Ráðinn bani með eggvopni 15. ágúst 2005 00:01 Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Konan fannst látinn í stóru fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu um miðnætti. Mikið blóð var á vettvangi og ljóst þykir að henni hafi verið ráðinn bani með eggvopni en áverkar voru aftan á hálsi eða höfði hennar. Sá sem grunaður er um verknaðinn er fæddur árið 1984 og hefur hann verið í haldi herlögreglunnar síðan í nótt. 29 ára íslenskri konu, sem einnig var handtekin í nótt, var sleppt úr haldi um miðjan dag í dag. Hún er ekki grunuð um aðild að verknaðinum en er mikilvægt vitni. Hún starfar ekki á varnarliðssvæðinu heldur var hún gestur varnarliðsmanns. Samkvæmt heimildum fréttasofu Stöðvar 2 stóð yfir leit að morðvopninu í og við fjölbýlishúsið í dag. Í fjölbýlishúsinu eru herbergi fyrir einheypa varnarliðsmenn og er á hverri hæð sameignleg eldunaraðstaða og setustofa en í slíku rými þykir ljóst að verknaðurinn hafi verið framinn. Íbúar á varnarliðssvæðinu voru að vonum slegnir. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir varnarliðsmenn mjög slegna, sérstaklega þar sem ekki liggi fyrir hver orsök dauðsfallsins hafi verið. Um sé að ræða mjög lítið samfélag en sem betur fer séu dauðsföll afar fátíð hjá varnarliðinu þannig að það fari ekki hjá því að þetta snerti alla þar. Rannsóknardeild sjóhersins vinnur að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Von er á frekari liðsauka í kvöld en væntanlegir er bandarískir sérfræðingar í glæparannsóknum frá Bretlandi. Friðþór segir að jafnframt fari í gang ýmiss konar stuðningsferli til þess að stappa stálinu í fólk og veita þeim sem standa næst hlutaðeigandi aðilum þá aðstoð sem best sé hægt að veita á því sviði. Samkvæmt Víkurfréttum var konan stungin margsinnis á gangi á annarri hæð hússins. Konan náði að koma sér niður á fyrstu hæð þar sem hún lést. Aðrir varnarliðsmenn fundu konuna þar sem hún lá í blóði sínu í sófa blokkarinnar. Víkurfréttir hafa einnig heimildir fyrir því að sá grunaði hafi lent í deilum við þá látnu fyrir nokkrum mánuðum. Hann á að hafa haft ásamt öðrum varnarliðsmanni stolið krítarkorti stúlkunnar og tekið af því töluverðar fjárhæðir. Meintum vitorðsmanni hans var vikið úr hernum í kjölfarið. Ekki verður sagt frá nafni hinnar látnu að svo stöddu en hún var í flughernum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Sjá meira
Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Konan fannst látinn í stóru fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu um miðnætti. Mikið blóð var á vettvangi og ljóst þykir að henni hafi verið ráðinn bani með eggvopni en áverkar voru aftan á hálsi eða höfði hennar. Sá sem grunaður er um verknaðinn er fæddur árið 1984 og hefur hann verið í haldi herlögreglunnar síðan í nótt. 29 ára íslenskri konu, sem einnig var handtekin í nótt, var sleppt úr haldi um miðjan dag í dag. Hún er ekki grunuð um aðild að verknaðinum en er mikilvægt vitni. Hún starfar ekki á varnarliðssvæðinu heldur var hún gestur varnarliðsmanns. Samkvæmt heimildum fréttasofu Stöðvar 2 stóð yfir leit að morðvopninu í og við fjölbýlishúsið í dag. Í fjölbýlishúsinu eru herbergi fyrir einheypa varnarliðsmenn og er á hverri hæð sameignleg eldunaraðstaða og setustofa en í slíku rými þykir ljóst að verknaðurinn hafi verið framinn. Íbúar á varnarliðssvæðinu voru að vonum slegnir. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir varnarliðsmenn mjög slegna, sérstaklega þar sem ekki liggi fyrir hver orsök dauðsfallsins hafi verið. Um sé að ræða mjög lítið samfélag en sem betur fer séu dauðsföll afar fátíð hjá varnarliðinu þannig að það fari ekki hjá því að þetta snerti alla þar. Rannsóknardeild sjóhersins vinnur að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Von er á frekari liðsauka í kvöld en væntanlegir er bandarískir sérfræðingar í glæparannsóknum frá Bretlandi. Friðþór segir að jafnframt fari í gang ýmiss konar stuðningsferli til þess að stappa stálinu í fólk og veita þeim sem standa næst hlutaðeigandi aðilum þá aðstoð sem best sé hægt að veita á því sviði. Samkvæmt Víkurfréttum var konan stungin margsinnis á gangi á annarri hæð hússins. Konan náði að koma sér niður á fyrstu hæð þar sem hún lést. Aðrir varnarliðsmenn fundu konuna þar sem hún lá í blóði sínu í sófa blokkarinnar. Víkurfréttir hafa einnig heimildir fyrir því að sá grunaði hafi lent í deilum við þá látnu fyrir nokkrum mánuðum. Hann á að hafa haft ásamt öðrum varnarliðsmanni stolið krítarkorti stúlkunnar og tekið af því töluverðar fjárhæðir. Meintum vitorðsmanni hans var vikið úr hernum í kjölfarið. Ekki verður sagt frá nafni hinnar látnu að svo stöddu en hún var í flughernum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Sjá meira