Fjárlögin samþykkt á Alþingi 4. desember 2004 00:01 Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þriðju umræðu um fjárlög var framhaldið í morgun. Fulltrúar meiri- og minnihlutans tjáðu sig um fjárlögin í upphafi þingfundar. Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni sagði að svo virtist sem enn ætti að halda áfram blekkingarleiknum, þrátt fyrir að í gær hafi komið ný þjóðhagsspá frá Seðlabankanum sem sýndi fram á að forsendur fjárlaganna væru nær allar brostnar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að í frumvarpinu endurspeglaðist sterk og góð staða ríkissjóðs. Framundan væri aukinn hagvöxtur og aukinn kaupmáttur almennings. „Niðurstaða frumvarpsins er góður tekjuafgangur upp á um tíu miljarða króna sem er mun betri árangur en þekkist í flestum okkar samanburðarlanda,“ sagði Magnús. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru síðan allar felldar ein á eftir annarri, en hæst reis umræðan um tillögu allra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð áfram fjárframlög frá Alþingi, en í fjárlagafrumvarpinu var ekki gert ráð fyrir framlagi til skrifstofunnar. Meirihluti stjórnarandstöðunnar gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni sagði eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum sagðist ekki sjá betur en að eitthvað væri rotið við afstöðu ríkisstjórnarinnar til mannréttindamála almennt. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætsiráðherra, Halldór Ásgrímsson, ritað minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi; það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunnni spurði hvort Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í aðför Sjálfstæðisflokksins að Mannréttindaskrifstofu Íslands Framsóknarmenn, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni, fylgdu ekki þeirri skoðun formanns síns sem hann setti fyrir sex árum og felldu tillöguna ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir hádegi í dag með 31 atkvæði gegn 24. Átta voru fjarstaddir. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þriðju umræðu um fjárlög var framhaldið í morgun. Fulltrúar meiri- og minnihlutans tjáðu sig um fjárlögin í upphafi þingfundar. Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni sagði að svo virtist sem enn ætti að halda áfram blekkingarleiknum, þrátt fyrir að í gær hafi komið ný þjóðhagsspá frá Seðlabankanum sem sýndi fram á að forsendur fjárlaganna væru nær allar brostnar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að í frumvarpinu endurspeglaðist sterk og góð staða ríkissjóðs. Framundan væri aukinn hagvöxtur og aukinn kaupmáttur almennings. „Niðurstaða frumvarpsins er góður tekjuafgangur upp á um tíu miljarða króna sem er mun betri árangur en þekkist í flestum okkar samanburðarlanda,“ sagði Magnús. Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru síðan allar felldar ein á eftir annarri, en hæst reis umræðan um tillögu allra þingmanna stjórnarandstöðunnar um að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð áfram fjárframlög frá Alþingi, en í fjárlagafrumvarpinu var ekki gert ráð fyrir framlagi til skrifstofunnar. Meirihluti stjórnarandstöðunnar gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni sagði eitthvað rotið í innviðum þess stjórnkerfis sem ekki vill styðja við bakið á starfsemi sjálfstæðrar mannréttindaskrifstofu. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum sagðist ekki sjá betur en að eitthvað væri rotið við afstöðu ríkisstjórnarinnar til mannréttindamála almennt. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni sagði að fyrir nokkrum árum hafi formaður Framsóknarflokksins og núverandi forsætsiráðherra, Halldór Ásgrímsson, ritað minnisblað til ríkisstjórnarinnar þar sem hann taldi að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu yrðu framlög að koma beint frá Alþingi; það gengi ekki að þau kæmu frá einhverju tilteknu ráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingunnni spurði hvort Framsóknarflokkurinn ætlaði að taka þátt í aðför Sjálfstæðisflokksins að Mannréttindaskrifstofu Íslands Framsóknarmenn, að undanskildum Kristni H. Gunnarssyni, fylgdu ekki þeirri skoðun formanns síns sem hann setti fyrir sex árum og felldu tillöguna ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi laust eftir hádegi í dag með 31 atkvæði gegn 24. Átta voru fjarstaddir.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira