Stærsta verksmiðja sinnar tegundar 27. maí 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra klippti á borðann í nýrri verksmiðju Lýsis. Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvöfaldast framleiðslugeta fyrirtækisins í nýja húsnæðinu. Nýja verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Framleiðslugetan er nú sex þúsund tonn á ári. „Við höfum þurft að vísa frá viðskiptum þar sem ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn þótt unnið hafi verið á vöktum allan sólarhringinn,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Með tilkomu nýju verksmiðjunnar verður hægt að anna eftirspurn og gott betur. Katrín reiknar með að verksmiðjan verði nægjanlega stór fyrir framleiðsluna næstu tvö til þrjú árin en segir þó að aldrei sé hægt að fullyrða slíkt með vissu. Um 90 prósent af framleiðslu Lýsis fer á markað erlendis og eru vörur fyrirtækisins fluttar út til 30 landa. Helstu markaðir eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Katrín segir kaupendur lýsisafurða vera í auknum mæli erlend lyfjafyrirtæki. Þau noti lýsið sem blöndunarefni eða markaðssetja það undir eigin vörumerkjum. Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverktakar og Héðinn verksmiðja önnuðust verkið og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. 65 manns starfa hjá Lýsi. Íslendingar hafa löngum vitað að Lýsi er hollt og vísindamenn hafa sýnt fram á að það er rétt. Katrín segir að nánast mánaðarlega á síðustu árum hafi rannsóknir sýnt ágæti lýsis og þess vegna hafi eftirspurnin eftir því aukist verulega að undanförnu. Hún segist vera dugleg að koma vörunni á framfæri og jafnvel svo mikið að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. Skortur sé á hráefni. Katrín segir að ef fólk borði ekki tvær feitfiskmáltíðir á dag þá verði það að taka inn lýsi. „Það bara verður að fá sér lýsi, það er alveg nauðsynlegt,“ segir Katrín og vísar í rannsóknir sem sýna hollustu Omega-3 fitusýranna sem má finna í lýsi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvöfaldast framleiðslugeta fyrirtækisins í nýja húsnæðinu. Nýja verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Framleiðslugetan er nú sex þúsund tonn á ári. „Við höfum þurft að vísa frá viðskiptum þar sem ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn þótt unnið hafi verið á vöktum allan sólarhringinn,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Með tilkomu nýju verksmiðjunnar verður hægt að anna eftirspurn og gott betur. Katrín reiknar með að verksmiðjan verði nægjanlega stór fyrir framleiðsluna næstu tvö til þrjú árin en segir þó að aldrei sé hægt að fullyrða slíkt með vissu. Um 90 prósent af framleiðslu Lýsis fer á markað erlendis og eru vörur fyrirtækisins fluttar út til 30 landa. Helstu markaðir eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Katrín segir kaupendur lýsisafurða vera í auknum mæli erlend lyfjafyrirtæki. Þau noti lýsið sem blöndunarefni eða markaðssetja það undir eigin vörumerkjum. Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverktakar og Héðinn verksmiðja önnuðust verkið og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. 65 manns starfa hjá Lýsi. Íslendingar hafa löngum vitað að Lýsi er hollt og vísindamenn hafa sýnt fram á að það er rétt. Katrín segir að nánast mánaðarlega á síðustu árum hafi rannsóknir sýnt ágæti lýsis og þess vegna hafi eftirspurnin eftir því aukist verulega að undanförnu. Hún segist vera dugleg að koma vörunni á framfæri og jafnvel svo mikið að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. Skortur sé á hráefni. Katrín segir að ef fólk borði ekki tvær feitfiskmáltíðir á dag þá verði það að taka inn lýsi. „Það bara verður að fá sér lýsi, það er alveg nauðsynlegt,“ segir Katrín og vísar í rannsóknir sem sýna hollustu Omega-3 fitusýranna sem má finna í lýsi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira