Bandaríkin ætla að frelsa fleiri 19. janúar 2005 00:01 Condoleezza Rice sat fyrir svörum í Öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi í tengslum við embættistöku hennar sem utanríkisráðherra landsins. Þar sagði hún að forgangsverkefni væri að laga samskipti Bandaríkjanna við bandamenn í kjölfar Íraksstríðsins. Það virðist hins vegar liggja í loftinu að fleiri innrásir séu á teikniborði Bandaríkjastjórnar. Því er haldið fram að sérsveitarhermenn séu þegar að störfum í Íran og að það land sé næst á árásarlista Bandaríkjanna. Þá vakti það mikla athygli að Rice nefndi í gær sex lönd sem hún sagði vera útverði harðræðis í heiminum og þar yrðu Bandaríkin að aðstoða fólk og frelsa. Þessi lönd væru Kúba, Íran, Norður-Kórea, Zimbabwe, Búrma og Hvíta-Rússland. Þessi upptalning Rice þykir minna á lista Bush Bandaríkjaforseta um öxulveldi hins illa og leggja línurnar um utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar næstu fjögur árin. Og meira af Bush - forsetinn verður formlega svarinn í embætti, annað kjörtímabilið í röð, á morgun fimmtudag. Tónleikar, dansleikir, móttökur, kvöldverðir og alls konar uppákomur verða haldnar af þessu tilefni og sjálfur verður Bush á ferð og flugi, ávarpar landa sína, hittir hermenn sem eru nýkomnir frá Írak og ræðir við ungt fólk. Áætlað er að þessi herlegheit öll muni kosta um 40 milljónir Bandaríkjadollara eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna þetta bruðl á þessum síðustu og verstu tímum, nú þegar bandaríska þjóðin á í stríði og fjárlagahallinn fer vaxandi. Bush sjálfur hvetur samlanda sína til að grafa stríðsaxirnar eftir erfiða kosningabaráttu og sameinast um þau verkefni sem bíða. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Condoleezza Rice sat fyrir svörum í Öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi í tengslum við embættistöku hennar sem utanríkisráðherra landsins. Þar sagði hún að forgangsverkefni væri að laga samskipti Bandaríkjanna við bandamenn í kjölfar Íraksstríðsins. Það virðist hins vegar liggja í loftinu að fleiri innrásir séu á teikniborði Bandaríkjastjórnar. Því er haldið fram að sérsveitarhermenn séu þegar að störfum í Íran og að það land sé næst á árásarlista Bandaríkjanna. Þá vakti það mikla athygli að Rice nefndi í gær sex lönd sem hún sagði vera útverði harðræðis í heiminum og þar yrðu Bandaríkin að aðstoða fólk og frelsa. Þessi lönd væru Kúba, Íran, Norður-Kórea, Zimbabwe, Búrma og Hvíta-Rússland. Þessi upptalning Rice þykir minna á lista Bush Bandaríkjaforseta um öxulveldi hins illa og leggja línurnar um utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar næstu fjögur árin. Og meira af Bush - forsetinn verður formlega svarinn í embætti, annað kjörtímabilið í röð, á morgun fimmtudag. Tónleikar, dansleikir, móttökur, kvöldverðir og alls konar uppákomur verða haldnar af þessu tilefni og sjálfur verður Bush á ferð og flugi, ávarpar landa sína, hittir hermenn sem eru nýkomnir frá Írak og ræðir við ungt fólk. Áætlað er að þessi herlegheit öll muni kosta um 40 milljónir Bandaríkjadollara eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna þetta bruðl á þessum síðustu og verstu tímum, nú þegar bandaríska þjóðin á í stríði og fjárlagahallinn fer vaxandi. Bush sjálfur hvetur samlanda sína til að grafa stríðsaxirnar eftir erfiða kosningabaráttu og sameinast um þau verkefni sem bíða.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira