Litlar vangaveltur um breytingar 7. desember 2004 00:01 Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi formönnum stjórnmálaflokkanna í gær bréf og óskaði eftir tilnefningum þeirra í stjórnarskrárnefnd. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Halldór rétt að tekið yrði tillit til frjórrar umræðu ársins, eins og hann orðaði það. Hann ljáði einnig máls á ákvæði í endurskoðri stjórnarskrá sem gerði almenningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og það vekur óneitanlega spurningar um hlutverk forseta Íslands og málskotsrétt hans. Halldór sagðist þó hingað til ekki hafa viljað leggja embættið niður. Stjórnarandstaðan virðist enn sem komið er ekki hafa velt breytingum á stjórnarskránni fyrir sér, og var á viðmælendum fréttastofunnar í morgun að skilja að bréf forsætisráðherra hefði jafnvel komið flatt upp á marga þingmenn. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir þingmenn flokksins ekki hafa rætt málið í þaula en eins og venjulega útiloki þeir ekki neitt. Kjarninn í hugmyndum Samfylkingarinnar sé hins vegar, hér eftir sem hingað til, að tryggt verði að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis líkt og nú er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Af hugsanlegum breytingum sem æskilegt sé að kanna nefnir Lúðvík eflingu stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Níu fulltrúar verða í stjórnarskrárnefndinni: þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einn frá Vinstri-grænum og Frjálslyndum. Nefndinni til fulltingis verður sérfræðinganefnd. Eiríkur Tómasson lagaprófessor fer fyrir henni en með honum starfa Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Björg Thorarenssen, lagaprófessor. Halldór leggur áherslu á að nefndin skili áliti sínu snemma árs 2007 svo að almenningur eigi þess kost að kjósa um breytingatillögurnar í þingkosningum sem eiga að fara fram þá um vorið. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi formönnum stjórnmálaflokkanna í gær bréf og óskaði eftir tilnefningum þeirra í stjórnarskrárnefnd. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Halldór rétt að tekið yrði tillit til frjórrar umræðu ársins, eins og hann orðaði það. Hann ljáði einnig máls á ákvæði í endurskoðri stjórnarskrá sem gerði almenningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og það vekur óneitanlega spurningar um hlutverk forseta Íslands og málskotsrétt hans. Halldór sagðist þó hingað til ekki hafa viljað leggja embættið niður. Stjórnarandstaðan virðist enn sem komið er ekki hafa velt breytingum á stjórnarskránni fyrir sér, og var á viðmælendum fréttastofunnar í morgun að skilja að bréf forsætisráðherra hefði jafnvel komið flatt upp á marga þingmenn. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir þingmenn flokksins ekki hafa rætt málið í þaula en eins og venjulega útiloki þeir ekki neitt. Kjarninn í hugmyndum Samfylkingarinnar sé hins vegar, hér eftir sem hingað til, að tryggt verði að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis líkt og nú er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Af hugsanlegum breytingum sem æskilegt sé að kanna nefnir Lúðvík eflingu stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Níu fulltrúar verða í stjórnarskrárnefndinni: þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einn frá Vinstri-grænum og Frjálslyndum. Nefndinni til fulltingis verður sérfræðinganefnd. Eiríkur Tómasson lagaprófessor fer fyrir henni en með honum starfa Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Björg Thorarenssen, lagaprófessor. Halldór leggur áherslu á að nefndin skili áliti sínu snemma árs 2007 svo að almenningur eigi þess kost að kjósa um breytingatillögurnar í þingkosningum sem eiga að fara fram þá um vorið.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira