekki inn­siglað at­kvæði í kjör­dæminu eftir fyrstu talningu.

Innlent
Fréttamynd

Úthluta þingsætum á föstudaginn

Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar.

Innlent
Fréttamynd

Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs

Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn

Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu

Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vestur­kjör­dæmi, segir það alls ekki úti­lokað að starfs­menn Hótels Borgar­ness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan at­kvæði voru geymd þar ó­inn­sigluð áður en þau voru endur­talin síðasta sunnu­dag. Hann full­yrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggis­mynda­vélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosninga­svindl hafi verið framið.

Innlent
Fréttamynd

„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“

Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 

Innlent