Ríkið í skuld við sveitarfélögin 29. nóvember 2004 00:01 Ríkisvaldið er í skuld við sveitarfélögin að mati Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, en hvorki Árni Magnússon félagsmálaráðherra né Geir H. Haarde eru tilbúnir til að greiða hana. Hann sagði í umræðu á Alþingi í gær að fulltrúar sveitarfélaganna kvörtuðu sáran undan því að illa gangi í samningum við ríkið um breytingar á tekjuskiptingu milli þeirra og ríkisins. Össur sagði fjárhagsstöðu sveitarfélaganna alvarlega, enda hafi 71 sveitarfélag verið rekið með tapi á síðasta ári og eftirlitsnefnd með fjárhag þeirra hafi talið ástæðu til að skoða sérstaklega fjárhagsstöðu 23 þeirra. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra var til andsvara og sagði að ríkisvaldið hefði nú þegar komið til móts við óskir sveitarfélaganna. Tekjur þeirra hefðu hækkað með hækkun útsvarsheimilda. Ef þær væru fullnýttar gæti það skilað sveitarfélögunum fimm milljörðum króna á ári. Hækkun framlaga ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefðu numið 2,9 milljörðum frá árinu 1999. Auk þess hefðu ýmsar breytingar verið gerðar sem spöruðu sveitarfélögunum um 600 milljónir króna á ári. Því taldi Árni fráleitt að halda því fram að ekkert hafi verið gert til að laga fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Össur Skarphéðinsson, sagði þetta ekki duga til og að skilningsleysi ríkisstjórnarinnar neyddi sveitarfélögin til að hækka gjöld eða grípa til niðurskurðar á velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin væri því í raun að knýja þau til skattahækkana. Það verði að hans sögn á ábyrgð sömu ríkisstjórnar og boði skattalækkanir upp á 39 milljarða á kjörtímabilinu. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, sagði fjárhagsvanda sveitarfélaganna þrískiptann. Í fyrsta hefðu sveitarfélögin aukið þjónustuna og útgjöld þeirra myndu aukast mikið vegna nýs kjarasamnings kennara. Í þriðja lagi hefðu lög verið samin á þingi og reglugerðir í ráðuneytum sem hefðu aukið útgjöld sveitarfélaga eða minnkað tekjur þeirra. Þann þátt taldi Gunnar nauðsynlegt að leiðrétta. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Ríkisvaldið er í skuld við sveitarfélögin að mati Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, en hvorki Árni Magnússon félagsmálaráðherra né Geir H. Haarde eru tilbúnir til að greiða hana. Hann sagði í umræðu á Alþingi í gær að fulltrúar sveitarfélaganna kvörtuðu sáran undan því að illa gangi í samningum við ríkið um breytingar á tekjuskiptingu milli þeirra og ríkisins. Össur sagði fjárhagsstöðu sveitarfélaganna alvarlega, enda hafi 71 sveitarfélag verið rekið með tapi á síðasta ári og eftirlitsnefnd með fjárhag þeirra hafi talið ástæðu til að skoða sérstaklega fjárhagsstöðu 23 þeirra. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra var til andsvara og sagði að ríkisvaldið hefði nú þegar komið til móts við óskir sveitarfélaganna. Tekjur þeirra hefðu hækkað með hækkun útsvarsheimilda. Ef þær væru fullnýttar gæti það skilað sveitarfélögunum fimm milljörðum króna á ári. Hækkun framlaga ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefðu numið 2,9 milljörðum frá árinu 1999. Auk þess hefðu ýmsar breytingar verið gerðar sem spöruðu sveitarfélögunum um 600 milljónir króna á ári. Því taldi Árni fráleitt að halda því fram að ekkert hafi verið gert til að laga fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Össur Skarphéðinsson, sagði þetta ekki duga til og að skilningsleysi ríkisstjórnarinnar neyddi sveitarfélögin til að hækka gjöld eða grípa til niðurskurðar á velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin væri því í raun að knýja þau til skattahækkana. Það verði að hans sögn á ábyrgð sömu ríkisstjórnar og boði skattalækkanir upp á 39 milljarða á kjörtímabilinu. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, sagði fjárhagsvanda sveitarfélaganna þrískiptann. Í fyrsta hefðu sveitarfélögin aukið þjónustuna og útgjöld þeirra myndu aukast mikið vegna nýs kjarasamnings kennara. Í þriðja lagi hefðu lög verið samin á þingi og reglugerðir í ráðuneytum sem hefðu aukið útgjöld sveitarfélaga eða minnkað tekjur þeirra. Þann þátt taldi Gunnar nauðsynlegt að leiðrétta.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira