Jarðskjálfti í Japan Fréttaskýring: Land þrýstist upp en ekki til hliðar Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. Innlent 11.3.2011 22:24 Hörmulegt ástand í Japan: Að minnsta kosti 1700 látnir Gríðarlega öflug sprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Fukushima í Japan í morgun. Búið er ná til allra íslendinga sem dvelja í landinu. Eyðileggingin á svæðinu er gríðarleg og tala látinna nálgast 1700 manns. Erlent 12.3.2011 18:08 Ástandið alvarlegt á meðan kælibúnaður er í ólagi Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. Erlent 12.3.2011 13:21 Ótrúlegar loftmyndir frá Japan Ótrúlegar myndir berast frá Japan eftir að jarðskjálfti upp á 8,9 stig reið þar yfir í gærmorgun. Talið er að yfir 1300 manns séu látnir og fjölmargra er saknað. Eignatjónið á svæðinu er gríðarlegt og hafa heilu bæirnir þurrkast út. Erlent 12.3.2011 13:07 Eiturgufur leka frá kjarnorkuverinu Sprengingin í kjarnorkuverinu í borginni Fukushima í morgun var gríðarlega öflug en fjórir starfsmenn kjarnorkuversins slösuðust þegar þeir unnu að viðgerð á kælikerfi sem hafði laskast í skjálftanum í gær. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leiki hafi komið komið þar upp. Erlent 12.3.2011 11:55 Sendi Japanskeisara samúðarkveðjur frá íslensku þjóðinni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Akihito Japanskeisara samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni. Innlent 12.3.2011 11:03 Íslensku björgunarsveitamennirnir fara ekki til Japans Ljóst er að íslenska alþjóðabjörgunarsveitin kemur ekki til með að fara til Japans að sinna rústaleit vegna jarðskjálftans. Þetta staðfestir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Innlent 12.3.2011 09:45 Öflug sprenging í japönsku kjarnorkuveri Öflug sprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Fukushima í Japan í morgun sem talin er ógna öryggi landsins. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leki hafi komið þar upp. Erlent 12.3.2011 09:23 Um 300 lík við strandlengjuna - farþegalestar er saknað Japanskar fréttastofur greina nú frá því að 2 til 300 lík hafi fundist við norðausturströnd landsins þar sem tíu metra há flóðbylgja skall á í kjölfar risaskjálftans í morgun. Gríðarleg sprenging varð einnig í efnaverksmiðju í borginni Sendai sem verst varð úti í flóðinu og ekkert hefur spurst til farþegalestar sem var á ferð þegar bylgjan skall á strandlengjunni. Þá er óttast um afdrif hundrað farþega ferju sem varð fyrir flóðbylgjunni. Erlent 11.3.2011 13:47 Húsið byrjaði að vagga Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, starfsmaður UN Women í Japan, var stödd í Osaka þegar jarðskjálftinn reið yfir og sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir honum. Hún var í miðri ræðu á hátíðarhöldum í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þegar hún segir húsið hafa byrjað að vagga. Innlent 11.3.2011 12:34 Alveg viss um að skólinn myndi hrynja "Ég var akkúrat í háskólanum í þreki þegar ég fann fyrir skjálftanum," segir Villimey Sigurbjörnsdóttir, skiptinemi við J.F. Oberlin háskólann í Machida sem er á Tókíó-svæðinu. "Ég hef aldrei fundið fyrir svona rosalegum skjálfta áður. Ég var um tíma alveg viss um að ein skólabyggingin myndi annað hvort hrynja eða glerin brotna," segir hún. Innlent 11.3.2011 12:13 Utanríkisráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun Í kjölfar jarðskjálftans sem varð við strendur Japans í morgun varar utanríkisráðuneytið við flóðbylgjuhættu á ströndum við Kyrrahaf. Ráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vita um vini og ættingja á þessum svæðum að setja sig í samband við þá og fullvissa sig um að þeir séu meðvitaðir um hættuna og haldi sambandi við ættingja sína á Íslandi eftir atvikum. Fólk sem hefur áhyggjur af ættingjum sem eru staddir á hættusvæðinu er beðið að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900. Ráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun og ráðleggur Íslendingum á þessu svæði að fylgjast grannt með viðvörunum stjórnvalda og fjölmiðlum á staðnum. Innlent 11.3.2011 11:40 Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. "Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik. Hann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá. Erlent 11.3.2011 11:07 Jarðskjálftinn í Japan lækkar olíuverðið Jarðskjálftinn í Japan hefur leitt til þess að fleiri olíuhreinsistöðvar í landinu hafa lokað. Þetta hefur svo aftur haft þau áhrif að heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert í dag. Viðskipti erlent 11.3.2011 10:57 Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. Erlent 11.3.2011 10:50 Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. Erlent 11.3.2011 10:01 Alþjóðabjörgunarsveitin á vöktunarstigi Vegna jarðskjálftans í Japan var Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sett á svokallað vöktunarstig klukkan átta í morgun. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vöktunarstig feli í sér að stjórnendur fylgist vel með með ástandinu og því hvort japönsk stjórnvöld biðji um aðstoð frá alþjóðasamfélaginu, sem þau hafa ekki gert. Innlent 11.3.2011 09:36 Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. Erlent 11.3.2011 07:28 Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. Erlent 11.3.2011 06:35 « ‹ 1 2 3 ›
Fréttaskýring: Land þrýstist upp en ekki til hliðar Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. Innlent 11.3.2011 22:24
Hörmulegt ástand í Japan: Að minnsta kosti 1700 látnir Gríðarlega öflug sprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Fukushima í Japan í morgun. Búið er ná til allra íslendinga sem dvelja í landinu. Eyðileggingin á svæðinu er gríðarleg og tala látinna nálgast 1700 manns. Erlent 12.3.2011 18:08
Ástandið alvarlegt á meðan kælibúnaður er í ólagi Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. Erlent 12.3.2011 13:21
Ótrúlegar loftmyndir frá Japan Ótrúlegar myndir berast frá Japan eftir að jarðskjálfti upp á 8,9 stig reið þar yfir í gærmorgun. Talið er að yfir 1300 manns séu látnir og fjölmargra er saknað. Eignatjónið á svæðinu er gríðarlegt og hafa heilu bæirnir þurrkast út. Erlent 12.3.2011 13:07
Eiturgufur leka frá kjarnorkuverinu Sprengingin í kjarnorkuverinu í borginni Fukushima í morgun var gríðarlega öflug en fjórir starfsmenn kjarnorkuversins slösuðust þegar þeir unnu að viðgerð á kælikerfi sem hafði laskast í skjálftanum í gær. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leiki hafi komið komið þar upp. Erlent 12.3.2011 11:55
Sendi Japanskeisara samúðarkveðjur frá íslensku þjóðinni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Akihito Japanskeisara samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni. Innlent 12.3.2011 11:03
Íslensku björgunarsveitamennirnir fara ekki til Japans Ljóst er að íslenska alþjóðabjörgunarsveitin kemur ekki til með að fara til Japans að sinna rústaleit vegna jarðskjálftans. Þetta staðfestir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Innlent 12.3.2011 09:45
Öflug sprenging í japönsku kjarnorkuveri Öflug sprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Fukushima í Japan í morgun sem talin er ógna öryggi landsins. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leki hafi komið þar upp. Erlent 12.3.2011 09:23
Um 300 lík við strandlengjuna - farþegalestar er saknað Japanskar fréttastofur greina nú frá því að 2 til 300 lík hafi fundist við norðausturströnd landsins þar sem tíu metra há flóðbylgja skall á í kjölfar risaskjálftans í morgun. Gríðarleg sprenging varð einnig í efnaverksmiðju í borginni Sendai sem verst varð úti í flóðinu og ekkert hefur spurst til farþegalestar sem var á ferð þegar bylgjan skall á strandlengjunni. Þá er óttast um afdrif hundrað farþega ferju sem varð fyrir flóðbylgjunni. Erlent 11.3.2011 13:47
Húsið byrjaði að vagga Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, starfsmaður UN Women í Japan, var stödd í Osaka þegar jarðskjálftinn reið yfir og sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir honum. Hún var í miðri ræðu á hátíðarhöldum í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þegar hún segir húsið hafa byrjað að vagga. Innlent 11.3.2011 12:34
Alveg viss um að skólinn myndi hrynja "Ég var akkúrat í háskólanum í þreki þegar ég fann fyrir skjálftanum," segir Villimey Sigurbjörnsdóttir, skiptinemi við J.F. Oberlin háskólann í Machida sem er á Tókíó-svæðinu. "Ég hef aldrei fundið fyrir svona rosalegum skjálfta áður. Ég var um tíma alveg viss um að ein skólabyggingin myndi annað hvort hrynja eða glerin brotna," segir hún. Innlent 11.3.2011 12:13
Utanríkisráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun Í kjölfar jarðskjálftans sem varð við strendur Japans í morgun varar utanríkisráðuneytið við flóðbylgjuhættu á ströndum við Kyrrahaf. Ráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vita um vini og ættingja á þessum svæðum að setja sig í samband við þá og fullvissa sig um að þeir séu meðvitaðir um hættuna og haldi sambandi við ættingja sína á Íslandi eftir atvikum. Fólk sem hefur áhyggjur af ættingjum sem eru staddir á hættusvæðinu er beðið að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900. Ráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun og ráðleggur Íslendingum á þessu svæði að fylgjast grannt með viðvörunum stjórnvalda og fjölmiðlum á staðnum. Innlent 11.3.2011 11:40
Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. "Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik. Hann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá. Erlent 11.3.2011 11:07
Jarðskjálftinn í Japan lækkar olíuverðið Jarðskjálftinn í Japan hefur leitt til þess að fleiri olíuhreinsistöðvar í landinu hafa lokað. Þetta hefur svo aftur haft þau áhrif að heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert í dag. Viðskipti erlent 11.3.2011 10:57
Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. Erlent 11.3.2011 10:50
Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. Erlent 11.3.2011 10:01
Alþjóðabjörgunarsveitin á vöktunarstigi Vegna jarðskjálftans í Japan var Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sett á svokallað vöktunarstig klukkan átta í morgun. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vöktunarstig feli í sér að stjórnendur fylgist vel með með ástandinu og því hvort japönsk stjórnvöld biðji um aðstoð frá alþjóðasamfélaginu, sem þau hafa ekki gert. Innlent 11.3.2011 09:36
Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. Erlent 11.3.2011 07:28
Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. Erlent 11.3.2011 06:35
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið