Deilt um Írak 7. desember 2004 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. "Þetta er ósvífið og rangt," sagði Steingrímur J. "Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna". Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráðherra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áframhaldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. "Er Samfylkingin ósammála dönskum jafnaðarmönnum?" Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: "Við erum sammála spænskum jafnaðarmönnum". Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Halldór í þingræðu: "Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: "Þá lá ekki á að koma Saddam Hússein frá!". Halldór varðist árásum andstæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Halldóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: "Það var bara einn maður. Hann heitir Davíð Oddsson". Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. "Þetta er ósvífið og rangt," sagði Steingrímur J. "Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna". Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráðherra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áframhaldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. "Er Samfylkingin ósammála dönskum jafnaðarmönnum?" Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: "Við erum sammála spænskum jafnaðarmönnum". Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Halldór í þingræðu: "Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: "Þá lá ekki á að koma Saddam Hússein frá!". Halldór varðist árásum andstæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Halldóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: "Það var bara einn maður. Hann heitir Davíð Oddsson".
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira