Stangveiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Vatnsdalsá heldur áfram að gefa risalaxa og nú nýverið voru tveir dregnir á land sem mældust 100 sm og 103 sm. Annar laxinn var tekinn í Hnausastreng en hinn í Hlíðarfljóti. Þess má geta að 100 sm laxinn sem var tekinn í Hnausastreng var maríulax. Ekki amalegt að byrja veiðiferilinn á svona flottum lax. Veiði 5.9.2011 20:29 Mikil veiði í Stóru Laxá Það er aldeilis góður gangur í Stóru Laxá þessa dagana. Franskir og Sænskir veiðimenn hafa verið að veiðum síðustu daga. Mokveiði hefur verið niður á svæði eitt og tvö , sumir dagar yfir 30 laxar á 4 stangirnar , svæði eitt og tvö mun vera að nálgast 300 laxa. Mikklu rólegra er á svæði þrjú og fjögur, en síðustu daga hafa þó verið að reitast inn fiskar og farið að sjást fiskur hingað og þangað bæði á svæði þrjú og fjögur. 90 prosent af veiddum laxi hefur verið sleppt aftur í ánna. Veiði 4.9.2011 19:54 Slök laxveiði fyrir vestan Laxveiðin er frekar slök fyrir vestan, bæði í Djúpinu og í Dölunum. Líklega erum við að tala um lakasta landssvæðið þetta árið. Það er þó engan veginn fisklaust og síðustu daga hefur fiskur verið að ganga. Veiði 4.9.2011 19:46 Gæsin farin að safnast í tún Nokkrir veiðimenn hafa gert ágætis veiði fyrir norðan og við höfum það eftir heimildarmönnum okkar fyrir norðan að víða er gæsin farin að safnast saman á túnum. Mjög víða t.d. í Skagafirði og Hrútafirði má sjá stóra hópa af gæs við túnin og má reikna með því að skyttum fari að fjölga í túnunum fyrir norðan. Veiði 4.9.2011 19:35 Umsóknir í forúthlutun SVFR Út er komin í fyrsta sinn rafræn söluskrá vegna forúthlutunar veiðileyfa hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna þau ársvæði og tímabil sem í boði eru á besta tíma 2012 og fyrirkomulag sölu veiðileyfanna. Veiði 3.9.2011 20:41 Opið hús í Hlíðarvatni Selvogi Sunnudaginn 4. September n.k. býðst lítið og óvönum veiðimönnum að koma í Hlíðarvatn í Selvogi og renna fyrir silung í boði veiðiréttarhafa. Á staðnum verða vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og fleiri stangaveiðifélögum við vatnið sem gefa munu góð ráð og tilsögn. Veiði 2.9.2011 09:48 Staðan í topp 10 ánum Núna þegar líður á veiðitímann fara linur að skýrast um veiðina í sumar, alla vega að mestu leiti. Maðkurinn er kominn niður í margar árnar og það er séstaklega eftirtektarvert að síðasta vika gaf nærri 800 laxa í Ytri Rangá og enn er fiskur að ganga. Veiði 2.9.2011 09:43 Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá Ytri Rangá fór á toppinn yfir aflahæstu laxveiðiár landsins í viðmiðunarviku LV, sem nær frá miðvikudegi til miðvikudags. Í gærkvöldi var Ytri Rangá með 3.388 laxa eftir 736 laxa viku! Veiði 2.9.2011 09:39 Svartá öll að koma til Síðasta holl í Svartá, sem lauk veiðum núna í dag, var með um 20 laxa á land. Stærstu laxarnir voru um 14 – 15 pund og einnig veiddist nokkuð af vænum urriða. Að sögn voru misvanir veiðimenn í hollinu og stóðu menn víst ekki stíft við veiðar. Veiði 2.9.2011 09:36 Góður gangur í Langá Gott vatn er í Langá þessa dagana og veiðin eftir því með ágætum. Síðustu tvö holl tóku 54 og 83 laxa, og hollið sem er að veiðum núna er komið tæplega 50 laxa og eiga heilan dag eftir. Veiði 31.8.2011 21:13 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Síðusta sex dagar Stóru Laxá hafa verið sannkölluð veisla. Svæði 1&2 hafa skilað 78 löxum á land og hafa 160 laxar verið skráðir í bókina á því svæði. Af þessum 160 löxum hefur 130 verið sleppt. Áin er þekkt fyrir sínar haustgöngur og virðist sem þær byrji fyrr þetta tímabil en undanfarin ár. Veiði 31.8.2011 21:10 Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Fyrsta maðkahollið byrjaði í Ytri Rangá eftir hádegi í gær en sú vakt gaf 108 laxa og endaði dagurinn í alls 155 löxum. Í morgun voru 80 laxar komnir á land svo það gera 188 laxar á fyrsta daginn í maðkahollinu. Eru þetta fínar tölur miðað við að fluguveiðihollin á undan voru að gefa að meðaltali 70 laxa á dag. Veiði 31.8.2011 21:07 Þverá í útboð Það er alltaf nokkuð stór frétt þegar einhver af stóru laxveiðiánum er sett í útboð. Veiðifélag Þverár í Borgarfirði hefur nú ákveðið að óska eftir tilboðum í veiðirétt á vatnasvæði sínu, en þar eru Þverá og Kjarará, ásamt Litlu Þverá. Veiði 31.8.2011 21:04 Forúthlutun SVFR í undirbúningi Undirbúningur forúthlutunar veiðileyfa fyrir sumarið 2012 er vel á veg kominn. Mun fyrirkomulag verða kynnt vel á komandi dögum Veiði 30.8.2011 14:17 Met fallið í Svalbarðsá Svalbarðsá er komin með 505 laxa í lok dags 29. ágúst og er því búin að slá metið sem sett var í fyrra en það var 504 laxar! Af þeim 505 löxum sem veiðst hafa eru 344 stórlaxar eða nálægt 70% veiðinar, sem verður að teljast mjög gott. Veitt er á tvær stangir það sem eftir lifir af veiðitímanum en veitt er til 16. September þannig að töluvert gæti ennþá veiðst í ánni. Hollið sem lauk veiðum í gær var ennþá að veiða lúsugar 80+ cm hryggnur og töluvert af nýgengnum smálaxi hefur veiðst seinust daga. Mynd að ofan: Fiskur 505, 75 cm hryggna. Veiði 30.8.2011 14:16 Allt er þegar þrennt er Vatnsleysi hefur verið að hrjá marga laxveiðiána að undanförnu, sérstaklega á vestanverðu landinu. Veiðitölur í þar síðustu viku sögðu sína sögu. Vanir menn geta þó oft kroppa upp laxa, eins og dæmin sýna. Hér er pistill frá Hjálmari Árnasyni sem var með fastagenginu sínu í Laxá í Leirársveit. Veiði 30.8.2011 14:12 Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Mun færri tilkynningar hafa verið um Sæsteinsugubit á laxfiskum núna í sumar miðað við í fyrra. Á tímabili höfðu menn af þessu miklar áhyggjur, þá sérstaklega í ljósi þess að talið var að þessi fiskur væri farinn að hrygna í miklum mæli hér við land. Ekki hafa fundist nein merki þess að einhver hrygning sé við landið en þetta þarf þó að rannsaka betur til að einhver niðurstaða fáist í málið. Veiði 28.8.2011 11:09 Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Við á Veiðivísi tókum smá bíltúr í gær og lá leið okkar meðal annars inní Svínadal. Það sem vakti furðu okkar er að það var engin að veiða við vötnin þrátt fyrir frábærar aðstæður. Og það sem meira er, laxinn er mættur! Veiði 28.8.2011 09:31 Lax sem meðafli makrílbáta Það hefur verið kvittur á kreiki að undanförnu þess efnis að makrílveiðiskip með flottroll fyrir Austurlandi hafi verið að róta upp laxi í stórum haugum. Talað um allt að 30 tonn á einstökum skipum. Veiði 28.8.2011 08:49 Af Hítará á Mýrum Hítaráin hefur í heildina verið nokkuð góð í sumar. Þó svo að laxinn hafi komið seinna en oft áður þá eru veiðitölur vel yfir meðaltali árinnar. Veiði 26.8.2011 15:58 Verður slegið nýtt met í Breiðdalsá? Nú hafa 790 laxar veiðst í Breiðdalsá og ennþá góður tími framundan í ánni. Heildarveiðin í fyrra var met en þá veiddust 1178 laxar, en það má alveg fastlega reikna með að áin gæti farið yfir þá tölu því fyrstu tvær vikurnar í september hafa oft gefið flotta veiði. Veiði 26.8.2011 11:38 98 sm maríulax úr Svalbarðsá Ungur veiðimaður að nafni Ryan Dunwoody veiddi lúsugann 98 cm Maríulax í Svalbarðsselshyl í Svalbarðsá í kvöld. Laxinn var tekin á Stoats tail tvíkrækju nr. 14 og var seinasta flugan í seinasta rekinu fimm mínútur í níu. Svalbarðsá er núna komin í 466 laxa en frekar hefur hægt á veiði undanfarna daga en í dag og í gær hafa veiðst nokkrir lúsugir eins árs fiskar. Veiði 25.8.2011 15:54 26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Þó svo að veiðin hafi ekki verið mikil undanfarið á Nesveiðum eru að veiðast sannkallaðir stórlaxar. Í morgun fékkst einn 26 punda úr Presthyl. Veiði 25.8.2011 15:47 Fréttir af Krossá í Bitru Krossá í Bitru er kominn uppí 65 laxa í sumar en heildarveiði í áni síðastliðin ár er í kringum 90-100 laxar. Áin hefur verið frekar vatnslítil undanfarið en það hefur rignt síðastliðna daga. Það vantar ennþá aðeins uppá svo vatnsstaða teljist góð en haustrigningar sjá vonandi um það. Veiði 25.8.2011 13:18 Sogið fullt af laxi Stangirnar sem veiddu Ásgarð í gær og fyrradag lentu í stórveiði og lönduðu 22 löxum, þar á meðal stærsta laxi tímabilsins til þessa úr Soginu. Það voru öngvir aukvissar í Soginu í gær þegar að Ólafur Kr. Ólafsson og félagar voru við veiðar. Veiddu þeir einnig í fyrradag, alls í tvo daga, og gekk veiðin vel. Veiði 25.8.2011 13:13 Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Nú eru vikulegar tölur Landssambands Veiðifélaga komnar í hús og eins og alltaf er athyglisvert að sjá hvernig árnar eru að bera sig. Ansi rólegt er orðið yfir mörgum ánum á vesturlandi vegna sólríkra daga og vatnsleysis. Það er helst Haffjarðará og Langá sem halda sínu. Maðkurinn er kominn í Langá og það skilaði sér í flottri vikuveiði. Miðfjarðará er líka í góðum gír og í raun flestar árnar sem eru efstar á listanum í góðum málum. Veiði 25.8.2011 10:40 Lax og gæs í Hjaltadalsá Holl vanra manna sem var að koma úr Hjaltadalsá fékk ellefu laxa og var helmingurinn stórlax. Að auki veiddust 22 bleikjur, flestar við Stífluna. Veiðimönnum sem kaupa veiðileyfi nú í haust fá aðgang að akri á Laufskálum til gæsaveiða. Um er að ræða um 10 hektara akur fyrir fjórar byssur og er aðgangurinn endurgjaldslaus séu menn með veiðileyfi í ánni. Veiði 25.8.2011 10:38 Stórlax á silungagræjur í Norðurá II "Fór á fjallið í Norðurá um helgina og lauk veiðum á hádegi á mánudag. Við vorum í erfiðum aðstæðum fyrsta eina og hálfa daginn, þurrki, sól og heiðskíru með ána hratt minnkandi. Á sunnudagskvöldið dró fyrir sólu og nokkrir rigningardropar gerðu vart við sig. Fram að því höfðum við landað þremur fiskum og misst nokkra sökum þess að tökur voru frekar grannar. Búnaðurinn sem við vorum að nota var mjög “nettur“, því maður hafði á tilfinningunni að “venjulegur“ búnaður, þ.e. línuþyngdir 7 – 8 væru að valda full miklum skarkala í/á ánni. Veiði 25.8.2011 10:35 Síðasta holl með 234 laxa í Langá Holl sem var að ljúka veiðum í Langá landaði 234 löxum á 4 dögum. Þetta var fyrsta holl í maðki eins og oft er kallað, og greinilegt að það hefur verið veisla á bökkum Langár. Laxinn er vel dreifður um ánna og voru menn að taka laxa alveg frá Strengjum á neðsta svæðinu og upp í Ármót sem er efsti staður. Veiði 24.8.2011 15:38 Stóra Laxá að vakna Veiðmenn sem voru við veiðar á svæðum 1 og 2 í Stóru Laxá eftir hádegi í gær lönduðu 9 löxum á einni vakt. Eins heyrðum við í veiðimanni sem var á svæði 3 í morgun og náði 2 löxum á rúmum klukkutíma. Svo virðist sem efri hluti vatnasvæðis Hvítár/Ölfusár sé nú loks komið í gang eftir rólegt sumar. Veiði 24.8.2011 13:25 « ‹ 78 79 80 81 82 83 84 85 86 … 94 ›
Tveir risar úr Vatnsdalsá Vatnsdalsá heldur áfram að gefa risalaxa og nú nýverið voru tveir dregnir á land sem mældust 100 sm og 103 sm. Annar laxinn var tekinn í Hnausastreng en hinn í Hlíðarfljóti. Þess má geta að 100 sm laxinn sem var tekinn í Hnausastreng var maríulax. Ekki amalegt að byrja veiðiferilinn á svona flottum lax. Veiði 5.9.2011 20:29
Mikil veiði í Stóru Laxá Það er aldeilis góður gangur í Stóru Laxá þessa dagana. Franskir og Sænskir veiðimenn hafa verið að veiðum síðustu daga. Mokveiði hefur verið niður á svæði eitt og tvö , sumir dagar yfir 30 laxar á 4 stangirnar , svæði eitt og tvö mun vera að nálgast 300 laxa. Mikklu rólegra er á svæði þrjú og fjögur, en síðustu daga hafa þó verið að reitast inn fiskar og farið að sjást fiskur hingað og þangað bæði á svæði þrjú og fjögur. 90 prosent af veiddum laxi hefur verið sleppt aftur í ánna. Veiði 4.9.2011 19:54
Slök laxveiði fyrir vestan Laxveiðin er frekar slök fyrir vestan, bæði í Djúpinu og í Dölunum. Líklega erum við að tala um lakasta landssvæðið þetta árið. Það er þó engan veginn fisklaust og síðustu daga hefur fiskur verið að ganga. Veiði 4.9.2011 19:46
Gæsin farin að safnast í tún Nokkrir veiðimenn hafa gert ágætis veiði fyrir norðan og við höfum það eftir heimildarmönnum okkar fyrir norðan að víða er gæsin farin að safnast saman á túnum. Mjög víða t.d. í Skagafirði og Hrútafirði má sjá stóra hópa af gæs við túnin og má reikna með því að skyttum fari að fjölga í túnunum fyrir norðan. Veiði 4.9.2011 19:35
Umsóknir í forúthlutun SVFR Út er komin í fyrsta sinn rafræn söluskrá vegna forúthlutunar veiðileyfa hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna þau ársvæði og tímabil sem í boði eru á besta tíma 2012 og fyrirkomulag sölu veiðileyfanna. Veiði 3.9.2011 20:41
Opið hús í Hlíðarvatni Selvogi Sunnudaginn 4. September n.k. býðst lítið og óvönum veiðimönnum að koma í Hlíðarvatn í Selvogi og renna fyrir silung í boði veiðiréttarhafa. Á staðnum verða vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og fleiri stangaveiðifélögum við vatnið sem gefa munu góð ráð og tilsögn. Veiði 2.9.2011 09:48
Staðan í topp 10 ánum Núna þegar líður á veiðitímann fara linur að skýrast um veiðina í sumar, alla vega að mestu leiti. Maðkurinn er kominn niður í margar árnar og það er séstaklega eftirtektarvert að síðasta vika gaf nærri 800 laxa í Ytri Rangá og enn er fiskur að ganga. Veiði 2.9.2011 09:43
Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá Ytri Rangá fór á toppinn yfir aflahæstu laxveiðiár landsins í viðmiðunarviku LV, sem nær frá miðvikudegi til miðvikudags. Í gærkvöldi var Ytri Rangá með 3.388 laxa eftir 736 laxa viku! Veiði 2.9.2011 09:39
Svartá öll að koma til Síðasta holl í Svartá, sem lauk veiðum núna í dag, var með um 20 laxa á land. Stærstu laxarnir voru um 14 – 15 pund og einnig veiddist nokkuð af vænum urriða. Að sögn voru misvanir veiðimenn í hollinu og stóðu menn víst ekki stíft við veiðar. Veiði 2.9.2011 09:36
Góður gangur í Langá Gott vatn er í Langá þessa dagana og veiðin eftir því með ágætum. Síðustu tvö holl tóku 54 og 83 laxa, og hollið sem er að veiðum núna er komið tæplega 50 laxa og eiga heilan dag eftir. Veiði 31.8.2011 21:13
78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Síðusta sex dagar Stóru Laxá hafa verið sannkölluð veisla. Svæði 1&2 hafa skilað 78 löxum á land og hafa 160 laxar verið skráðir í bókina á því svæði. Af þessum 160 löxum hefur 130 verið sleppt. Áin er þekkt fyrir sínar haustgöngur og virðist sem þær byrji fyrr þetta tímabil en undanfarin ár. Veiði 31.8.2011 21:10
Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Fyrsta maðkahollið byrjaði í Ytri Rangá eftir hádegi í gær en sú vakt gaf 108 laxa og endaði dagurinn í alls 155 löxum. Í morgun voru 80 laxar komnir á land svo það gera 188 laxar á fyrsta daginn í maðkahollinu. Eru þetta fínar tölur miðað við að fluguveiðihollin á undan voru að gefa að meðaltali 70 laxa á dag. Veiði 31.8.2011 21:07
Þverá í útboð Það er alltaf nokkuð stór frétt þegar einhver af stóru laxveiðiánum er sett í útboð. Veiðifélag Þverár í Borgarfirði hefur nú ákveðið að óska eftir tilboðum í veiðirétt á vatnasvæði sínu, en þar eru Þverá og Kjarará, ásamt Litlu Þverá. Veiði 31.8.2011 21:04
Forúthlutun SVFR í undirbúningi Undirbúningur forúthlutunar veiðileyfa fyrir sumarið 2012 er vel á veg kominn. Mun fyrirkomulag verða kynnt vel á komandi dögum Veiði 30.8.2011 14:17
Met fallið í Svalbarðsá Svalbarðsá er komin með 505 laxa í lok dags 29. ágúst og er því búin að slá metið sem sett var í fyrra en það var 504 laxar! Af þeim 505 löxum sem veiðst hafa eru 344 stórlaxar eða nálægt 70% veiðinar, sem verður að teljast mjög gott. Veitt er á tvær stangir það sem eftir lifir af veiðitímanum en veitt er til 16. September þannig að töluvert gæti ennþá veiðst í ánni. Hollið sem lauk veiðum í gær var ennþá að veiða lúsugar 80+ cm hryggnur og töluvert af nýgengnum smálaxi hefur veiðst seinust daga. Mynd að ofan: Fiskur 505, 75 cm hryggna. Veiði 30.8.2011 14:16
Allt er þegar þrennt er Vatnsleysi hefur verið að hrjá marga laxveiðiána að undanförnu, sérstaklega á vestanverðu landinu. Veiðitölur í þar síðustu viku sögðu sína sögu. Vanir menn geta þó oft kroppa upp laxa, eins og dæmin sýna. Hér er pistill frá Hjálmari Árnasyni sem var með fastagenginu sínu í Laxá í Leirársveit. Veiði 30.8.2011 14:12
Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Mun færri tilkynningar hafa verið um Sæsteinsugubit á laxfiskum núna í sumar miðað við í fyrra. Á tímabili höfðu menn af þessu miklar áhyggjur, þá sérstaklega í ljósi þess að talið var að þessi fiskur væri farinn að hrygna í miklum mæli hér við land. Ekki hafa fundist nein merki þess að einhver hrygning sé við landið en þetta þarf þó að rannsaka betur til að einhver niðurstaða fáist í málið. Veiði 28.8.2011 11:09
Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Við á Veiðivísi tókum smá bíltúr í gær og lá leið okkar meðal annars inní Svínadal. Það sem vakti furðu okkar er að það var engin að veiða við vötnin þrátt fyrir frábærar aðstæður. Og það sem meira er, laxinn er mættur! Veiði 28.8.2011 09:31
Lax sem meðafli makrílbáta Það hefur verið kvittur á kreiki að undanförnu þess efnis að makrílveiðiskip með flottroll fyrir Austurlandi hafi verið að róta upp laxi í stórum haugum. Talað um allt að 30 tonn á einstökum skipum. Veiði 28.8.2011 08:49
Af Hítará á Mýrum Hítaráin hefur í heildina verið nokkuð góð í sumar. Þó svo að laxinn hafi komið seinna en oft áður þá eru veiðitölur vel yfir meðaltali árinnar. Veiði 26.8.2011 15:58
Verður slegið nýtt met í Breiðdalsá? Nú hafa 790 laxar veiðst í Breiðdalsá og ennþá góður tími framundan í ánni. Heildarveiðin í fyrra var met en þá veiddust 1178 laxar, en það má alveg fastlega reikna með að áin gæti farið yfir þá tölu því fyrstu tvær vikurnar í september hafa oft gefið flotta veiði. Veiði 26.8.2011 11:38
98 sm maríulax úr Svalbarðsá Ungur veiðimaður að nafni Ryan Dunwoody veiddi lúsugann 98 cm Maríulax í Svalbarðsselshyl í Svalbarðsá í kvöld. Laxinn var tekin á Stoats tail tvíkrækju nr. 14 og var seinasta flugan í seinasta rekinu fimm mínútur í níu. Svalbarðsá er núna komin í 466 laxa en frekar hefur hægt á veiði undanfarna daga en í dag og í gær hafa veiðst nokkrir lúsugir eins árs fiskar. Veiði 25.8.2011 15:54
26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Þó svo að veiðin hafi ekki verið mikil undanfarið á Nesveiðum eru að veiðast sannkallaðir stórlaxar. Í morgun fékkst einn 26 punda úr Presthyl. Veiði 25.8.2011 15:47
Fréttir af Krossá í Bitru Krossá í Bitru er kominn uppí 65 laxa í sumar en heildarveiði í áni síðastliðin ár er í kringum 90-100 laxar. Áin hefur verið frekar vatnslítil undanfarið en það hefur rignt síðastliðna daga. Það vantar ennþá aðeins uppá svo vatnsstaða teljist góð en haustrigningar sjá vonandi um það. Veiði 25.8.2011 13:18
Sogið fullt af laxi Stangirnar sem veiddu Ásgarð í gær og fyrradag lentu í stórveiði og lönduðu 22 löxum, þar á meðal stærsta laxi tímabilsins til þessa úr Soginu. Það voru öngvir aukvissar í Soginu í gær þegar að Ólafur Kr. Ólafsson og félagar voru við veiðar. Veiddu þeir einnig í fyrradag, alls í tvo daga, og gekk veiðin vel. Veiði 25.8.2011 13:13
Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Nú eru vikulegar tölur Landssambands Veiðifélaga komnar í hús og eins og alltaf er athyglisvert að sjá hvernig árnar eru að bera sig. Ansi rólegt er orðið yfir mörgum ánum á vesturlandi vegna sólríkra daga og vatnsleysis. Það er helst Haffjarðará og Langá sem halda sínu. Maðkurinn er kominn í Langá og það skilaði sér í flottri vikuveiði. Miðfjarðará er líka í góðum gír og í raun flestar árnar sem eru efstar á listanum í góðum málum. Veiði 25.8.2011 10:40
Lax og gæs í Hjaltadalsá Holl vanra manna sem var að koma úr Hjaltadalsá fékk ellefu laxa og var helmingurinn stórlax. Að auki veiddust 22 bleikjur, flestar við Stífluna. Veiðimönnum sem kaupa veiðileyfi nú í haust fá aðgang að akri á Laufskálum til gæsaveiða. Um er að ræða um 10 hektara akur fyrir fjórar byssur og er aðgangurinn endurgjaldslaus séu menn með veiðileyfi í ánni. Veiði 25.8.2011 10:38
Stórlax á silungagræjur í Norðurá II "Fór á fjallið í Norðurá um helgina og lauk veiðum á hádegi á mánudag. Við vorum í erfiðum aðstæðum fyrsta eina og hálfa daginn, þurrki, sól og heiðskíru með ána hratt minnkandi. Á sunnudagskvöldið dró fyrir sólu og nokkrir rigningardropar gerðu vart við sig. Fram að því höfðum við landað þremur fiskum og misst nokkra sökum þess að tökur voru frekar grannar. Búnaðurinn sem við vorum að nota var mjög “nettur“, því maður hafði á tilfinningunni að “venjulegur“ búnaður, þ.e. línuþyngdir 7 – 8 væru að valda full miklum skarkala í/á ánni. Veiði 25.8.2011 10:35
Síðasta holl með 234 laxa í Langá Holl sem var að ljúka veiðum í Langá landaði 234 löxum á 4 dögum. Þetta var fyrsta holl í maðki eins og oft er kallað, og greinilegt að það hefur verið veisla á bökkum Langár. Laxinn er vel dreifður um ánna og voru menn að taka laxa alveg frá Strengjum á neðsta svæðinu og upp í Ármót sem er efsti staður. Veiði 24.8.2011 15:38
Stóra Laxá að vakna Veiðmenn sem voru við veiðar á svæðum 1 og 2 í Stóru Laxá eftir hádegi í gær lönduðu 9 löxum á einni vakt. Eins heyrðum við í veiðimanni sem var á svæði 3 í morgun og náði 2 löxum á rúmum klukkutíma. Svo virðist sem efri hluti vatnasvæðis Hvítár/Ölfusár sé nú loks komið í gang eftir rólegt sumar. Veiði 24.8.2011 13:25