Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum 30. ágúst 2005 00:01 Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. Íslenska landhelsigæslan stýrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita sem fram fer hér á landi þessa dagana. Erlendu sveitirnar koma frá herjum Danmerku, Noregs, Svíþjóðar og Bretands og er þetta í fjórða skipti sem Gæslan gengst fyrir svona æfingu. Sveitirnar hafa þurft að takast á við óteljandi þrautir. Meðal annars hafa verið sviðsettar sjálfsmorðssprengjuárásir og árásir á flugstöðvar, skip og hafnir. Þátttakendur á námskeiðinu vildu sem minnst upplýsa um aðferðir sínar en gestir fengu þó að fylgjast með því þegar sprengju sem hafði verið komið fyrir undir bíl var eytt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að æfingin sé í takt við það sem er að gerast í heiminum. Hann segist mjög stoltur af sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Hún hafi víða látið að sér kveða, bæði hér á landi og erlendis. Hér séu nú staddir fulltrúar frá fjórum erlendum ríkjum sem hafi komið til að æfa með sveitinni og litið sé á það sem tækifæri fyrir íslensku sveitina til þess að æfa sig líka en ekki síður sem tækifæri fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum gagnvart þessum þjóðum og Atlantshafsbandalaginu í heild. Hann eigi von á því þess konar samvinna muni aukast fremur en minnka. Bretar hafa flestum meiri reynslu af sprengjutilræðum og bresku þátttakendurnir fluttu fyrirlestra auk þess að taka þátt í æfingunni. Þeir voru hrifnir af framtaki Íslendinga. Steve Fallon, einn þeirra, sagði íslensku sveitina hafa sýnt mikla fagmennsku, en í æfingunum hefði verið líkt eins vel og mögulegt var eftir raunverulegum aðstæðum. Alls komu um 100 manns að æfingunni, í ár, en hún gengur undir nafninu Northern Challenge. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. Íslenska landhelsigæslan stýrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita sem fram fer hér á landi þessa dagana. Erlendu sveitirnar koma frá herjum Danmerku, Noregs, Svíþjóðar og Bretands og er þetta í fjórða skipti sem Gæslan gengst fyrir svona æfingu. Sveitirnar hafa þurft að takast á við óteljandi þrautir. Meðal annars hafa verið sviðsettar sjálfsmorðssprengjuárásir og árásir á flugstöðvar, skip og hafnir. Þátttakendur á námskeiðinu vildu sem minnst upplýsa um aðferðir sínar en gestir fengu þó að fylgjast með því þegar sprengju sem hafði verið komið fyrir undir bíl var eytt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að æfingin sé í takt við það sem er að gerast í heiminum. Hann segist mjög stoltur af sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Hún hafi víða látið að sér kveða, bæði hér á landi og erlendis. Hér séu nú staddir fulltrúar frá fjórum erlendum ríkjum sem hafi komið til að æfa með sveitinni og litið sé á það sem tækifæri fyrir íslensku sveitina til þess að æfa sig líka en ekki síður sem tækifæri fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum gagnvart þessum þjóðum og Atlantshafsbandalaginu í heild. Hann eigi von á því þess konar samvinna muni aukast fremur en minnka. Bretar hafa flestum meiri reynslu af sprengjutilræðum og bresku þátttakendurnir fluttu fyrirlestra auk þess að taka þátt í æfingunni. Þeir voru hrifnir af framtaki Íslendinga. Steve Fallon, einn þeirra, sagði íslensku sveitina hafa sýnt mikla fagmennsku, en í æfingunum hefði verið líkt eins vel og mögulegt var eftir raunverulegum aðstæðum. Alls komu um 100 manns að æfingunni, í ár, en hún gengur undir nafninu Northern Challenge.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira