Innlent

Gosið mallar en fram­rás hraun­jaðarsins er hægur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gosið mallar áfram en framrás hraunjaðarsins er hæg.
Gosið mallar áfram en framrás hraunjaðarsins er hæg. Vísir/Vilhelm

Á meðan landsmenn gengu til Alþingiskosninga mallaði eldgosið á Reykjanesskaga áfram. Lítil breyting hefur orðið á hegðun gossins samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu.

„Áfram flæðir hraun til austurs og suðaustur frá gígnum og er framrás á hraunjaðrinum hæg. Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir austan- og suðaustanátt í dag og þá berst gasmengun til vesturs og norðvesturs, m.a. yfir Svartsengi og vestanvert Reykjanes,“ segir í tilkynningu morgunsins.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir hluta landsins.

„Suðaustan hvassviðri eða stormur með snjókomu og skafrenningi seinnipartinn í dag á sunnan- og vestanverðu landinu. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna hríðar. Búast má við lélegu skyggni og versnandi aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum í kvöld. 

Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×