Andlát Jóhannesar Páls II páfa

Fréttamynd

Páfa fagnaði í Þýskalandi

Tugþúsundir skælbrosandi ungmenna fögnuðu Benedikt páfa sextánda gríðarlega þegar hann kom til Þýskalands í morgun. Hann er þar til að taka þátt í kaþólskum æskulýðsdegi og messu á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig Ratzinger komst í páfastól

Fyrir fáeinum árum – þá sagði Ratzinger kunningja sínum í trúnaði að hann byggist fastlega við að verða páfi þegar Jóhannes Páll hyrfi til Guðs. Og spænska sjónvarpið sýndi á dögunum póstkort sem Joseph Ratzinger sendi fyrir tveimur árum spænskum vini sínum. Undirskriftin var ekki Joseph Ratzinger – heldur Benedikt sextándi.....

Skoðun
Fréttamynd

Ratzinger vígður páfi

Benedikt sextándi er formlega tekinn við embætti páfa. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í gær í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins".

Erlent
Fréttamynd

Ratzinger millibilspáfi

Andi Jóhannesar Páls páfa II mun svífa yfir vötnum í Vatíkaninu um hríð því að nýi páfinn, Benedikt XVI, er sagður eins konar millibilspáfi sem ætlað er að fylgja stefnu forvera sína eftir. Kjöri Josephs Ratzingers er víða fagnað en ekki alls staðar.

Erlent
Fréttamynd

Sameining allra kristinna manna

Fyrsta messa Josephs Ratzingers eftir að hann var kjörinn páfi fór fram í morgun. Þar talaði hann m.a. um að reyna að sameina alla kristna menn veraldar.

Erlent
Fréttamynd

Svartur reykur frá kapellu

Rétt fyrir klukkan tíu í morgun steig svartur reykur upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni í Róm til marks um að önnur atkvæðagreiðsla kardínálanna um nýjan páfa hefði ekki skilað tilskildum meirihluta. Búist er við þremur atkvæðagreiðslum til viðbótar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ratzinger verður Benedikt XVI

Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda.

Erlent
Fréttamynd

Var yfirmaður rannsóknarréttar

Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins.

Erlent
Fréttamynd

Joseph Ratzinger kjörinn páfi

Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta umferð páfakjörs í kvöld?

Kardínálarnir eitt hundrað og fimmtán, sem kjósa nýjan páfa, loka sig inni í Sixtínsku kapellunni laust fyrir klukkan þrjú í dag og hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu. Hugsanlegt er að fyrsta umferð atkvæðagreiðslunnar fari svo fram strax í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Hvíta reyksins beðið

Kjörfundur hófst í Páfagarði í gær en kardinálunum tókst ekki að komast að samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð. Í predikun fyrir kjörfundinn lýsti Ratzinger kardináli afstæðishyggju sem einni helstu ógn nútímans.

Erlent
Fréttamynd

Kardínálarnir loka sig af

Kardínálarnir 115 sem fá að kjósa nýjan páfa hafa nú lokað sig inni í Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu. Þúsundir manna bíða á Péturstorginu til að sjá reykinn liðast upp eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna sem gæti allt eins orðið í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Reykur upp úr strompinum

Þær fréttir voru að berast frá Róm að svartur reykur hefði stigið upp um strompinn á Sixtínsku kapellunni. Það þýðir að þegar hefur verið gengið til einnar atkvæðagreiðslu um nýjan páfa en enginn hefur fengið tilskilinn meirihluta.

Erlent
Fréttamynd

Veðjað á Ratzinger í veðbönkum

Nú þegar aðeins tæpur sólarhringur er þangað til kardínálar kaþólsku kirkjunnar loka sig af í Sixtínsku kapellunni til að velja páfa keppast menn við að veðja um hver verði fyrir valinu. Ef mið er tekið af veðbönkum má búast við að hinn 78 ára Joseph Ratzinger, kardínáli frá Þýskalandi, verði kjörinn páfi.

Erlent
Fréttamynd

Næsti páfi ítalskur?

Talið er líklegt að margir kardinálar kaþólsku kirkjunnar muni leggja áherslu á að næsti páfi verði ítalskur. Kjör nýs páfa hefst á mánudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Aðgangur að legstaðnum opnaður

Aðgangur að legstað Jóhannesar Páls páfa II, í grafhvelfingunni í kjallara Péturskirkjunnar í Róm, var opnaður í morgun. Þeir fyrstu mættu í röðina í nótt en hún hefur gengið hratt þar sem bannað er að stoppa við legstaðinn og harðbannað er að skilja eftir blóm eða annars konar gjafir.

Erlent
Fréttamynd

Var að sækja einn þjóðhöfðingjanna

Flugvélin sem var neydd til að lenda fyrir utan Róm í gær um leið og útför páfa stóð yfir, vegna gruns um að sprengja væri um borð, reyndist vera á leið til borgarinnar að sækja forseta Makedóníu sem var við útförina.

Erlent
Fréttamynd

Pólverjar á Íslandi syrgja páfa

Gera má ráð fyrir að meginþorri allra Pólverja á Íslandi hafi tekið sér frí frá störfum í gær til að geta fylgst með sjónvarpsútsendingum frá útför Jóhannesar Páls páfa annars.

Innlent
Fréttamynd

Ein fjölmennasta útför sögunnar

Milljónir manna fylgdust með útför Jóhannesar Páls II páfa í gær. Margir líkfylgdargesta kölluðu eftir því að hann yrði tekinn í dýrlingatölu. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Gríðarlegur mannfjöldi í Róm

Einhver fjölmennasta jarðarför sögunnar hófst klukkan átta þar sem Jóhannes Páll páfi II verður borinn til hinstu hvílu. Fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar eru viðstödd jarðarförina, auk fjölda annarra þjóðarleiðtoga.

Erlent
Fréttamynd

Milljónir við útför páfa

Jóhannes Páll páfi II var jarðsettur í dag í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni í Róm í langfjölmennustu trúarlegu athöfn seinni tíma. Milljónir tóku þátt í athöfninni, þar á meðal Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem upplifði bæði sorg og gleði í útförinni.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmennasta jarðarför sögunnar?

Milljónir manna tóku þátt í útför páfa í Róm í morgun sem er líklega fjölmennasta jarðarför sögunnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að athöfnin hafi einkennst bæði af sorg og gleði; það hafi meðal annars komið sér á óvart þegar klappað var við athöfnina.

Erlent
Fréttamynd

Líkist Bankastræti á Menningarnótt

"Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Minnist páfa með lagi á latínu

Menn fara ólíkar leiðir til að minnast páfa. Finnskur prófessor, sem þekktur er fyrir að syngja lög Elvis Presleys á latínu, hyggst senda frá sér nýtt lag á föstudag þegar páfi verður jarðaður.

Lífið
Fréttamynd

Margt fyrirmenna við útför páfa

Margt fyrirmenna verður við útför Jóhannesar Páls páfa á föstudaginn: kóngar, drottningar, prinsar, prinsessur, forsetar, forsætisráðherrar, trúarleiðtogar o.fl.

Erlent
Fréttamynd

Páfi: Niðurbrot líkamans hindrað

Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans.

Erlent
Fréttamynd

Gríðarleg gæsla við útför páfa

Útför páfa á föstudaginn kallar á einhverja mestu öryggisgæslu sem um getur. Auk tveggja milljóna pílagríma víðs vegar að er búist við meira en tvö hundruð þjóðarleiðtogum við útför páfans.

Erlent
Fréttamynd

Halldór verður við útförina

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa II í Róm á föstudaginn. Upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, Steingrímur Ólafsson, og Hörður Bjarnason, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu, verða með í för.

Erlent
Fréttamynd

Bush og Clinton báðir við útförina

George Bush Bandaríkaforseti og Bill Clinton verða báði viðstaddir þegar Jóhannes Páll páfi verður jarðsunginn á föstudag. Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir einnig.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2