Afturhaldskommatittir á Alþingi 29. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. Menn eru á þeirri skoðu í stjórnarmeirihlutanum að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi hlaupið á sig þegar hann sagði í Silfri Egils í gær að það kæmi til greina að Íslendingar afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af lista hinna staðföstu þjóða. Ummælin komu ríkisstjórninni í nokkurna vanda á þingingu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði umræðuna á algjörum villigötum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hrósaði Hjálmari fyrir ummælin og sagðist vænta þess að hann væri fyrstur af fleirum sem kæmu í lið stjórnarandstöðunnar í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hældi Hjálmari sömuleiðis og sagði þetta djarflega mælt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sennilega hafa brotið landslög þegar hann ákvað að styðja innrásina í Írak og ætti því sennilega að segja af sér. „Hann hefur ekki skýrt það fyrir okkur og hann kemur hér upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort að Hjálmar Árnason sé skilinn við flokkinn eða hvort hann er ennþá í heitum ástartengslum við hann,“ sagði Mörður. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði ráðherrann og bætti því svo við að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Halldór Ásgrímsson sagði það jafngilda því að hætta að styðja uppbyggingarstarf í Írak ef menn færu út af listanum. Á hitt má benda að þjóðir sem ekki voru á lista hinna viljugu, eins og Noregur sem utanríkisráðherra benti á, taka nú eða hyggjast taka þátt í uppbyggingarstarfi í Írak. Forsætisráðherra spurði jafnframt þingmenn Samfylkingar hvort þeir vissu ekki að innrásin væri löngu búin. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. Menn eru á þeirri skoðu í stjórnarmeirihlutanum að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi hlaupið á sig þegar hann sagði í Silfri Egils í gær að það kæmi til greina að Íslendingar afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af lista hinna staðföstu þjóða. Ummælin komu ríkisstjórninni í nokkurna vanda á þingingu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði umræðuna á algjörum villigötum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hrósaði Hjálmari fyrir ummælin og sagðist vænta þess að hann væri fyrstur af fleirum sem kæmu í lið stjórnarandstöðunnar í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hældi Hjálmari sömuleiðis og sagði þetta djarflega mælt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sennilega hafa brotið landslög þegar hann ákvað að styðja innrásina í Írak og ætti því sennilega að segja af sér. „Hann hefur ekki skýrt það fyrir okkur og hann kemur hér upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort að Hjálmar Árnason sé skilinn við flokkinn eða hvort hann er ennþá í heitum ástartengslum við hann,“ sagði Mörður. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði ráðherrann og bætti því svo við að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Halldór Ásgrímsson sagði það jafngilda því að hætta að styðja uppbyggingarstarf í Írak ef menn færu út af listanum. Á hitt má benda að þjóðir sem ekki voru á lista hinna viljugu, eins og Noregur sem utanríkisráðherra benti á, taka nú eða hyggjast taka þátt í uppbyggingarstarfi í Írak. Forsætisráðherra spurði jafnframt þingmenn Samfylkingar hvort þeir vissu ekki að innrásin væri löngu búin.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira