Eign í stað skulda 14. október 2004 00:01 Ungt fólk mun geta nýtt lífeyrissparnað sinn við 25 ára aldur til húsnæðiskaupa nái hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, fram að ganga. Guðlaugur kynnti hugmyndir sínar á opnum fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, í gær en samkvæmt þeim mun vaxtabótakerfið verða lagt niður. Hyggst Guðlaugur leggja fram þingsályktunartillögu um málið. "Vaxtabótakerfinu er ætlað að auðvelda fólk að eignast húsnæði en kerfið er vinnuletjandi og hvetur fólk til að safna skuldum," segir Guðlaugur. Hann vill að nýtt kerfi sem byggist á eignamyndun ungs fólks í stað skuldsetningar leysi vaxtabótakerfið af hólmi. "Ungt fólk sem kemur úr námi og stofnar fjölskyldu þarf að leggja í miklar fjárfestingar til að koma þaki yfir höfuð sér. Vaxtabætur eru tekjutengdar og þær eru hluti af þeirri fátæktargildru sem ungt fólk lendir gjarnan í," segir Guðlaugur. Hugmynd Guðlaugs felur það í sér að námsmönnum verði gert kleift að leggja öll lífeyrisréttindi sín, sem þeir ávinna sér á námsárunum frá 16 til 25 ára aldurs, í húsnæðisparnað i vörslu lífeyrissjóða. Þegar námi lýkur geta þeir síðan valið um að nýta sparnað sinn til húsnæðiskaupa án þess að skattur verði dreginn af sparnaðinum eða leggja upphæðin í lífeyrissjóð. Samkvæmt útreikningum Guðlaugs næmi sparnaðurinn hjá hjónum eða sambúðarfólki með meðaltekjur 2,6 milljónum króna sem nýst gætu við útborgun í húsnæði. Á móti kemur þó að lífeyrisréttindi viðkomandi skerðast um 8 þúsund krónur á mánuði eftir að 67 ára aldri er náð. Guðlaugur segir kosti þessa kerfis mikla. "Í fyrsta lagi verður eignamyndun fólks mun hraðari. Í öðru lagi er fólki með þessu móti hjálpað til að eignast húsnæði í stað þess að borga vexti til að fá bætur. Í þriðja lagi ýtir kerfið undir sparnað, auk þess sem það er einfalt og auðskiljanlegt," segir Guðlaugur. Með því að afnema vaxtabótakerfið samhliða má spara 5 milljarða króna á ári og segir Guðlaugur að þeir fjármuni gætu nýst öðrum betur en þeim sem nú njóta vaxtabóta. "Fyrir þessa upphæð mætti til dæmis tvöfalda barnabætur," segir Guðlaugur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira
Ungt fólk mun geta nýtt lífeyrissparnað sinn við 25 ára aldur til húsnæðiskaupa nái hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, fram að ganga. Guðlaugur kynnti hugmyndir sínar á opnum fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, í gær en samkvæmt þeim mun vaxtabótakerfið verða lagt niður. Hyggst Guðlaugur leggja fram þingsályktunartillögu um málið. "Vaxtabótakerfinu er ætlað að auðvelda fólk að eignast húsnæði en kerfið er vinnuletjandi og hvetur fólk til að safna skuldum," segir Guðlaugur. Hann vill að nýtt kerfi sem byggist á eignamyndun ungs fólks í stað skuldsetningar leysi vaxtabótakerfið af hólmi. "Ungt fólk sem kemur úr námi og stofnar fjölskyldu þarf að leggja í miklar fjárfestingar til að koma þaki yfir höfuð sér. Vaxtabætur eru tekjutengdar og þær eru hluti af þeirri fátæktargildru sem ungt fólk lendir gjarnan í," segir Guðlaugur. Hugmynd Guðlaugs felur það í sér að námsmönnum verði gert kleift að leggja öll lífeyrisréttindi sín, sem þeir ávinna sér á námsárunum frá 16 til 25 ára aldurs, í húsnæðisparnað i vörslu lífeyrissjóða. Þegar námi lýkur geta þeir síðan valið um að nýta sparnað sinn til húsnæðiskaupa án þess að skattur verði dreginn af sparnaðinum eða leggja upphæðin í lífeyrissjóð. Samkvæmt útreikningum Guðlaugs næmi sparnaðurinn hjá hjónum eða sambúðarfólki með meðaltekjur 2,6 milljónum króna sem nýst gætu við útborgun í húsnæði. Á móti kemur þó að lífeyrisréttindi viðkomandi skerðast um 8 þúsund krónur á mánuði eftir að 67 ára aldri er náð. Guðlaugur segir kosti þessa kerfis mikla. "Í fyrsta lagi verður eignamyndun fólks mun hraðari. Í öðru lagi er fólki með þessu móti hjálpað til að eignast húsnæði í stað þess að borga vexti til að fá bætur. Í þriðja lagi ýtir kerfið undir sparnað, auk þess sem það er einfalt og auðskiljanlegt," segir Guðlaugur. Með því að afnema vaxtabótakerfið samhliða má spara 5 milljarða króna á ári og segir Guðlaugur að þeir fjármuni gætu nýst öðrum betur en þeim sem nú njóta vaxtabóta. "Fyrir þessa upphæð mætti til dæmis tvöfalda barnabætur," segir Guðlaugur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira