Kolbeinn Óttarsson Proppé Að gefnu tilefni Rithöfundar, fræðimenn og blaðamenn tóku höndum saman í gær og sendu frá sér ályktun hvar minnt var á réttinn til þátttöku í opinni samfélagsumræðu. Það er vel; tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum samfélagsins. Ályktun Rithöfundasambands Íslands, Bandalags þýðenda, Reykjavíkurakademíunnar, Blaðamannafélags Íslands og PEN á Íslandi var gefin út „að gefnu tilefni“ en það var ekki skýrt nánar hvað það þýðir. Bakþankar 13.12.2011 22:17 Sögulegt samstöðuleysi Alþingi Íslendinga steig það merkilega spor í gær að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Segja má að með því hafi Ísland loks stigið skrefið til fulls, en Ísland hefur viðurkennt fullveldi og sjálfstæði Ísraelsríkis síðan árið 1947. Hitt ríkið sem átti að stofna, sjálfstætt ríki Palestínu, hefur nú fengið stuðning enn eins ríkisins við sjálfsagða kröfu sína um sanngjarna meðferð. Bakþankar 29.11.2011 21:49 Öfgar eru nauðsynlegar Ákveðin lenska er í opinberri umræðu að tala niður til fólks sem ber svo sterkar skoðanir til ákveðins málstaðar að það gæti, samkvæmt hefðbundinni orðræðu, hve skynsamleg sem hún er, kallast öfgar. Að grípa til þeirrar skilgreiningar að um öfgar sé að ræða virðist með öðrum orðum oft nóg til að gera lítið úr málflutningi þeim sem gagnrýndur er hverju sinni. Fastir pennar 7.11.2011 22:16 Sameinuðu þjóðirnar standa sig Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) samþykkti í gær aðild Palestínu að stofnuninni. Fjöldi ríkja, þar með talið Ísland, lét hótanir Bandaríkjanna um að hætta fjárstuðningi við stofnunina ekki á sig fá og samþykkti aðild Palestínu. Vonandi slær þetta tóninn fyrir afgreiðslu á umsókn Palestínu um aðild að sjálfum Sameinuðu þjóðunum. Bakþankar 31.10.2011 22:28 Burt með réttindi borgaranna Tillaga liggur nú fyrir Alþingi um að veita lögreglunni heimildir til að fylgjast með fólki, án þess að nokkur rökstuðningur liggi fyrir um hvort það hefur framið glæp eða ekki. Slíkt athæfi hefur verið klætt í fagmannlegt og ógagnsætt hugtak undir heitinu forvirkar rannsóknarheimildir, en hið ágæta orð njósnir nær því betur. Bakþankar 24.10.2011 21:51 Karlavandamálið endalausa Áfram stelpur standa á fætur, slítum allar gamlar rætur, þúsund ára kvennakúgunar.“ Við þennan og fleiri baráttusöngva kvennabaráttunnar ólst heil kynslóð upp. Baráttuandi var í lofti, konur lögðu niður störf og fylktu liði út á götur til að sýna mikilvægi sitt í samfélaginu. Mikilvægi sem öllum ætti að vera ljóst án beinna aðgerða. Þrjátíu og fimm árum síðar hafði samfélagið náð þeim árangri að konur lögðu niður störf 25 mínútum síðar, þar sem út frá launum metið höfðu þær tosast upp um einhver störf miðað við karlana. Bakþankar 10.10.2011 16:56 Jón og Reverend John Tjáningarfrelsið er á meðal mikilvægustu réttinda sem mannkynið hefur viðurkennt. Það að geta tjáð skoðun sína er einn af hornsteinum siðaðra samfélaga. Víða er tjáningarfrelsinu settar einhverjar skorður er lúta að meiðyrðum eða öðru því sem skerðir rétt annarra, þó þeir séu til sem trúa því að frelsi til að tjá skoðanir sínar eigi að vera öllu öðru æðra. Bakþankar 26.9.2011 16:47 Hinn óbreytti heimur Mikið hefur verið rætt og ritað um árás hryðjuverkamanna á skotmörk í Bandaríkjunum 11. september 2001. Skyldi engan undra; um hræðilega atburði var að ræða sem haft hafa mikil áhrif á heimsbyggðina. Nú, tíu árum síðar, er hins vegar grátlegast að líta yfir farinn veg og sjá þau tækifæri sem glatast hafa til að gera heiminn sem við öll búum í að betri stað. Þeim var fórnað á altari eigin hagsmuna, hefndarþorsta og gamaldags heimsmyndar. Leiðtoga heimsins skorti áræði og þor til að breyta til hins betra. Fastir pennar 12.9.2011 17:51 Þjóðin, það er ég Skakkaföll kalla ungir sjálfstæðismenn efnahagshrun heillar þjóðar. Þetta væri næstum broslegt ef þetta væru ekki þeir sem valdastöður flokksins munu erfa sem í hlut ættu. Erfa þær frá þeim sem bjuggu til það kerfi sem gerði hrunið mögulegt. Þannig er striki slegið yfir söguna í ungæðislegum ákafa SUS-aranna við að útmála þá sem nú eru við stjórnvölinn sem handbendi andskotans. Bakþankar 30.8.2011 08:18 Reiði er réttmæt pólitísk afstaða Menn keppast nú við að skilgreina hvað er á seyði í Bretlandi og gengur misvel. Helst er það skortur á pólitískum stefnumiðum sem stendur í fólki og verður til þess að ekki eru allir tilbúnir til að skrifa upp á að það sem á sér stað í borgum Bretlands núna sé annað en skrílslæti. Í slíkum hugleiðingum gleymist hins vegar að skrílslæti geta verið yfirlýsing, reiði getur verið réttmæt pólitísk afstaða. Bakþankar 15.8.2011 21:54 Krumpaður löber á veisluborði Það vakti nokkra athygli þegar fregnir bárust af því að mögulega þyrfti að grípa til nýrrar gjaldtöku eða að hækka þau gjöld sem fyrir eru til að standa undir vegakerfi landsins. Í ljós hefur komið að í fyrsta skipti í háa herrans tíð stóðu gjöld af bílum og olíu undir vegaframkvæmdum. Og ástæðan kemur ekki til af góðu; skorið hefur verið ótæpilega niður í vegaframkvæmdum. Bakþankar 18.7.2011 22:31 Vídeóleigulýðræðið Að horfa á myndband er góð skemmtun. Um þau einföldu sannindi ætti enginn að velkjast í vafa. Að velja myndbandið getur hins vegar verið þrautin þyngri. Bakþankar 4.7.2011 21:56 Aðskiljum til jöfnuðar Það er kannski eins og að sparka í liggjandi trúarsöfnuð að ætla að tjá sig um málefni þjóðkirkjunnar nú um stundir. Hins vegar er erfitt að láta undir hælinn leggjast að velta fyrir sér málefnum þeirrar stofnunar nú um stundir. Látum vera hennar innri málefni, sem mér sem utan hennar stendur ættu ekki að koma við. Um þau mega innanbúðarmenn véla að vild. Verra þykir mér þegar þeir gera það á launum frá mér og hvorki ég, né þeir fulltrúar sem ég kýs til að hafa áhrif fyrir mína hönd, fá um það ráðið. mönnum kann að þykja ýmislegt um þjóðkirkjuna. Fastir pennar 20.6.2011 21:38 Þjóðrembingurinn Landsmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í gær með hefðbundnum hætti. Dagurinn einkennist af tvennu; ríghaldi í horfnar hefðir með blómsveigum og ræðum og svo húllumhæi með mússík og kandíflossi. Fátt nýtt á ferð þar. Bakþankar 17.6.2011 20:00 Drápsleikir dátanna Ekki hefur það farið sérstaklega hátt í fjölmiðlum, en undanfarna daga hafa nokkur hundruð manns leikið sér í stríðsleik hér á landi. Settar hafa verið á svið sem "raunverulegastar aðstæður“ svo dátarnir venjist því sem best hvernig er að drepa aðra dáta. Líklega hafa þó margir þeirra nokkra reynslu í því. Til að kóróna stráksskapinn heitir þessi leikur Norðurvíkingur, en byssuleikurinn hefur verið haldinn reglulega hér á landi frá árinu 1991. Kostnaður íslenska ríkisins í ár nemur 30 milljónum króna. Bakþankar 6.6.2011 20:51 … en það geri ég ekki Þegar ég var ungur oflátungur í menntaskóla datt einhver okkar félaganna niður á eitt eintak úr hinni stórgóðu ritröð Íslenzk fyndni. Skoðun 6.1.2011 17:16 SI lýgur með tölum Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum. Skoðun 3.10.2010 22:33 Lítið höfum við lært Trauðla hefur komið út lærdómsríkara rit síðustu árin en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda bankahrunsins. Sé skýrslan lesin með opnum huga, án fyrirframgefinna skoðana um hverjum skuli mest kennt um hrunið, kemur í ljós hvílík brotalöm var á stjórnkerfinu hér á landi. Á það við um embættismenn jafnt sem stjórnmála- og í raun þann ramma sem við höfðum reist í kringum samfélagið. Bakþankar 26.7.2010 22:21 Albanía skömmuð enn á ný Bakþankar 13.7.2010 21:22 Mannréttindi í stað útrásar Ég upplifi það þannig að útrásarvíkingarnir hafi troðið svo miklum skít yfir landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr því reis þjóðfélag mannréttinda í stað peningadýrkunar." Þetta sagði glöð og reif kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð, fyrr um daginn, jöfn á við þær konur sem frekar vilja sofa hjá karlmönnum. Sjálf er hún lesbísk. Bakþankar 29.6.2010 20:30 Kolbeinn Óttarsson Proppe: Gullfiskahjálparstarfið Talið er að um 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. Fólk víða um heim brást við, misskjótt að vísu, gaf fé, íslenskar hjálparsveitir mættu snemma á svæðið og unnu gott starf. Um hríð snerist öll þjóðfélagsumræða hér á landi um Haítí, sjónvarp, útvarp og blöðin voru uppfull af fréttum af hörmungunum - og það réttilega. En síðan tók hversdagslífið við, af nógum áhyggjum var svo sem að taka hér heima. Bakþankar 15.6.2010 16:54 Maður skiptir ekki við hrotta Jæja. Þá hefur Ísraelum tekist að ganga fram af manni einu sinni enn. Ekki vegna þess að maður hafi til þeirra miklar væntingar; þeir hafa fyrir löngu sýnt að þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna. En einhvern veginn bjóst maður ekki við að þeir sykkju eins lágt og raun ber vitni. En kannski átti maður ekki að verða hissa, ekki þegar Ísraelar eru annars vegar. Bakþankar 1.6.2010 09:06 Kolbeinn Proppé: Forsetinn gegn þjóðinni Merkilegt ástand skapaðist í upphaf síðustu viku á Íslandi. Þau bjartsýnustu höfðu vonað að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, loksins þegar hún kæmi út, brygði einhverri ljóstíru á orsakir efnahagshrunsins. Þau svartsýnustu töldu hana gagnlausa. Enginn þorði að vona að í henni væri að finna það sem hún reyndist síðan geyma; heiðarlegt uppgjör við alla kima samfélagsins. Háa og lága, stjórnmál og eftirlitsstofnanir, þátttakendur og þá sem ekkert gerðu, bankamenn og stjórnendur banka. Allir fengu sinn skerf af gagnrýni. Og sátt skapaðist. Bakþankar 20.4.2010 22:26 Listi hinna viljugu þjóða Í gær gat að líta nokkuð sem allt of oft gleymist þegar stríð eru rædd, sérstaklega hér í öryggi Íslands, nefnilega að í þeim deyr fólk. Drepst. Er drepið á hroðalegan hátt. Bakþankar 5.4.2010 22:26 Að snupra siðferðið Sérkennileg umræða hefur komið upp í kjölfar hugmynda um að hernaðarfyrirtæki frá Hollandi hefji starfsemi á Suðurnesjum. Bakþankar 24.3.2010 10:48 Rífum plásturinn af Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var á mánudag haldinn í hundraðasta sinn. Ráðstefnur voru haldnar, málþing setin og vonandi nýttu einhver daginn til að hugleiða stöðu þessa málaflokks. Stöðu sem er fáránlega vond. Reglulega kemur í ljós hve ástandið er bágborið í þessum efnum og hve skammt á veg við erum komin. Það vekur mann til umhugsunar um hvort réttum meðulum sé beitt. Bakþankar 9.3.2010 22:18 Vinstrið var alltaf í vörn Það hefur stundum tekið á að vera vinstrimaður á Íslandi, ekki síst í miðjum uppgangi peningahyggjunnar. Raunar hefur peningahyggja gegnsýrt þjóðfélagið lengi, þó um þverbak hafi keyrt í hlutabréfa- og myntkörfulánageðveiki síðustu ára fyrir hrun. Það að vera vinstrimaður hefur nefnilega lengi afmarkast af því að vera í vörn. Á meðan hugmyndafræði þeirra til hægri var ljós, voru vinstrimenn alltaf að verja eitthvað. Það á bæði við um verkalýðshreyfingu og stjórnmálamenn. Bakþankar 23.2.2010 16:57 Hver eru skilaboðin? Á dögunum bárust af því fregnir að ákæruvaldið hefði tekið sig til og kært níu mótmælendur sem ruddust inn á palla Alþingis. Fólkið hafði frammi háreysti og pústrar urðu. Þá var bitið í fingur og gott ef ekki eitt stykki herðablað. Sem sagt, átök urðu og í framhaldi var kært. Allt of algengt í miðbænum, en að þessu sinni var líkamsárás ekki kærð heldur það að ráðast að Alþingi „svo að því eða sjálfstæði þess sé hætta búin", líkt og segir í hegningarlögunum. Bakþankar 28.1.2010 14:10 Þrúðgur þrætudraugur Og það er byrjað á ný. Aftur hefur verið tekinn snúningur á Icesave og í hugum margra virðumst við vera komin á byrjunarreit. Nú á víst ekki að borga neitt, eða hvað? Samstaða sem fyrir nokkrum dögum virtist vera fyrir hendi um eitthvert lágmark er horfin út í veður og vind. Bakþankar 12.1.2010 18:27 Að þekkja söguna Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Bakþankar 2.12.2009 10:17 « ‹ 2 3 4 5 6 ›
Að gefnu tilefni Rithöfundar, fræðimenn og blaðamenn tóku höndum saman í gær og sendu frá sér ályktun hvar minnt var á réttinn til þátttöku í opinni samfélagsumræðu. Það er vel; tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum samfélagsins. Ályktun Rithöfundasambands Íslands, Bandalags þýðenda, Reykjavíkurakademíunnar, Blaðamannafélags Íslands og PEN á Íslandi var gefin út „að gefnu tilefni“ en það var ekki skýrt nánar hvað það þýðir. Bakþankar 13.12.2011 22:17
Sögulegt samstöðuleysi Alþingi Íslendinga steig það merkilega spor í gær að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Segja má að með því hafi Ísland loks stigið skrefið til fulls, en Ísland hefur viðurkennt fullveldi og sjálfstæði Ísraelsríkis síðan árið 1947. Hitt ríkið sem átti að stofna, sjálfstætt ríki Palestínu, hefur nú fengið stuðning enn eins ríkisins við sjálfsagða kröfu sína um sanngjarna meðferð. Bakþankar 29.11.2011 21:49
Öfgar eru nauðsynlegar Ákveðin lenska er í opinberri umræðu að tala niður til fólks sem ber svo sterkar skoðanir til ákveðins málstaðar að það gæti, samkvæmt hefðbundinni orðræðu, hve skynsamleg sem hún er, kallast öfgar. Að grípa til þeirrar skilgreiningar að um öfgar sé að ræða virðist með öðrum orðum oft nóg til að gera lítið úr málflutningi þeim sem gagnrýndur er hverju sinni. Fastir pennar 7.11.2011 22:16
Sameinuðu þjóðirnar standa sig Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) samþykkti í gær aðild Palestínu að stofnuninni. Fjöldi ríkja, þar með talið Ísland, lét hótanir Bandaríkjanna um að hætta fjárstuðningi við stofnunina ekki á sig fá og samþykkti aðild Palestínu. Vonandi slær þetta tóninn fyrir afgreiðslu á umsókn Palestínu um aðild að sjálfum Sameinuðu þjóðunum. Bakþankar 31.10.2011 22:28
Burt með réttindi borgaranna Tillaga liggur nú fyrir Alþingi um að veita lögreglunni heimildir til að fylgjast með fólki, án þess að nokkur rökstuðningur liggi fyrir um hvort það hefur framið glæp eða ekki. Slíkt athæfi hefur verið klætt í fagmannlegt og ógagnsætt hugtak undir heitinu forvirkar rannsóknarheimildir, en hið ágæta orð njósnir nær því betur. Bakþankar 24.10.2011 21:51
Karlavandamálið endalausa Áfram stelpur standa á fætur, slítum allar gamlar rætur, þúsund ára kvennakúgunar.“ Við þennan og fleiri baráttusöngva kvennabaráttunnar ólst heil kynslóð upp. Baráttuandi var í lofti, konur lögðu niður störf og fylktu liði út á götur til að sýna mikilvægi sitt í samfélaginu. Mikilvægi sem öllum ætti að vera ljóst án beinna aðgerða. Þrjátíu og fimm árum síðar hafði samfélagið náð þeim árangri að konur lögðu niður störf 25 mínútum síðar, þar sem út frá launum metið höfðu þær tosast upp um einhver störf miðað við karlana. Bakþankar 10.10.2011 16:56
Jón og Reverend John Tjáningarfrelsið er á meðal mikilvægustu réttinda sem mannkynið hefur viðurkennt. Það að geta tjáð skoðun sína er einn af hornsteinum siðaðra samfélaga. Víða er tjáningarfrelsinu settar einhverjar skorður er lúta að meiðyrðum eða öðru því sem skerðir rétt annarra, þó þeir séu til sem trúa því að frelsi til að tjá skoðanir sínar eigi að vera öllu öðru æðra. Bakþankar 26.9.2011 16:47
Hinn óbreytti heimur Mikið hefur verið rætt og ritað um árás hryðjuverkamanna á skotmörk í Bandaríkjunum 11. september 2001. Skyldi engan undra; um hræðilega atburði var að ræða sem haft hafa mikil áhrif á heimsbyggðina. Nú, tíu árum síðar, er hins vegar grátlegast að líta yfir farinn veg og sjá þau tækifæri sem glatast hafa til að gera heiminn sem við öll búum í að betri stað. Þeim var fórnað á altari eigin hagsmuna, hefndarþorsta og gamaldags heimsmyndar. Leiðtoga heimsins skorti áræði og þor til að breyta til hins betra. Fastir pennar 12.9.2011 17:51
Þjóðin, það er ég Skakkaföll kalla ungir sjálfstæðismenn efnahagshrun heillar þjóðar. Þetta væri næstum broslegt ef þetta væru ekki þeir sem valdastöður flokksins munu erfa sem í hlut ættu. Erfa þær frá þeim sem bjuggu til það kerfi sem gerði hrunið mögulegt. Þannig er striki slegið yfir söguna í ungæðislegum ákafa SUS-aranna við að útmála þá sem nú eru við stjórnvölinn sem handbendi andskotans. Bakþankar 30.8.2011 08:18
Reiði er réttmæt pólitísk afstaða Menn keppast nú við að skilgreina hvað er á seyði í Bretlandi og gengur misvel. Helst er það skortur á pólitískum stefnumiðum sem stendur í fólki og verður til þess að ekki eru allir tilbúnir til að skrifa upp á að það sem á sér stað í borgum Bretlands núna sé annað en skrílslæti. Í slíkum hugleiðingum gleymist hins vegar að skrílslæti geta verið yfirlýsing, reiði getur verið réttmæt pólitísk afstaða. Bakþankar 15.8.2011 21:54
Krumpaður löber á veisluborði Það vakti nokkra athygli þegar fregnir bárust af því að mögulega þyrfti að grípa til nýrrar gjaldtöku eða að hækka þau gjöld sem fyrir eru til að standa undir vegakerfi landsins. Í ljós hefur komið að í fyrsta skipti í háa herrans tíð stóðu gjöld af bílum og olíu undir vegaframkvæmdum. Og ástæðan kemur ekki til af góðu; skorið hefur verið ótæpilega niður í vegaframkvæmdum. Bakþankar 18.7.2011 22:31
Vídeóleigulýðræðið Að horfa á myndband er góð skemmtun. Um þau einföldu sannindi ætti enginn að velkjast í vafa. Að velja myndbandið getur hins vegar verið þrautin þyngri. Bakþankar 4.7.2011 21:56
Aðskiljum til jöfnuðar Það er kannski eins og að sparka í liggjandi trúarsöfnuð að ætla að tjá sig um málefni þjóðkirkjunnar nú um stundir. Hins vegar er erfitt að láta undir hælinn leggjast að velta fyrir sér málefnum þeirrar stofnunar nú um stundir. Látum vera hennar innri málefni, sem mér sem utan hennar stendur ættu ekki að koma við. Um þau mega innanbúðarmenn véla að vild. Verra þykir mér þegar þeir gera það á launum frá mér og hvorki ég, né þeir fulltrúar sem ég kýs til að hafa áhrif fyrir mína hönd, fá um það ráðið. mönnum kann að þykja ýmislegt um þjóðkirkjuna. Fastir pennar 20.6.2011 21:38
Þjóðrembingurinn Landsmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í gær með hefðbundnum hætti. Dagurinn einkennist af tvennu; ríghaldi í horfnar hefðir með blómsveigum og ræðum og svo húllumhæi með mússík og kandíflossi. Fátt nýtt á ferð þar. Bakþankar 17.6.2011 20:00
Drápsleikir dátanna Ekki hefur það farið sérstaklega hátt í fjölmiðlum, en undanfarna daga hafa nokkur hundruð manns leikið sér í stríðsleik hér á landi. Settar hafa verið á svið sem "raunverulegastar aðstæður“ svo dátarnir venjist því sem best hvernig er að drepa aðra dáta. Líklega hafa þó margir þeirra nokkra reynslu í því. Til að kóróna stráksskapinn heitir þessi leikur Norðurvíkingur, en byssuleikurinn hefur verið haldinn reglulega hér á landi frá árinu 1991. Kostnaður íslenska ríkisins í ár nemur 30 milljónum króna. Bakþankar 6.6.2011 20:51
… en það geri ég ekki Þegar ég var ungur oflátungur í menntaskóla datt einhver okkar félaganna niður á eitt eintak úr hinni stórgóðu ritröð Íslenzk fyndni. Skoðun 6.1.2011 17:16
SI lýgur með tölum Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum. Skoðun 3.10.2010 22:33
Lítið höfum við lært Trauðla hefur komið út lærdómsríkara rit síðustu árin en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda bankahrunsins. Sé skýrslan lesin með opnum huga, án fyrirframgefinna skoðana um hverjum skuli mest kennt um hrunið, kemur í ljós hvílík brotalöm var á stjórnkerfinu hér á landi. Á það við um embættismenn jafnt sem stjórnmála- og í raun þann ramma sem við höfðum reist í kringum samfélagið. Bakþankar 26.7.2010 22:21
Mannréttindi í stað útrásar Ég upplifi það þannig að útrásarvíkingarnir hafi troðið svo miklum skít yfir landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr því reis þjóðfélag mannréttinda í stað peningadýrkunar." Þetta sagði glöð og reif kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð, fyrr um daginn, jöfn á við þær konur sem frekar vilja sofa hjá karlmönnum. Sjálf er hún lesbísk. Bakþankar 29.6.2010 20:30
Kolbeinn Óttarsson Proppe: Gullfiskahjálparstarfið Talið er að um 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. Fólk víða um heim brást við, misskjótt að vísu, gaf fé, íslenskar hjálparsveitir mættu snemma á svæðið og unnu gott starf. Um hríð snerist öll þjóðfélagsumræða hér á landi um Haítí, sjónvarp, útvarp og blöðin voru uppfull af fréttum af hörmungunum - og það réttilega. En síðan tók hversdagslífið við, af nógum áhyggjum var svo sem að taka hér heima. Bakþankar 15.6.2010 16:54
Maður skiptir ekki við hrotta Jæja. Þá hefur Ísraelum tekist að ganga fram af manni einu sinni enn. Ekki vegna þess að maður hafi til þeirra miklar væntingar; þeir hafa fyrir löngu sýnt að þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna. En einhvern veginn bjóst maður ekki við að þeir sykkju eins lágt og raun ber vitni. En kannski átti maður ekki að verða hissa, ekki þegar Ísraelar eru annars vegar. Bakþankar 1.6.2010 09:06
Kolbeinn Proppé: Forsetinn gegn þjóðinni Merkilegt ástand skapaðist í upphaf síðustu viku á Íslandi. Þau bjartsýnustu höfðu vonað að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, loksins þegar hún kæmi út, brygði einhverri ljóstíru á orsakir efnahagshrunsins. Þau svartsýnustu töldu hana gagnlausa. Enginn þorði að vona að í henni væri að finna það sem hún reyndist síðan geyma; heiðarlegt uppgjör við alla kima samfélagsins. Háa og lága, stjórnmál og eftirlitsstofnanir, þátttakendur og þá sem ekkert gerðu, bankamenn og stjórnendur banka. Allir fengu sinn skerf af gagnrýni. Og sátt skapaðist. Bakþankar 20.4.2010 22:26
Listi hinna viljugu þjóða Í gær gat að líta nokkuð sem allt of oft gleymist þegar stríð eru rædd, sérstaklega hér í öryggi Íslands, nefnilega að í þeim deyr fólk. Drepst. Er drepið á hroðalegan hátt. Bakþankar 5.4.2010 22:26
Að snupra siðferðið Sérkennileg umræða hefur komið upp í kjölfar hugmynda um að hernaðarfyrirtæki frá Hollandi hefji starfsemi á Suðurnesjum. Bakþankar 24.3.2010 10:48
Rífum plásturinn af Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var á mánudag haldinn í hundraðasta sinn. Ráðstefnur voru haldnar, málþing setin og vonandi nýttu einhver daginn til að hugleiða stöðu þessa málaflokks. Stöðu sem er fáránlega vond. Reglulega kemur í ljós hve ástandið er bágborið í þessum efnum og hve skammt á veg við erum komin. Það vekur mann til umhugsunar um hvort réttum meðulum sé beitt. Bakþankar 9.3.2010 22:18
Vinstrið var alltaf í vörn Það hefur stundum tekið á að vera vinstrimaður á Íslandi, ekki síst í miðjum uppgangi peningahyggjunnar. Raunar hefur peningahyggja gegnsýrt þjóðfélagið lengi, þó um þverbak hafi keyrt í hlutabréfa- og myntkörfulánageðveiki síðustu ára fyrir hrun. Það að vera vinstrimaður hefur nefnilega lengi afmarkast af því að vera í vörn. Á meðan hugmyndafræði þeirra til hægri var ljós, voru vinstrimenn alltaf að verja eitthvað. Það á bæði við um verkalýðshreyfingu og stjórnmálamenn. Bakþankar 23.2.2010 16:57
Hver eru skilaboðin? Á dögunum bárust af því fregnir að ákæruvaldið hefði tekið sig til og kært níu mótmælendur sem ruddust inn á palla Alþingis. Fólkið hafði frammi háreysti og pústrar urðu. Þá var bitið í fingur og gott ef ekki eitt stykki herðablað. Sem sagt, átök urðu og í framhaldi var kært. Allt of algengt í miðbænum, en að þessu sinni var líkamsárás ekki kærð heldur það að ráðast að Alþingi „svo að því eða sjálfstæði þess sé hætta búin", líkt og segir í hegningarlögunum. Bakþankar 28.1.2010 14:10
Þrúðgur þrætudraugur Og það er byrjað á ný. Aftur hefur verið tekinn snúningur á Icesave og í hugum margra virðumst við vera komin á byrjunarreit. Nú á víst ekki að borga neitt, eða hvað? Samstaða sem fyrir nokkrum dögum virtist vera fyrir hendi um eitthvert lágmark er horfin út í veður og vind. Bakþankar 12.1.2010 18:27
Að þekkja söguna Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Bakþankar 2.12.2009 10:17
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið