Flatarmál seglanna fjórir ferkílómetrar 20. júlí 2006 04:30 Glæsilegar vistarverur Rússneskur uppruni skipstjórans fer ekki á milli mála þegar komið er inn í klefa hans. Skip Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorgun að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafnið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum seglum skipsins er beitt í einu er samanlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til hafrannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelmshaven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgðarstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverjann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomustaður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag. Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira
Skip Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorgun að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafnið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum seglum skipsins er beitt í einu er samanlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til hafrannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelmshaven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgðarstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverjann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomustaður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag.
Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira