Feluskattar vega upp skattalækkun 9. desember 2004 00:01 Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. "Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er furmvarpið félagslega réttlátt." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði skattalækkanirnar hreinar sjónhverfingar og enga tilviljun að þær kæmu að mestu til framkvæmda rétt fyrir næstu kosningar. Nefndi Össur sextán skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefði lagt fram að undanförnu. "Það á að fjármagna skattalækkanirnar með felusköttum. Í lok ársins 2005 mun ríkið hafa innheimt meira í formi hækkaðra skatta sem verið er að samþykkja þessa dagana en felast í tekjuskattslækkunum stjórnarinnar." Pétur H. Blöndal sagði að eina skattahækkunin sem samþykkt hefði verið hefði verið umsýslugjald fasteigna, 150 krónur á mánuði fyrir til dæmis tuttugu milljóna eign. "Eðlileg krónutöluhækkun til samræmis við verðbóglu er ekki skattahækkun." Einar Már Sigurðarson mælti fyrir áliti fyrsta minnihlutans, Samfylkingarinnar: "Meginniðurstðan er sú að þeir sem hafa mikið fyrir fá meira." Einar Már sagði að persónuafsláttur hefði ekki hækkað í takt við verðbólgu frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn 1995. "Miðað við launavísitölu vantar 40 milljarða, en 15 milljarða miðað við neysluvísitölu." Pétur H. Blöndal sagði að taka yrði með í reikninginn að persónuafsláttur hefði lækkað í takt við tekjuskattslækkun til að halda verðgildi frítekjumarksins. Ef tekið væri tillit til þess að iðgjöld til lífeyrissjóða væru orðin skattfrjáls hefði þróunin verið "nokkurn veginn" í takt við verðlag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. "Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er furmvarpið félagslega réttlátt." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði skattalækkanirnar hreinar sjónhverfingar og enga tilviljun að þær kæmu að mestu til framkvæmda rétt fyrir næstu kosningar. Nefndi Össur sextán skattahækkanir sem ríkisstjórnin hefði lagt fram að undanförnu. "Það á að fjármagna skattalækkanirnar með felusköttum. Í lok ársins 2005 mun ríkið hafa innheimt meira í formi hækkaðra skatta sem verið er að samþykkja þessa dagana en felast í tekjuskattslækkunum stjórnarinnar." Pétur H. Blöndal sagði að eina skattahækkunin sem samþykkt hefði verið hefði verið umsýslugjald fasteigna, 150 krónur á mánuði fyrir til dæmis tuttugu milljóna eign. "Eðlileg krónutöluhækkun til samræmis við verðbóglu er ekki skattahækkun." Einar Már Sigurðarson mælti fyrir áliti fyrsta minnihlutans, Samfylkingarinnar: "Meginniðurstðan er sú að þeir sem hafa mikið fyrir fá meira." Einar Már sagði að persónuafsláttur hefði ekki hækkað í takt við verðbólgu frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn 1995. "Miðað við launavísitölu vantar 40 milljarða, en 15 milljarða miðað við neysluvísitölu." Pétur H. Blöndal sagði að taka yrði með í reikninginn að persónuafsláttur hefði lækkað í takt við tekjuskattslækkun til að halda verðgildi frítekjumarksins. Ef tekið væri tillit til þess að iðgjöld til lífeyrissjóða væru orðin skattfrjáls hefði þróunin verið "nokkurn veginn" í takt við verðlag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira