Óvirk og máttlaus gagnrýni Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 8. nóvember 2004 00:01 Egill Helgason fjallaði í DV á laugardaginn um hlutskipti gagnrýnenda í lofflaumi samfélagsins um bókmenntir og listir, hvernig þeir fáu sem leggðu fyrir sig opinskáa og hreinskipta gagnrýni væru nánast ofsóttir. Sá sem hér slær lykla tók að gagnrýna opinberlega skömmu fyrir tvítugt og hefur birt gagnrýni um leiklist á sviði, í útvarpi og sjónvarpi , kvikmyndir, bókmenntir, tónleika og hljómplötur, öðru hvoru í rúmlega þrjá áratugi í miðla eins og Stöð 2 og Ríkisútvarpið , Tímann, Þjóðviljann, DV og Helgarpóstinn. Auðvitað vekur gagnrýni viðbrögð: í besta falli skilning og áhuga, jafnvel rökstutt andmæli og samtal. Í versta falli óvild, jafnvel hatur og félagslegt einelti - útskúfun, jafnvel líkamsárásir. Hún getur vakið meinsemi (gaman að sjá hvernig þú fórst með hann) eða samúð, viðurkenningu og andúð (hvernig þykist þú hafa vit á), andstöðu og samþykki (hjartanlega sammála þér en þú hefðir getað orðað það öðruvísi). Og þegar lof er borið á borð í einhvern tíma vaknar gamalkunnugt viðbragð: Þú ert nú farinn að slappast - orðinn sellát. Allt þetta hefur maður reynt í þessum sex lotum gagnrýni sem liðnar eru og þeirri sjöundu sem nú stendur. Og svo stendur maður vopnabræður sína að hugleysinu. Sér hvernig menn, karlar og konur, víkja sér undan því að tala umbúðalaust, tafsa á skoðun sinni, afsaka viðfangsefnið; hugleysið drýpur af íslenskri gagnrýni - nálægðin gerir mönnum erfitt fyrir - það er óbærilegt að segja eitthvað um einstaklinginn sem þú hittir seinna á götu, í bíó eða á bar. Það eru ekki allir sem þola að um verk þeirra sé fjallað nema hrósi. Lof vilja allir heyra.Dýpst sökkva þeir höfundar sem ásaka gagnrýnendur sína um að hafa ekki lesið bókina eða leikritið, einstaklingar sem eiga svo erfitt með að kyngja opinberri gagnrýni að þeir svara til baka með slíkum ásökunum: hafði bersýnilega ekki lesið bókina - segir einn HH - Hæstvirtur Höfundur - núna um helgina, annar HH svarar skrifum um verk sitt með hrósi um tvo gagnrýnendur sem hafi lesið leikrit sitt og séu þar af leiðandi "metnaðarfullir" en kúkar um leið á hin tvö sem löstuðu það - en hafa hugsanlega líka lesið það. Þannig getur gagnrýni kallað fram í prýðilega greindu fólki ótrúlega lágkúru og það smeygt henni inn á hinn opinbera vettvang.Óvirk og máttlaus gagnrýni er partur af samfélagslegu meini, þöggun sem teigir sig um samfélagið allt og er hluti af ófrelsi sem þegnarnir hafa sætt sig við. Sjálfstæð og skörp gagnrýni er mikilvægasti hluti af hinu borgaralega frelsi, höfundar sem sem leggjast gegn henni af því að hún særir stolt þeirra eru helsismenn og verða að læra að beina heift sinni annað eða hitt að vera menn til að taka henni.Páll Baldvin Baldvinsson -[email protected]. Grein þessi birtist í DV á mánudaginn 8. nóvember. Hún er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar og ritstjóra blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Egill Helgason fjallaði í DV á laugardaginn um hlutskipti gagnrýnenda í lofflaumi samfélagsins um bókmenntir og listir, hvernig þeir fáu sem leggðu fyrir sig opinskáa og hreinskipta gagnrýni væru nánast ofsóttir. Sá sem hér slær lykla tók að gagnrýna opinberlega skömmu fyrir tvítugt og hefur birt gagnrýni um leiklist á sviði, í útvarpi og sjónvarpi , kvikmyndir, bókmenntir, tónleika og hljómplötur, öðru hvoru í rúmlega þrjá áratugi í miðla eins og Stöð 2 og Ríkisútvarpið , Tímann, Þjóðviljann, DV og Helgarpóstinn. Auðvitað vekur gagnrýni viðbrögð: í besta falli skilning og áhuga, jafnvel rökstutt andmæli og samtal. Í versta falli óvild, jafnvel hatur og félagslegt einelti - útskúfun, jafnvel líkamsárásir. Hún getur vakið meinsemi (gaman að sjá hvernig þú fórst með hann) eða samúð, viðurkenningu og andúð (hvernig þykist þú hafa vit á), andstöðu og samþykki (hjartanlega sammála þér en þú hefðir getað orðað það öðruvísi). Og þegar lof er borið á borð í einhvern tíma vaknar gamalkunnugt viðbragð: Þú ert nú farinn að slappast - orðinn sellát. Allt þetta hefur maður reynt í þessum sex lotum gagnrýni sem liðnar eru og þeirri sjöundu sem nú stendur. Og svo stendur maður vopnabræður sína að hugleysinu. Sér hvernig menn, karlar og konur, víkja sér undan því að tala umbúðalaust, tafsa á skoðun sinni, afsaka viðfangsefnið; hugleysið drýpur af íslenskri gagnrýni - nálægðin gerir mönnum erfitt fyrir - það er óbærilegt að segja eitthvað um einstaklinginn sem þú hittir seinna á götu, í bíó eða á bar. Það eru ekki allir sem þola að um verk þeirra sé fjallað nema hrósi. Lof vilja allir heyra.Dýpst sökkva þeir höfundar sem ásaka gagnrýnendur sína um að hafa ekki lesið bókina eða leikritið, einstaklingar sem eiga svo erfitt með að kyngja opinberri gagnrýni að þeir svara til baka með slíkum ásökunum: hafði bersýnilega ekki lesið bókina - segir einn HH - Hæstvirtur Höfundur - núna um helgina, annar HH svarar skrifum um verk sitt með hrósi um tvo gagnrýnendur sem hafi lesið leikrit sitt og séu þar af leiðandi "metnaðarfullir" en kúkar um leið á hin tvö sem löstuðu það - en hafa hugsanlega líka lesið það. Þannig getur gagnrýni kallað fram í prýðilega greindu fólki ótrúlega lágkúru og það smeygt henni inn á hinn opinbera vettvang.Óvirk og máttlaus gagnrýni er partur af samfélagslegu meini, þöggun sem teigir sig um samfélagið allt og er hluti af ófrelsi sem þegnarnir hafa sætt sig við. Sjálfstæð og skörp gagnrýni er mikilvægasti hluti af hinu borgaralega frelsi, höfundar sem sem leggjast gegn henni af því að hún særir stolt þeirra eru helsismenn og verða að læra að beina heift sinni annað eða hitt að vera menn til að taka henni.Páll Baldvin Baldvinsson -[email protected]. Grein þessi birtist í DV á mánudaginn 8. nóvember. Hún er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar og ritstjóra blaðsins.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun