Nýr framkvæmdastjóri Iceland Express 13. október 2005 19:12 Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Á fundi með starfsfólki sagði Birgir að ekki væri að vænta umfangsmikilla breytinga á starfsemi Iceland Express á næstunni. Framtíðin myndi hins vegar mótast af því að félagið væri nú komið í eigu sterkra fjárfesta með alþjóðlegan metnað og væri hluti af vaxandi flugsamsteypu sem þegar flytur fleiri farþega á ári en Icelandair. "Það hefur gengið vel undanfarna mánuði að hagræða í rekstrinum og það sem bíður okkar núna er fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við farþega, efla markaðsstarf okkar í útlöndum, þróa samstarfið við Sterling og halda áfram að skoða nýja áfangastaði," sagði Birgir, en Iceland Express hefur beint flug til Frankfurt Hahn laugardaginn 21. maí. Birgir starfaði áður hjá Össuri hf sem svæðistjóri með aðsetur í Hong Kong. Þar leiddi Birgir ört vaxandi starfsemi Össurar í Austur Evrópu, Rússlandi, Asíu, Ástralíu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Áður starfaði Birgir sem forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka og framleiðslustjóri hjá RR Donnelley Financial í London. Birgir er með BA próf frá University of the Arts í London, MBA rekstrarhagfræðigráðu frá University of Westminster í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Sjá meira
Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Á fundi með starfsfólki sagði Birgir að ekki væri að vænta umfangsmikilla breytinga á starfsemi Iceland Express á næstunni. Framtíðin myndi hins vegar mótast af því að félagið væri nú komið í eigu sterkra fjárfesta með alþjóðlegan metnað og væri hluti af vaxandi flugsamsteypu sem þegar flytur fleiri farþega á ári en Icelandair. "Það hefur gengið vel undanfarna mánuði að hagræða í rekstrinum og það sem bíður okkar núna er fyrst og fremst að bæta þjónustu okkar við farþega, efla markaðsstarf okkar í útlöndum, þróa samstarfið við Sterling og halda áfram að skoða nýja áfangastaði," sagði Birgir, en Iceland Express hefur beint flug til Frankfurt Hahn laugardaginn 21. maí. Birgir starfaði áður hjá Össuri hf sem svæðistjóri með aðsetur í Hong Kong. Þar leiddi Birgir ört vaxandi starfsemi Össurar í Austur Evrópu, Rússlandi, Asíu, Ástralíu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Áður starfaði Birgir sem forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka og framleiðslustjóri hjá RR Donnelley Financial í London. Birgir er með BA próf frá University of the Arts í London, MBA rekstrarhagfræðigráðu frá University of Westminster í London og hefur verið að vinna að doktorsverkefni í rekstrarhagfræði við University of Newcastle í Ástralíu. Hann er tveggja barna faðir, kvæntur Helenu Lind Svansdóttur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Sjá meira