Vilja halda kverkataki á neytendum 16. febrúar 2005 00:01 Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að allt að því ótakmarkað framboð sé á húsnæðislánum hjá bönkum, sem skýri að hluta hækkandi íbúðaverð að undanförnu. Fasteignasalar sjái sér leik á borði "verandi nokkuð samstíga göfgi bankanna og hreinlega kjafta verð á íbúðum upp úr öllu valdi enda nóg til af peningum." Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þessi ummæli Hjálmars eins og hvert annað rugl. "Það er enginn markaður sem lýtur lögmálum eins vel og fasteignamarkaður. Það að einstaka fasteignasali sé að kjafta verð upp eða niður gengur ekki upp." Björn Þorri segir að vegna nýrra fjármögnunarmöguleika sé eftirspurnin meiri en framboðið og þá hækki verðið, auk þess sem fasteignaverð hafi verið að hækka í Evrópu og vestanhafs, sem hafi áhrif á íslenska markaðinn. "Fasteignasalar eru bara að selja á markaðsverði á hverjum tíma." Hjálmar segir að vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lána allt að 90 prósent til íbúðakaupa hafi bankarnir misst af þeim tekjum sem þeir áður höfðu; dýrum lánum sem fólk tók til að brúa bil til húsnæðiskaupa. Bankarnir hafi því "lækkað vexti og dælt út peningum í trausti þess að verð á íbúðum yrði hækkað" til þess að ná sama hagnaði með lægri vöxtum en hærri lánum. "Langtímamarkmiðið er að drepa Íbúðalánasjóð og losna þannig við hið óþægilega aðhald og geta í framhaldinu svo hægt en bítandi keyrt upp vextina af hinum dýru eignum landsmanna. Þeir vilja halda kverkatakinu á neytendum og virðast kæra sig kollótta um áhrif aðgerðanna á verðbólgu og efnahag þjóðarinnar." Að síðustu segir Hjálmar í pistli sínum að skoða hvort bankarnir séu í óbeinu eða beinu samráði að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar," og þátt þeirra í verðsprengingunni á húsnæðismarkaði síðustu mánuðina. Ekki náðist í bankastjóra Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að allt að því ótakmarkað framboð sé á húsnæðislánum hjá bönkum, sem skýri að hluta hækkandi íbúðaverð að undanförnu. Fasteignasalar sjái sér leik á borði "verandi nokkuð samstíga göfgi bankanna og hreinlega kjafta verð á íbúðum upp úr öllu valdi enda nóg til af peningum." Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þessi ummæli Hjálmars eins og hvert annað rugl. "Það er enginn markaður sem lýtur lögmálum eins vel og fasteignamarkaður. Það að einstaka fasteignasali sé að kjafta verð upp eða niður gengur ekki upp." Björn Þorri segir að vegna nýrra fjármögnunarmöguleika sé eftirspurnin meiri en framboðið og þá hækki verðið, auk þess sem fasteignaverð hafi verið að hækka í Evrópu og vestanhafs, sem hafi áhrif á íslenska markaðinn. "Fasteignasalar eru bara að selja á markaðsverði á hverjum tíma." Hjálmar segir að vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lána allt að 90 prósent til íbúðakaupa hafi bankarnir misst af þeim tekjum sem þeir áður höfðu; dýrum lánum sem fólk tók til að brúa bil til húsnæðiskaupa. Bankarnir hafi því "lækkað vexti og dælt út peningum í trausti þess að verð á íbúðum yrði hækkað" til þess að ná sama hagnaði með lægri vöxtum en hærri lánum. "Langtímamarkmiðið er að drepa Íbúðalánasjóð og losna þannig við hið óþægilega aðhald og geta í framhaldinu svo hægt en bítandi keyrt upp vextina af hinum dýru eignum landsmanna. Þeir vilja halda kverkatakinu á neytendum og virðast kæra sig kollótta um áhrif aðgerðanna á verðbólgu og efnahag þjóðarinnar." Að síðustu segir Hjálmar í pistli sínum að skoða hvort bankarnir séu í óbeinu eða beinu samráði að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar," og þátt þeirra í verðsprengingunni á húsnæðismarkaði síðustu mánuðina. Ekki náðist í bankastjóra Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira