Gerir forvarnir erfiðari 21. desember 2004 00:01 Niðurskurður sá, sem við blasir í starfi SÁÁ eftir að fjárlög lágu fyrir gerir allt forvarnastarf í áfengis- og fíkniefnamálum mun erfiðara en ella, að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, liggur fyrir að fækka verður innlögnum um 300 á næsta ári. Ekki verður hægt að bæta við fleiri ópíumfíklum í viðhaldsmeðferð, bráðaþjónustu verður að leggja af og hætt að taka inn ungmenni undir 16 ára aldri. Árni sagði að þótt málið sneri að meðferðum þá hefði það áhrif á forvarnir. "Hann er tvíþættur. Annars vegar hvað varðar börn og ungmenni, en þar eru sameiginlegir miklir hagsmunir í forvörnum og meðferðinni. Þessi hópur þarf að eiga sem greiðasta leið í meðferð, því að hvert ár sem tapast þannig að ungmenni haldi áfram í neyslu er dýrmætt. Þar er um að tefla þroska, nám og fleira sem fer forgörðum í því ferli. Því lengur sem þau eru í þessu ástandi, þeim mun erfiðara verður að koma þeim á réttan kjöl. Þetta er því mjög miður í því ljósi." Árni sagði að hinn þátturinn sem sneri að forvörnum væri fíkniefnamarkaðurinn úti í samfélaginu. Eftir því sem hann væri minni, færri neytendur, minni eftirspurn og þar af leiðandi minna um efni, þeim mun auðveldara ættu þeir um vik sem ynnu að forvörnum. "Þessi mikli innflutningur beinist fyrst og fremst að stórneytendunum. Fíkniefni verða einnig fáanleg víðar og meiri líkur eru á að ungmenni komist í snertingu við efnin, á skemmtistöðum, í partíhaldi og öðru viðlíka." Árni sagði að allt sem takmarkaði aðgengi ungmenna að ráðgjöf og meðferð og "runa af frumvörpum" um að auðvelda aðgengi að áfengi væri ekki í samræmi við heilbrigðisáætlun sem Alþingi hefði sett til ársins 2010. Fræðslumiðstöðin myndi kalla eftir svörum um hvort stjórnvöld væru búin að gleyma þeim markmiðum sem þau hefðu sett í áætluninni í heilbrigðis- og forvarnamálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Sjá meira
Niðurskurður sá, sem við blasir í starfi SÁÁ eftir að fjárlög lágu fyrir gerir allt forvarnastarf í áfengis- og fíkniefnamálum mun erfiðara en ella, að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, liggur fyrir að fækka verður innlögnum um 300 á næsta ári. Ekki verður hægt að bæta við fleiri ópíumfíklum í viðhaldsmeðferð, bráðaþjónustu verður að leggja af og hætt að taka inn ungmenni undir 16 ára aldri. Árni sagði að þótt málið sneri að meðferðum þá hefði það áhrif á forvarnir. "Hann er tvíþættur. Annars vegar hvað varðar börn og ungmenni, en þar eru sameiginlegir miklir hagsmunir í forvörnum og meðferðinni. Þessi hópur þarf að eiga sem greiðasta leið í meðferð, því að hvert ár sem tapast þannig að ungmenni haldi áfram í neyslu er dýrmætt. Þar er um að tefla þroska, nám og fleira sem fer forgörðum í því ferli. Því lengur sem þau eru í þessu ástandi, þeim mun erfiðara verður að koma þeim á réttan kjöl. Þetta er því mjög miður í því ljósi." Árni sagði að hinn þátturinn sem sneri að forvörnum væri fíkniefnamarkaðurinn úti í samfélaginu. Eftir því sem hann væri minni, færri neytendur, minni eftirspurn og þar af leiðandi minna um efni, þeim mun auðveldara ættu þeir um vik sem ynnu að forvörnum. "Þessi mikli innflutningur beinist fyrst og fremst að stórneytendunum. Fíkniefni verða einnig fáanleg víðar og meiri líkur eru á að ungmenni komist í snertingu við efnin, á skemmtistöðum, í partíhaldi og öðru viðlíka." Árni sagði að allt sem takmarkaði aðgengi ungmenna að ráðgjöf og meðferð og "runa af frumvörpum" um að auðvelda aðgengi að áfengi væri ekki í samræmi við heilbrigðisáætlun sem Alþingi hefði sett til ársins 2010. Fræðslumiðstöðin myndi kalla eftir svörum um hvort stjórnvöld væru búin að gleyma þeim markmiðum sem þau hefðu sett í áætluninni í heilbrigðis- og forvarnamálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Sjá meira