Mannréttindaskrifstofan ein á báti 4. desember 2004 00:01 Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs stendur nú yfir á Alþingi. Meirihluti Alþingis samþykkti fyrir nokkrum mínútum að svipta Mannréttindaskrifstofu Íslands fjárframlögum frá Alþingi. Greidd verða atkvæði um fjárlögin í dag. Fyrstur manna til að kveða sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna um fjárlögin í morgun var Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni. Hann sagði að ríkisstjórnin léti viðvaranir og vaxtahækkanir Seðlabankans sem vind um eyrun þjóta. Hann benti á fernt sem Samfylkingin beitti sér fyrir að yrði breytt á fjárlögum: að matarskattur yrði lækkaður í stað tekjuskatts, að ríkisstjórnin stæði við skuldbindingar sínar gagnvart öryrkjum, að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi áfram framlög á fjárlögum og að fjárhagur sveitarfélaganna yrði bættur. Jón Bjarnason, Vinstri - grænum, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar og sagði flokkinn myndu sitja hjá við afgreiðslu fjárlaga. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, sagði að í fjárlagafrumvarpinu birtist sterk og góð staða ríkissjóðs sem leiddi til þess að kaupmáttur almennings myndi aukast. Hann sagði að niðurstaða væri góður tekjuafgangur upp á tíu milljarða króna en Magnús lauk máli sínu á því að undirstrika að aukinn agi yrði viðhafður í ríkisrekstri. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, sagði að ríkisstjórnin hefði þegar tekið meira inn í nýjum álögum en hún skilar tilbaka í skattalækkunum. Hann sagði að afgreiðsla fjárlaganna væri á ábyrgð stjórnarþingmanna og hann sagði víst að miklar lagfæringar myndu koma fram á fjáraukalögum á næsta ári. Að þessu sögðu hófust atkvæðagreiðslur um breytingartillögur stjórnarliða og stjórnarandstöðunnar. Hingað til hafa tillögur stjórnarliða verið samþykktar og tillögur stjórnarandstöðunnar felldar. Nafnakalls var krafist um tillögu sem allir þingmenn stjórnarandstöðunnar stóðu að. Hún gengur út á að Mannréttindaskrifstofu Íslands verði áfram tryggð fjárveiting á fjárlögum en meirihlutinn hefur ákveðið að svipta Mannréttindaskrifstofuna föstu framlagi. Kristinn H Gunnarsson var eini þingmaður stjórnarliða sem tryggja vildi Mannréttindaskrifstofunni fjárframlög. Tillagan var því felld. Atkvæðagreiðslur um breytingatillögur við fjárlög standa væntanlega yfir fram eftir degi, en stefnt er að því að fjárlög verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs stendur nú yfir á Alþingi. Meirihluti Alþingis samþykkti fyrir nokkrum mínútum að svipta Mannréttindaskrifstofu Íslands fjárframlögum frá Alþingi. Greidd verða atkvæði um fjárlögin í dag. Fyrstur manna til að kveða sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna um fjárlögin í morgun var Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni. Hann sagði að ríkisstjórnin léti viðvaranir og vaxtahækkanir Seðlabankans sem vind um eyrun þjóta. Hann benti á fernt sem Samfylkingin beitti sér fyrir að yrði breytt á fjárlögum: að matarskattur yrði lækkaður í stað tekjuskatts, að ríkisstjórnin stæði við skuldbindingar sínar gagnvart öryrkjum, að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi áfram framlög á fjárlögum og að fjárhagur sveitarfélaganna yrði bættur. Jón Bjarnason, Vinstri - grænum, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar og sagði flokkinn myndu sitja hjá við afgreiðslu fjárlaga. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, sagði að í fjárlagafrumvarpinu birtist sterk og góð staða ríkissjóðs sem leiddi til þess að kaupmáttur almennings myndi aukast. Hann sagði að niðurstaða væri góður tekjuafgangur upp á tíu milljarða króna en Magnús lauk máli sínu á því að undirstrika að aukinn agi yrði viðhafður í ríkisrekstri. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, sagði að ríkisstjórnin hefði þegar tekið meira inn í nýjum álögum en hún skilar tilbaka í skattalækkunum. Hann sagði að afgreiðsla fjárlaganna væri á ábyrgð stjórnarþingmanna og hann sagði víst að miklar lagfæringar myndu koma fram á fjáraukalögum á næsta ári. Að þessu sögðu hófust atkvæðagreiðslur um breytingartillögur stjórnarliða og stjórnarandstöðunnar. Hingað til hafa tillögur stjórnarliða verið samþykktar og tillögur stjórnarandstöðunnar felldar. Nafnakalls var krafist um tillögu sem allir þingmenn stjórnarandstöðunnar stóðu að. Hún gengur út á að Mannréttindaskrifstofu Íslands verði áfram tryggð fjárveiting á fjárlögum en meirihlutinn hefur ákveðið að svipta Mannréttindaskrifstofuna föstu framlagi. Kristinn H Gunnarsson var eini þingmaður stjórnarliða sem tryggja vildi Mannréttindaskrifstofunni fjárframlög. Tillagan var því felld. Atkvæðagreiðslur um breytingatillögur við fjárlög standa væntanlega yfir fram eftir degi, en stefnt er að því að fjárlög verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira