Trúir á hagvöxt til 2010 6. desember 2004 00:01 Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 29 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2007 og 2008. Þá koma skattalækkanirnar fram að mestum þunga. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að spá með vissu um hagvöxt svona langt fram í tímann. Hann telur þvert á móti að ýmis teikn séu á lofti um að hagvöxtur haldi áfram að minnsta kosti fram til 2010. "Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt. Ég trúi því í hjarta mínu og það er ýmislegt sem ég þykist vita um, en get ekkert fullyrt um eða rökstutt með hlutlægum rökum. Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt," segir Einar Oddur. Hann telur Íslendinga eiga fyrir skattalækkuninni eins og haldið hefur verið fram og bendir á að ríkissjóður standi betur en ríkissjóður flestra annarra Evrópuríkja. Ef hagvöxtur dytti niður þá sé réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla um tíma til þess að keyra atvinnulífið upp að nýju. "Við teljum reynsluna sýna að mjög mikið tekjuinnstreymi til ríkisins á uppgangstímum hafi alltaf leitt til þess að útgjöldin aukist jafn mikið. Þegar niðursveiflan kemur þá fara tekjurnar niður líka en í alþjóðlegu samhengi ræður hið opinbera ekki við að ná niður útgjöldum ríkisins í velferðarmálum. Þau geta haft áhrif á fjárfestinguna en ekki á samneysluna þannig að við teljum hættulegt að taka inn miklar tekjur. Reynslan er sú að menn hafa of lítið mótstöðuafl gegn kröfum um breytingar. Það er okkar pólitíska markmið að ríkið þenjist ekki út." Hægt verður á þenslunni hjá hinu opinbera árin 2007 til 2008 og mun það koma fram í öllum ráðuneytum nema menntamálaráðuneytinu. Í þinginu er verið að samþykkja átta prósenta aukningu í heilbrigðismálum, sem Einar Oddur segir að sé 4-4,5 prósenta raunaukning. Það sé alltof mikil aukning. Íslendingar eyði of miklu í heilbrigðismál miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það sé skipulagsmál sem ekki verði komist hjá að ganga í á næstu árum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 29 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2007 og 2008. Þá koma skattalækkanirnar fram að mestum þunga. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að spá með vissu um hagvöxt svona langt fram í tímann. Hann telur þvert á móti að ýmis teikn séu á lofti um að hagvöxtur haldi áfram að minnsta kosti fram til 2010. "Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt. Ég trúi því í hjarta mínu og það er ýmislegt sem ég þykist vita um, en get ekkert fullyrt um eða rökstutt með hlutlægum rökum. Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt," segir Einar Oddur. Hann telur Íslendinga eiga fyrir skattalækkuninni eins og haldið hefur verið fram og bendir á að ríkissjóður standi betur en ríkissjóður flestra annarra Evrópuríkja. Ef hagvöxtur dytti niður þá sé réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla um tíma til þess að keyra atvinnulífið upp að nýju. "Við teljum reynsluna sýna að mjög mikið tekjuinnstreymi til ríkisins á uppgangstímum hafi alltaf leitt til þess að útgjöldin aukist jafn mikið. Þegar niðursveiflan kemur þá fara tekjurnar niður líka en í alþjóðlegu samhengi ræður hið opinbera ekki við að ná niður útgjöldum ríkisins í velferðarmálum. Þau geta haft áhrif á fjárfestinguna en ekki á samneysluna þannig að við teljum hættulegt að taka inn miklar tekjur. Reynslan er sú að menn hafa of lítið mótstöðuafl gegn kröfum um breytingar. Það er okkar pólitíska markmið að ríkið þenjist ekki út." Hægt verður á þenslunni hjá hinu opinbera árin 2007 til 2008 og mun það koma fram í öllum ráðuneytum nema menntamálaráðuneytinu. Í þinginu er verið að samþykkja átta prósenta aukningu í heilbrigðismálum, sem Einar Oddur segir að sé 4-4,5 prósenta raunaukning. Það sé alltof mikil aukning. Íslendingar eyði of miklu í heilbrigðismál miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það sé skipulagsmál sem ekki verði komist hjá að ganga í á næstu árum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira