Sagði af sér formennsku 6. nóvember 2004 00:01 Bæjarstjórnarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar urðu mjög undrandi þegar Guðjón Hjörleifsson las upp úr bréfi á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Í bréfinu voru lögfræðingar eigenda Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum að forvitnast um stöðu viljayfirlýsingar sem Andrés Sigmundsson hafði skrifað undir fyrir hönd Verkefnastjórnar Menningarhúss í Vestmannaeyjum þann 12. október. Engin nema Andrés vissi um þessa yfirlýsingu. Síðan hún var undirrituð hefur verið haldinn fundur í bæjarstjórn og hjá verkefnastjórninni án þess að hún hafi verið rædd. Andrés segir það ekki skipta máli að hann hafi ekki sagt bæjarstjórn frá yfirlýsingunni en viðurkennir að það hefði verið eðlilegt að kynna þetta fyrir verkefnastjórninni. Í viljayfirlýsingunni komu fram hugmyndir um bæjarsjóður og ríkið muni kaupa húsið fyrir um 153 milljónir. Hluta af því yrði greitt með fasteign í eigu Vestmannaeyjabæjar sem síðan yrði leigð af nýjum eigendum til lengri tíma. Fram kemur að samkomulagið sé háð formlegu samþykki verkefnastjórnarinnar og eigendum Fiskiðjuhússins. Andrés segir viljayfirlýsinguna ekki fela í sér neina skuldbindingu."Þessi tala hefði aldrei komið til greina, það vita allir. Ég taldi það skyldu mína sem formanns að ganga í þessa hluti." Eftir að bæjarstjórnarfundi lauk sendi Andrés frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagði tímabundið af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og formennsku verkefnastjórnarinnar. "Ég taldi rétt við þessar aðstæður að á meðan málin eru skoðuð að víkja til hliðar á meðan málin eru skoðuð. Mér finnst það heiðarlegt af mér og drengilegt." Lúðvík Bergvinsson segir þær hugmyndir sem birtust í yfirlýsingunni vera fráleitar og aldrei komið til greina. Hann styður ákvörðun Andrésar að láta af formennsku. Arnar Sigurmundsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir viljayfirlýsinguna hafa komið öllum nema Andrési í opna skjöldu. "Þarna er einstaklingur að búa sig undir það að skuldbinda sig um kaupa fasteign og selja fasteign bæjarsjóðs, algjörlega í heimildarleysi. Þessi gjörningur hefur ekkert gildi og maðurinn er að axla þá ábyrgð að hætta fyrir bragðið." Bæjarráð mun koma saman í dag, án Andrésar Sigmundssonar. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira
Bæjarstjórnarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar urðu mjög undrandi þegar Guðjón Hjörleifsson las upp úr bréfi á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Í bréfinu voru lögfræðingar eigenda Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum að forvitnast um stöðu viljayfirlýsingar sem Andrés Sigmundsson hafði skrifað undir fyrir hönd Verkefnastjórnar Menningarhúss í Vestmannaeyjum þann 12. október. Engin nema Andrés vissi um þessa yfirlýsingu. Síðan hún var undirrituð hefur verið haldinn fundur í bæjarstjórn og hjá verkefnastjórninni án þess að hún hafi verið rædd. Andrés segir það ekki skipta máli að hann hafi ekki sagt bæjarstjórn frá yfirlýsingunni en viðurkennir að það hefði verið eðlilegt að kynna þetta fyrir verkefnastjórninni. Í viljayfirlýsingunni komu fram hugmyndir um bæjarsjóður og ríkið muni kaupa húsið fyrir um 153 milljónir. Hluta af því yrði greitt með fasteign í eigu Vestmannaeyjabæjar sem síðan yrði leigð af nýjum eigendum til lengri tíma. Fram kemur að samkomulagið sé háð formlegu samþykki verkefnastjórnarinnar og eigendum Fiskiðjuhússins. Andrés segir viljayfirlýsinguna ekki fela í sér neina skuldbindingu."Þessi tala hefði aldrei komið til greina, það vita allir. Ég taldi það skyldu mína sem formanns að ganga í þessa hluti." Eftir að bæjarstjórnarfundi lauk sendi Andrés frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagði tímabundið af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og formennsku verkefnastjórnarinnar. "Ég taldi rétt við þessar aðstæður að á meðan málin eru skoðuð að víkja til hliðar á meðan málin eru skoðuð. Mér finnst það heiðarlegt af mér og drengilegt." Lúðvík Bergvinsson segir þær hugmyndir sem birtust í yfirlýsingunni vera fráleitar og aldrei komið til greina. Hann styður ákvörðun Andrésar að láta af formennsku. Arnar Sigurmundsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir viljayfirlýsinguna hafa komið öllum nema Andrési í opna skjöldu. "Þarna er einstaklingur að búa sig undir það að skuldbinda sig um kaupa fasteign og selja fasteign bæjarsjóðs, algjörlega í heimildarleysi. Þessi gjörningur hefur ekkert gildi og maðurinn er að axla þá ábyrgð að hætta fyrir bragðið." Bæjarráð mun koma saman í dag, án Andrésar Sigmundssonar.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira