Salan snupruð af stjórnarandstöðu 4. apríl 2005 00:01 Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Enn sem áður er ætlunin að selja grunnnetið með Símanum. Forsætisráðherra segir engin fordæmi fyrir því í allri Evrópu að grunnnet séu aðskilin frá símafyrirtækjum áður en þau séu seld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir þjóðina hafa grætt tugi milljarða á því að sala Símans fór út um þúfur fyrir þremur árum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðustól þingsins í dag að málið allt bæri blæ af hrossakaupum og baktjaldamakki og ræða forsætisráðherra hafi svarað færri spurningum en hún vakti. Sú vangavelta standi t.a.m. eftir hvað valdi hinu flókna kerfi um eignarhald þeirra sem megi kaupa Símann, t.d. að það megi aðeins vea þrír aðilar. „Er svarið kannski það að með þessu er verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar komist að kjötkötlunum?“ spurði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varði talsverðum tíma í að verja þá ákvörðun að selja grunnetið með Símanum. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætlar að setja hluta af andvirði Landsímans í sérstakan fjarskiptasjóð sem verði nýttur til að jafna aðgang landsmanna að gagnaflutningum. Össur sagði hins vegar óverjandi að selja grunnetið og röksemdir forsætisráðherra héldu ekki vatni. Reynslan hefði kennt mönnum að það hefði verið rangt að skilja ekki grunnetin frá símafyrirtækjunum úti í Evrópu þegar þau voru einkavædd. Steingrímur J. Sigfússon sagði skrípaleikinn kringum málið endurspeglast í aðkomu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley. Hann vísaði í forsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem stendur að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi handsalað samkomulag um sölu Símans. Í næstu línu standi svo að einkavæðingarnefnd hafi ekki skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. „Hér er á ferðinni áframhaldandi „hrossakaupaforingjalýðræði“ í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írakaðferðin,“ sagði Steingrímur og bætti við að aðferðin ætti að tryggja að lítt þóknanlegir aðilar eignuðust ekki Símann. „Þetta er heimsmet í nýjum prjónaskap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er þá mikið sagt.“ Forsætiráðherra sagði þetta byggjast á kjaftasögum úti í bæ sem þingmenn ættu ekki alltaf að taka sem sannleika. Slíkt væri orðið of algengt í sölum Alþingis. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Enn sem áður er ætlunin að selja grunnnetið með Símanum. Forsætisráðherra segir engin fordæmi fyrir því í allri Evrópu að grunnnet séu aðskilin frá símafyrirtækjum áður en þau séu seld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir þjóðina hafa grætt tugi milljarða á því að sala Símans fór út um þúfur fyrir þremur árum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðustól þingsins í dag að málið allt bæri blæ af hrossakaupum og baktjaldamakki og ræða forsætisráðherra hafi svarað færri spurningum en hún vakti. Sú vangavelta standi t.a.m. eftir hvað valdi hinu flókna kerfi um eignarhald þeirra sem megi kaupa Símann, t.d. að það megi aðeins vea þrír aðilar. „Er svarið kannski það að með þessu er verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar komist að kjötkötlunum?“ spurði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varði talsverðum tíma í að verja þá ákvörðun að selja grunnetið með Símanum. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætlar að setja hluta af andvirði Landsímans í sérstakan fjarskiptasjóð sem verði nýttur til að jafna aðgang landsmanna að gagnaflutningum. Össur sagði hins vegar óverjandi að selja grunnetið og röksemdir forsætisráðherra héldu ekki vatni. Reynslan hefði kennt mönnum að það hefði verið rangt að skilja ekki grunnetin frá símafyrirtækjunum úti í Evrópu þegar þau voru einkavædd. Steingrímur J. Sigfússon sagði skrípaleikinn kringum málið endurspeglast í aðkomu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley. Hann vísaði í forsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem stendur að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi handsalað samkomulag um sölu Símans. Í næstu línu standi svo að einkavæðingarnefnd hafi ekki skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. „Hér er á ferðinni áframhaldandi „hrossakaupaforingjalýðræði“ í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írakaðferðin,“ sagði Steingrímur og bætti við að aðferðin ætti að tryggja að lítt þóknanlegir aðilar eignuðust ekki Símann. „Þetta er heimsmet í nýjum prjónaskap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er þá mikið sagt.“ Forsætiráðherra sagði þetta byggjast á kjaftasögum úti í bæ sem þingmenn ættu ekki alltaf að taka sem sannleika. Slíkt væri orðið of algengt í sölum Alþingis.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira