Stangveiði

Fréttamynd

Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli

Og meira af Bíldsfellinu. Eigendur þriðjungs veiðiréttar í Bíldsfelli í Sogi hafa ákveðið að nýta veiðidaga sína sjálfir næsta sumar. Því fækkar veiðidögum SVFR sem þvi nemur.

Veiði
Fréttamynd

Kvóti í Bíldsfellinu

Fyrir sumarið 2012 hefur verið settur rúmur kvóti á svæðum SVFR í Soginu. Hann er nú sex laxar á hvern stangardag fram til 1. september. Eftir þann tíma er kvóti tveir laxar á stöng á dag.

Veiði
Fréttamynd

Skemmtikvöld SVFK 9. desember

Það verður Opið Hús, svokallað skemmtikvöld, haldið í sal félagsins að Hafnargötu 15 föstudaginn 9. desember kl. 20.

Veiði
Fréttamynd

Segir Selfossvirkjun hafa mikil áhrif á göngufisk

Út er komin skýrsla Veiðimálastofnunar um áhrif virkjunar við Selfoss á fiskistofna á vatnasvæði Hvítár- og Ölfusár. Nákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu tengt brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi.

Veiði
Fréttamynd

Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði

Grein um Stóru Laxá eftir þýska veiðimanninn Mawill Lüdenbach hefur verið birt í þýska veiðiblaðinu Scale Fly & Spin Fishing. Mawill og félagi hans Eric Cullin komu hér í heimsókn í byrjun september og veiddu í fjóra daga í Stór Laxá.

Veiði
Fréttamynd

Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja

Hér er frétt af vef Strengja: "Þetta var erfitt rjúpnaveiðitímabil fyrir austan, megnið af tímanum ekki snjókorn að sjá og nánast vorblíða flesta dagana. En það bjargaði mörgum veiðimanninum á okkar vegum nýju svæðin á Jökuldalsheiðinni sem við tókum á leigu, Ármótasel og Arnórsstaðir, en þar sýnist mér að hafi fengist allavega um 300 rjúpur þetta haustið".

Veiði
Fréttamynd

Jólahús SVFR föstudaginn 2. des

Fyrsta "Opna hús" vetrarins verður haldið föstudaginn 2. desember í sal SVFR að Háaleitisbraut 68. Húsið opnar klukkan 20.00. Það fjölbreytt dagskrá hjá SVFR á aðventunni. Líkt og undanfarna áratugi mun séra Pálmi Matthíasson mæta með sína árlegu jólahugvekju.

Veiði
Fréttamynd

Veiðikortið 2012 er komið í sölu hjá SVFR

Veiðikortið 2012 er nú fáanlegt á skrifstofu SVFR. Veiðikortið mun standa félagsmönnum í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur til boða á aðeins 4.000 krónur. Aðeins verður selt eitt kort á hverja kennitölu. Þeir félagsmenn sem hafa hug á að nota kortið til að gleðja vini og vandamenn geta hins vegar keypt fleiri umframkort á 4.800.- krónur. Almennt verð fyrir Veiðikortið er 6.000 krónur og hækkar ekki á milli ára.

Veiði
Fréttamynd

Upptaka af erindi um lax og virkjanir

Fjöldi manns sótti fyrirlestur dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanns Fish Passage Center í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, um lífsskilyrði laxastofna í virkjuðum ám. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólabíói 3.11.2011.

Veiði
Fréttamynd

Ný stjórn SVFR

Á aðalfundi SVFR sem er nýlokið var kosið til stjórnar félagsins. Sitjandi stjórnarmenn héldu sæti sínu auk þess sem að Hörður Birgir Hafsteinsson hlaut kosningu.

Veiði
Fréttamynd

VSK á veiðileyfi?

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifaði grein í fréttablaðið sl. föstudag sem vakið hefur mikla athygli. Víkur hann að skattlagningu á lax- og silungsveiðileyfi.

Veiði
Fréttamynd

Síðasta rjúpnahelgin framundan

Nú er síðasta rjúpnahelgin framundan og einhverjir veiðimenn sem eiga ennþá eftir að ná sér í jólamatinn, en flestir af þeim sem við höfum heyrt í eru komnir með sitt.

Veiði
Fréttamynd

Fiskvegur um Steinbogann í Jöklu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fiskvegar framhjá steinboganum í Jökulsá á Dal. Svæðið er á náttúruminjaskrá. Forseti bæjarstjórnar greiddi einn atkvæði gegn leyfinu. Hann vill frekari rannsóknir á að fiskvegurinn skili tilætluðum árangri til að réttlætanlegt sé að framkvæma við náttúruundrið.

Veiði
Fréttamynd

Utanfundar kosning SVFR hafin

Kosning utan kjörfundar til stjórnar SVFR hefst í dag. Kosið verður daglega fram til föstudags frá klukkan 11.00-15.00 á skrifstofu félagsins.

Veiði
Fréttamynd

Norðmenn fyrirmynd í laxeldi?

Merkilegur fréttaflutningur átti sér stað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkveldi. Þar var fjallað um laxeldi hérlendis en því miður með mjög einhliða hætti.

Veiði
Fréttamynd

Kynning á frambjóðendum SVFR

Fyrir þá sem vilja kynna sér frambjóðendur til stjórnar SVFR þá eru upplýsingar um frambjóðendur að birtast þessa dagana á vefnum hjá Stangó.

Veiði
Fréttamynd

Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar

Hvannadalsá var töluvert undir væntingum í sumar, eins og svo margar aðrar ár, þó var gott hlutfall stórlaxa í ánni. Samkvæmt okkar bókum komu rétt rúmlega 100 laxar úr ánni í sumar sem er töluvert fall frá 465 löxum í fyrra. Hluti af skýringunni er eflaust sá að í sumar var einungis leyð fluguveiði í fyrsta skipti og reynslan sýnir okkur að fyrsta ár í fluguveiði skilar alltaf lægri heildartölu en vanalega.

Veiði
Fréttamynd

Bókin Stórlaxar komin út

Gunnar Bender og Þór Jónsson voru nýlega að gefa út bókina Stórlaxar. Þar er að finna viðtöl við þekkta veiðimenn sem og frásagnir þeirra af skemmtilegum veiðitúrum.

Veiði
Fréttamynd

Rjúpnahelgi framundan

Nú styttist í þriðju helgina í rjúpu og veðurspáin er víst alveg með ágætum víðast hvar um landið alla helgina. Reikna má með mikilli umferðveiðimanna víðast hvar og eru menn hvattir til að sýna tillitsemi og hófsemi við veiðarnar.

Veiði
Fréttamynd

SVFR framlengir í dölunum

Um helgina voru framlengdir leigusamningar SVFR við Laxá í Dölum og Fáskrúð. Að sögn Bjarna Júlíussonar formanns SVFR er mikil ánægja meðal stjórnar félagsins með þessa nýju samninga.

Veiði
Fréttamynd

Miðsvæðin í Blöndu

Svæði 2 og 3 í Blöndu voru nokkuð góð í sumar, alls komu um 400 laxar á land. Að vísu eru allnokkrar stangir á svæðunum eða 9 stangir í allt – en fátítt var að það væru allar bókaðar. Einnig verður að líta til þess að veiðin á sér nánast öll stað fyrir mánaðarmót júlí og ágúst, dagveiðin er því nokkuð góð á því tímabili, sérstaklega eftir 10 júlí.

Veiði
Fréttamynd

Fimmta framboðið til stjórnar SVFR

Fimmta framboðið til stjórnar SVFR hefur borist skrifstofu og er frá Eiríki St. Eiríkssyni félagsmanni númer 605. Því er nokkuð ljóst að fimm frambjóðendur eru í þrjú stjórnarsæti á aðalfundi félagsins þann 26. nóvember næstkomandi, því harla ólíklegt er að framboð berist í bréfpósti.

Veiði
Fréttamynd

Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD

Út er kominn pakki um stórlaxaveiðar á Íslandi sem inniheldur bæði bók og kvikmynd! Betra verður það einfaldlega ekki! Þessi magnaði veiðipakki er eftir bræðurnar Gunnar og Ásmund Helgasyni og ber heitið Leitin að stórlaxinum. Nú þegar er hafin forsala á www.veidiflugur.is en pakkinn fer í almenna dreifingu 21. nóvember næstkomandi.

Veiði
Fréttamynd

Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan

Frá því að SVFR kom að leigutöku á urriðasvæðunum í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit hefur hlutfall slepptra silunga margfaldast, en 58% af urriðanum í sumar var sleppt.

Veiði
Fréttamynd

Veiðin í Reykjadalsá 2011

Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði þetta árið einnkenndist af miklum vatnsskorti þar sem lítið sem ekkert rigndi í Borgarfirðinum allan veiðitímann. Laxinn var mættur í ána um mánaðamótin júní/júlí og var þó nokkuð af fiski í ánni þótt vatnsskorturinn hefði þau áhrif að fiskurinn tók frekar illa og faldi sig víða undir bökkum og slýi. Undantekningin frá þessu ástandi voru miklar rigningar í lokunarhollinu með tilheyrandi vatnavöxtum. Þótt lítið sem ekkert væri hægt að veiða frá Rauðsgili, sem er veiðstaður nr. 22, og niður úr sökum aurburðar þá náðust á land 23 laxar. Fullt var af fiski á þeim stöðum þar sem hægt var að kasta.

Veiði