Hólkarnir hlaðnir 5. október 2004 00:01 Rjúpnaskyttum verður heimilt að halda til veiða næsta haust, gangi humyndir Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, eftir. Í þeim er ráðgert að sala rjúpna og rjúpnaafurða verði bönnuð en þannig á að koma í veg fyrir starfsemi atvinnuskyttna. Einnig er líklegt að kvóta verði úthlutað til veiðimanna en ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti það verður gert. Notkun farartækja í veiðilöndum verður takmörkuð og líklegt að veiðitímabilið verði stytt frá því sem verið hefur. "Það er mikilvægt að tryggja að veiðarnar verði sjálfbærar," segir Sigríður Anna en með því er átt við að ekki verði veitt meira en stofninn þolir hverju sinni. Ekki verði gengið á stærð hans. Svokallaðri rjúpnanefnd, sem í sitja fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila og Siv Friðleifsdóttir skipaði í sinni ráðherratíð, verður falið að smíða frumvarp um lagabreytingarnar og vonast Sigríður Anna eftir að tillögur nefndarinnar verði tilbúnar um miðjan næsta mánuð. Hún óttast ekki að erfitt verði að fylgja eftir sölubanni og kvótasetningu og höfðar til samvisku veiðimanna í þeim efnum. "Það verður að ætla að veiðimenn fari að reglum, það hlýtur að vera þeirra hagur." Í takt við okkar tillögur Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrverndarstofnunar, segist mjög sáttur við þessar aðgerðir ráðherra en leggur ríka áherslu á að veiðunum verði rækilega stýrt og að stofninn þoli þær veiðar sem leyfðar verða. "Þetta er alveg í takt við það sem við lögðum til á sínum tíma," segir hann. Þá strandaði á sölubanninu sem þingheimur hafnaði. "Þá var ekki annað að gera en að setja á algjört veiðibann og vinna um leið að hugmyndum um endurskoðun og eflingu veiðistjórnunarkerfisins." Það hefur nú verið gert. Rjúpnastofninn hefur notið góðs af veiðibanninu og benda athuganir Náttúrufræðistofnunar til að hann hafi ríflega tvöfaldast á milli áranna 2003 og 2004. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira
Rjúpnaskyttum verður heimilt að halda til veiða næsta haust, gangi humyndir Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, eftir. Í þeim er ráðgert að sala rjúpna og rjúpnaafurða verði bönnuð en þannig á að koma í veg fyrir starfsemi atvinnuskyttna. Einnig er líklegt að kvóta verði úthlutað til veiðimanna en ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti það verður gert. Notkun farartækja í veiðilöndum verður takmörkuð og líklegt að veiðitímabilið verði stytt frá því sem verið hefur. "Það er mikilvægt að tryggja að veiðarnar verði sjálfbærar," segir Sigríður Anna en með því er átt við að ekki verði veitt meira en stofninn þolir hverju sinni. Ekki verði gengið á stærð hans. Svokallaðri rjúpnanefnd, sem í sitja fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila og Siv Friðleifsdóttir skipaði í sinni ráðherratíð, verður falið að smíða frumvarp um lagabreytingarnar og vonast Sigríður Anna eftir að tillögur nefndarinnar verði tilbúnar um miðjan næsta mánuð. Hún óttast ekki að erfitt verði að fylgja eftir sölubanni og kvótasetningu og höfðar til samvisku veiðimanna í þeim efnum. "Það verður að ætla að veiðimenn fari að reglum, það hlýtur að vera þeirra hagur." Í takt við okkar tillögur Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrverndarstofnunar, segist mjög sáttur við þessar aðgerðir ráðherra en leggur ríka áherslu á að veiðunum verði rækilega stýrt og að stofninn þoli þær veiðar sem leyfðar verða. "Þetta er alveg í takt við það sem við lögðum til á sínum tíma," segir hann. Þá strandaði á sölubanninu sem þingheimur hafnaði. "Þá var ekki annað að gera en að setja á algjört veiðibann og vinna um leið að hugmyndum um endurskoðun og eflingu veiðistjórnunarkerfisins." Það hefur nú verið gert. Rjúpnastofninn hefur notið góðs af veiðibanninu og benda athuganir Náttúrufræðistofnunar til að hann hafi ríflega tvöfaldast á milli áranna 2003 og 2004.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira