Rafmagnsreikningar hækka um áramót 11. desember 2004 00:01 Búist er við rúmlega tíu prósenta hækkun raforkuverðs á höfuðborgarsvæðinu um áramót. Samanlögð gjöld gætu þá hækkað um tæpan milljarð króna. Stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja komu saman nýlega og ræddu stöðuna en lög sem voru samþykkt á Alþingi í vor gera ráð fyrir að framleiðsla og dreifing raforkukerfisins verði aðskilin og dreifikerfið verði að bera sig sjálft, án stuðnings frá raforkuframleiðslunni. Ellert Eiríksson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, segir að það stefni í tíu prósenta hækkun á raforkuverði. "Við vorum sagðir svartsýnir þegar lögin voru í undirbúningi og við vöruðum við mikilli hækkun á raforkuverði en það hefur komið í ljós að við vorum ekki nægilega svartsýnir," segir Ellert. "Við sitjum núna yfir útreikningum og erum að reyna að finna leið til að viðskiptavinir okkar fái sem hagstæðasta útkomu en því miður reynist kostnaðurinn sem er búinn til í þessu nýja kerfi meiri en okkar svartsýnustu spár sögðu til um." Samkvæmt heimildum blaðsins stefnir í að hækkanir Orkuveitu Reykjavíkur verði líka í kringum tíu prósent. Ekki er langt síðan Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, átti fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og lýsti yfir áhyggjum af verðhækkunum í kjölfar nýju laganna. Markmið laganna er að jafna orkuverð á landinu og iðnaðarráðherra hefur spurt í pistli á vefsíðu sinni hvort það sé ósanngjarnt að íbúar á suðvesturhorninu taki þátt í jöfnun á orkuverði. Heimili á höfuðborgarsvæðinu greiða að meðaltali í kringum 70 þúsund krónur á ári. Miðað við það má gera ráð fyrir að samanlögð hækkun á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu hálfur til einn milljarður króna. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, sagði fyrr á þessu ári að rætt hefði verið um að greiðslur fyrirtækja og einstaklinga til Orkuveitu Reykjavíkur gætu hækkað um allt að milljarð króna á ári vegna breytinganna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Búist er við rúmlega tíu prósenta hækkun raforkuverðs á höfuðborgarsvæðinu um áramót. Samanlögð gjöld gætu þá hækkað um tæpan milljarð króna. Stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja komu saman nýlega og ræddu stöðuna en lög sem voru samþykkt á Alþingi í vor gera ráð fyrir að framleiðsla og dreifing raforkukerfisins verði aðskilin og dreifikerfið verði að bera sig sjálft, án stuðnings frá raforkuframleiðslunni. Ellert Eiríksson, stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, segir að það stefni í tíu prósenta hækkun á raforkuverði. "Við vorum sagðir svartsýnir þegar lögin voru í undirbúningi og við vöruðum við mikilli hækkun á raforkuverði en það hefur komið í ljós að við vorum ekki nægilega svartsýnir," segir Ellert. "Við sitjum núna yfir útreikningum og erum að reyna að finna leið til að viðskiptavinir okkar fái sem hagstæðasta útkomu en því miður reynist kostnaðurinn sem er búinn til í þessu nýja kerfi meiri en okkar svartsýnustu spár sögðu til um." Samkvæmt heimildum blaðsins stefnir í að hækkanir Orkuveitu Reykjavíkur verði líka í kringum tíu prósent. Ekki er langt síðan Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, átti fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og lýsti yfir áhyggjum af verðhækkunum í kjölfar nýju laganna. Markmið laganna er að jafna orkuverð á landinu og iðnaðarráðherra hefur spurt í pistli á vefsíðu sinni hvort það sé ósanngjarnt að íbúar á suðvesturhorninu taki þátt í jöfnun á orkuverði. Heimili á höfuðborgarsvæðinu greiða að meðaltali í kringum 70 þúsund krónur á ári. Miðað við það má gera ráð fyrir að samanlögð hækkun á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu hálfur til einn milljarður króna. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, sagði fyrr á þessu ári að rætt hefði verið um að greiðslur fyrirtækja og einstaklinga til Orkuveitu Reykjavíkur gætu hækkað um allt að milljarð króna á ári vegna breytinganna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira