Farsælla að bjóða fram sér 22. desember 2004 00:01 Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan eða aldrei verið áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum en um þessar mundir þegar forystumaður hans Halldór Ásgrímsson fagnar fyrstu hundrað dögum sínum í embætti. En á sama tíma hefur flokkurinn varla í annan tíma notið eins lítils fylgis meðal kjósenda. Nýtilkomin stjórnarforysta Framsóknarflokksins skilaði flokknum litlu í síðustu fylgiskönnun Gallups í nóvember. Þar fékk flokkurinn 11.2% sem er örlitlu minna en mánuðina þar á undan og talsvert minna en í kosningunum 2003 en þá fékk hann 17.7%. Halldór Ásgrímsson segir í viðtali sem birtist á morgun í tilefni þess að fyrstu hundrað dagar hans í embætti eru liðnir, að hann telji ekki að flokkurinn sé að líða fyrir langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. -Er ímynd Framsóknarflokksins orðin hættulega samtvinnuð ímynd Sjálfstæðismanna? "Nei, ég tel það ekki vera vandamál. Þetta eru báðir sterkir flokkar og samstarfið hefur verið farsælt." Enn verri er svo útkoma í könnun Gallups sem gerð var um miðjan nóvember um borgarmál. Þar var spurt um fylgi við einstaka flokka innan R-listans og var niðurstaðan sú að Framsókn hefði fengið 4.4%, engan mann kjörinn og minna fylgi en Frjálslyndi flokkurinn. "Ég tel alveg ljóst að R-listinn gagnist Samfylkingunni og Vinstri grænum mun betur en Framsóknarflokknum. Fólk kennir R-listann meira við þessa flokka en Framsóknarflokkinn, það er ekkert nýtt." -En nú er Alfreð Þorsteinsson mjög áberandi og Sjálfstæðismenn segja hann í rauninni yfirborgarstjóra? "Ég veit ekki hvort hægt er að draga miklar ályktanir út frá skoðanakönnunum, það eru ekki alltaf skýringar á því sem þær segja á milli kosninga." -Telurðu að Framsókn eigi að bjóða fram sér? "Það verður að meta í hvert skipti. Ég tel almennt farsælla fyrir flokka að bjóða fram sér. Það takast hins vegar ólík sjónarmið þarna á. Ég bendi á það eru fleiri dæmi um þetta en í Reykjavík. Til dæmis hefur Framsóknarflokkurinn boðið fram með Sjálfstæðisflokknum á Húsavík." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan eða aldrei verið áhrifameiri í íslenskum stjórnmálum en um þessar mundir þegar forystumaður hans Halldór Ásgrímsson fagnar fyrstu hundrað dögum sínum í embætti. En á sama tíma hefur flokkurinn varla í annan tíma notið eins lítils fylgis meðal kjósenda. Nýtilkomin stjórnarforysta Framsóknarflokksins skilaði flokknum litlu í síðustu fylgiskönnun Gallups í nóvember. Þar fékk flokkurinn 11.2% sem er örlitlu minna en mánuðina þar á undan og talsvert minna en í kosningunum 2003 en þá fékk hann 17.7%. Halldór Ásgrímsson segir í viðtali sem birtist á morgun í tilefni þess að fyrstu hundrað dagar hans í embætti eru liðnir, að hann telji ekki að flokkurinn sé að líða fyrir langt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. -Er ímynd Framsóknarflokksins orðin hættulega samtvinnuð ímynd Sjálfstæðismanna? "Nei, ég tel það ekki vera vandamál. Þetta eru báðir sterkir flokkar og samstarfið hefur verið farsælt." Enn verri er svo útkoma í könnun Gallups sem gerð var um miðjan nóvember um borgarmál. Þar var spurt um fylgi við einstaka flokka innan R-listans og var niðurstaðan sú að Framsókn hefði fengið 4.4%, engan mann kjörinn og minna fylgi en Frjálslyndi flokkurinn. "Ég tel alveg ljóst að R-listinn gagnist Samfylkingunni og Vinstri grænum mun betur en Framsóknarflokknum. Fólk kennir R-listann meira við þessa flokka en Framsóknarflokkinn, það er ekkert nýtt." -En nú er Alfreð Þorsteinsson mjög áberandi og Sjálfstæðismenn segja hann í rauninni yfirborgarstjóra? "Ég veit ekki hvort hægt er að draga miklar ályktanir út frá skoðanakönnunum, það eru ekki alltaf skýringar á því sem þær segja á milli kosninga." -Telurðu að Framsókn eigi að bjóða fram sér? "Það verður að meta í hvert skipti. Ég tel almennt farsælla fyrir flokka að bjóða fram sér. Það takast hins vegar ólík sjónarmið þarna á. Ég bendi á það eru fleiri dæmi um þetta en í Reykjavík. Til dæmis hefur Framsóknarflokkurinn boðið fram með Sjálfstæðisflokknum á Húsavík."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira