Aflamarkskerfi ekki sameinuð 4. desember 2004 00:01 "Mér finnst þessi umræða mjög einkennileg og veit ekki hverjir standa fyrir henni, hvort það eru andstæðingar slíkrar sameiningar eða fylgismenn sem koma þessari umræðu af stað," segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra um vangaveltur um mögulega sameiningu krókaaflamats- og aflamatskerfis í eitt stórt kerfi. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að sumir útgerðarmenn söfnuðu kvóta á smábáta í krókaaflamatskerfinu, í von um að verðmæti kvótans myndi aukast í sameinuðu kerfi. "Það eru engar fyrirætlanir um að þessi kerfi verði sameinuð, hvorki hjá ráðherra né stjórvöldum, í mínum flokki né samstarfsflokki okkar í ríkisstjórn, þannig að svo langt sem minn sjóndeildarhringur nær í þessum efnum er sameining hvergi nærri á dagskrá. Ef menn eru að kaupa upp kvóta í þeirri von að af slíkri sameiningu verði þá er það á röngum forsendum," segir Árni. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna tók í sama streng. "Þó að við teljum í grundvallaratriðum rangt að hafa tvö kerfi þá hafa bæði LÍÚ og Landsamband smábátaeigenda lýst því yfir að það eigi ekki að sameina kerfin og erum erum á móti því að slík sameining eigi sér stað. Kvóti var fluttur af skipum í aflamarkskerfinu og yfir í krókaflamarkskerfið á þeim forsendum að hann ætti að fara á smærri báta. Að gera eigendum báta í krókaflamarkskerfinu kleift að selja útgerðarmönnum þann kvóta aftur væri alveg fráleitt," segir Friðrik. "Ef kerfin væru sameinuð væri eðiliegt að veiðiheimildir krókaflamarksbáta yrðu skertar fremur en auknar og að þessum kvóta væri skilað aftur á aflamarksskipin sem mörg hver eru í dag minni en "smábátarnir" í krókaflamarkskerfinu. Það er fráleitt að útgerðarmenn ætli sér að kaupa þennan kvóta einu sinni enn. Ég hef hvergi heyrt neinn lýsa yfir áhuga á að þetta verði gert og við hjá LÍÚ viljum frekar að skýrari skil verði gerð á milli þessara tveggja kerfa en að sameina þau. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
"Mér finnst þessi umræða mjög einkennileg og veit ekki hverjir standa fyrir henni, hvort það eru andstæðingar slíkrar sameiningar eða fylgismenn sem koma þessari umræðu af stað," segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra um vangaveltur um mögulega sameiningu krókaaflamats- og aflamatskerfis í eitt stórt kerfi. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að sumir útgerðarmenn söfnuðu kvóta á smábáta í krókaaflamatskerfinu, í von um að verðmæti kvótans myndi aukast í sameinuðu kerfi. "Það eru engar fyrirætlanir um að þessi kerfi verði sameinuð, hvorki hjá ráðherra né stjórvöldum, í mínum flokki né samstarfsflokki okkar í ríkisstjórn, þannig að svo langt sem minn sjóndeildarhringur nær í þessum efnum er sameining hvergi nærri á dagskrá. Ef menn eru að kaupa upp kvóta í þeirri von að af slíkri sameiningu verði þá er það á röngum forsendum," segir Árni. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna tók í sama streng. "Þó að við teljum í grundvallaratriðum rangt að hafa tvö kerfi þá hafa bæði LÍÚ og Landsamband smábátaeigenda lýst því yfir að það eigi ekki að sameina kerfin og erum erum á móti því að slík sameining eigi sér stað. Kvóti var fluttur af skipum í aflamarkskerfinu og yfir í krókaflamarkskerfið á þeim forsendum að hann ætti að fara á smærri báta. Að gera eigendum báta í krókaflamarkskerfinu kleift að selja útgerðarmönnum þann kvóta aftur væri alveg fráleitt," segir Friðrik. "Ef kerfin væru sameinuð væri eðiliegt að veiðiheimildir krókaflamarksbáta yrðu skertar fremur en auknar og að þessum kvóta væri skilað aftur á aflamarksskipin sem mörg hver eru í dag minni en "smábátarnir" í krókaflamarkskerfinu. Það er fráleitt að útgerðarmenn ætli sér að kaupa þennan kvóta einu sinni enn. Ég hef hvergi heyrt neinn lýsa yfir áhuga á að þetta verði gert og við hjá LÍÚ viljum frekar að skýrari skil verði gerð á milli þessara tveggja kerfa en að sameina þau.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira