Stjórnvöld vissu af listanum 20. janúar 2005 00:01 Embættismenn í utanríkisráðuneytinu og forsætisráðuneytinu vissu af "lista hinna 30 staðföstu þjóða" þegar ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak var tekin 18. mars 2003. Framsóknarmenn hafa þó til þessa haldið því fram að með ákvörðuninni hafi ekki verið að samþykkja veru Íslands á listanum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra staðhæfir á heimasíðu sinni í gær að ekki hafi falist í ákvörðuninni við stuðninginn að Ísland yrði sett á lista hinna staðföstu þjóða. "Spurningin var ekki hvort Ísland vildi vera á einhverjum lista." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði í Fréttablaðinu í fyrradag: "Þessi 30 þjóða listi er auðvitað tilbúningur eftir á sem var að sjálfsögðu til í Washington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista." Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, sagði 14. janúar síðastliðinn í pistli sínum á tímanum.is, málgagni Framsóknarflokksins: "Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista [...]. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð [...]." Þetta er ekki rétt. Á fundi utanríkismálanefndar 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina var tekin, óskaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skýringa á því hvernig það hafi komið til að Ísland lenti á lista yfir hin "30 staðföstu ríki" og hvernig það hafi farið fram. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði það hafa gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti 18. mars. Samkvæmt þessu má því ráða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi vitað þá þegar 18. mars 2003 að með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak væri nafn Íslands þar með komið á lista hinna staðföstu þjóða. Fréttablaðið hefur óskað eftir viðtali við forsætisráðherra um þetta mál daglega frá því á mánudag. Í gær ítrekaði fréttaritstjóri blaðsins þá beiðni við upplýsingafulltrúa forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur ekki orðið við beiðninni. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Embættismenn í utanríkisráðuneytinu og forsætisráðuneytinu vissu af "lista hinna 30 staðföstu þjóða" þegar ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak var tekin 18. mars 2003. Framsóknarmenn hafa þó til þessa haldið því fram að með ákvörðuninni hafi ekki verið að samþykkja veru Íslands á listanum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra staðhæfir á heimasíðu sinni í gær að ekki hafi falist í ákvörðuninni við stuðninginn að Ísland yrði sett á lista hinna staðföstu þjóða. "Spurningin var ekki hvort Ísland vildi vera á einhverjum lista." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði í Fréttablaðinu í fyrradag: "Þessi 30 þjóða listi er auðvitað tilbúningur eftir á sem var að sjálfsögðu til í Washington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista." Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, sagði 14. janúar síðastliðinn í pistli sínum á tímanum.is, málgagni Framsóknarflokksins: "Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista [...]. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð [...]." Þetta er ekki rétt. Á fundi utanríkismálanefndar 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina var tekin, óskaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skýringa á því hvernig það hafi komið til að Ísland lenti á lista yfir hin "30 staðföstu ríki" og hvernig það hafi farið fram. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði það hafa gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti 18. mars. Samkvæmt þessu má því ráða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi vitað þá þegar 18. mars 2003 að með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak væri nafn Íslands þar með komið á lista hinna staðföstu þjóða. Fréttablaðið hefur óskað eftir viðtali við forsætisráðherra um þetta mál daglega frá því á mánudag. Í gær ítrekaði fréttaritstjóri blaðsins þá beiðni við upplýsingafulltrúa forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur ekki orðið við beiðninni.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira