Ég vil að veturinn komi bara strax 19. júlí 2006 07:15 „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Guðmundur Karl er eins og áður segir umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og segir hann menn þar í óðaönn um mitt sumar að gera klárt fyrir veturinn. Nú er verið að leggja vatnsleiðslur fyrir snjóframleiðslutækin sem ekki var hægt að gera í haust þegar græjurnar bárust til landsins. „Við erum að klára að leggja snjóframleiðslukerfið í fjallinu og svo þarf að sinna viðhaldi og lagfæra eitt og annað,“ segir Guðmundur Karl. „Það eru svo margir verkþættir sem ekki er hægt að klára á veturna.“ Skíðaveturinn var mjög góður síðasta vetur að sögn Guðmundar Karls, því alls renndu sér rúmlega þrjátíu þúsund manns um brekkur Hlíðarfjalls. „Við vorum mjög ánægðir með síðasta vetur, þetta var ekki metár en alveg á meðal topp fimm,“ segir Guðmundur Karl. Aðspurður um hvað sé á döfinni næstu daga segir Guðmundur Karl það vera ættarmót í Eyjafirði. Guðmundur Karl er ekki ættaður úr Eyjafirðinum heldur á hann ættir að rekja í Garðabæ. Af hverju valdi hann þá að setjast að í höfuðstað Norðurlands, Akureyri? „Því að hér er skíðasvæði og snjórinn. Ég lærði skíðasvæðarekstrarfræði, sem er tveggja ára háskólanám, í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, svo að hingað vildi ég koma til að nýta menntunina mína,“ segir hann. Guðmundur Karl segir sumarið fyrir norðan hafa valdið vonbrigðum en er bjartsýnn á framhaldið. „Núna segja þeir að það eigi að fara að hlýna og verða bjartara og ég ætla að njóta þess sem eftir lifir sumars með fjölskyldunni. Svo um leið og sumrinu lýkur fer maður að hlakka til vetrarins,“ segir Guðmundur Karl. „Í byrjun september vill maður helst að það fari að kyngja niður og veturinn komi bara strax.“ Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira
„Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Guðmundur Karl er eins og áður segir umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og segir hann menn þar í óðaönn um mitt sumar að gera klárt fyrir veturinn. Nú er verið að leggja vatnsleiðslur fyrir snjóframleiðslutækin sem ekki var hægt að gera í haust þegar græjurnar bárust til landsins. „Við erum að klára að leggja snjóframleiðslukerfið í fjallinu og svo þarf að sinna viðhaldi og lagfæra eitt og annað,“ segir Guðmundur Karl. „Það eru svo margir verkþættir sem ekki er hægt að klára á veturna.“ Skíðaveturinn var mjög góður síðasta vetur að sögn Guðmundar Karls, því alls renndu sér rúmlega þrjátíu þúsund manns um brekkur Hlíðarfjalls. „Við vorum mjög ánægðir með síðasta vetur, þetta var ekki metár en alveg á meðal topp fimm,“ segir Guðmundur Karl. Aðspurður um hvað sé á döfinni næstu daga segir Guðmundur Karl það vera ættarmót í Eyjafirði. Guðmundur Karl er ekki ættaður úr Eyjafirðinum heldur á hann ættir að rekja í Garðabæ. Af hverju valdi hann þá að setjast að í höfuðstað Norðurlands, Akureyri? „Því að hér er skíðasvæði og snjórinn. Ég lærði skíðasvæðarekstrarfræði, sem er tveggja ára háskólanám, í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, svo að hingað vildi ég koma til að nýta menntunina mína,“ segir hann. Guðmundur Karl segir sumarið fyrir norðan hafa valdið vonbrigðum en er bjartsýnn á framhaldið. „Núna segja þeir að það eigi að fara að hlýna og verða bjartara og ég ætla að njóta þess sem eftir lifir sumars með fjölskyldunni. Svo um leið og sumrinu lýkur fer maður að hlakka til vetrarins,“ segir Guðmundur Karl. „Í byrjun september vill maður helst að það fari að kyngja niður og veturinn komi bara strax.“
Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira