Spenna eykst á Kóreuskaga 20. júlí 2006 07:15 Mótmæli í Suður-Kóreu Þessi Suður-Kóreumaður kveikti í gær í fána Norður-Kóreu fyrir framan utanríkisráðuneytið í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. MYND/AP Spennan milli Norður- og Suður-Kóreu vex með degi hverjum. Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, fordæmdi í gær harðlega tilraunir Norður-Kóreumanna með flugskeyti og sagði þær geta leitt af sér vopnakapphlaup, sem gagnaðist engum. Jafnframt varaði hann önnur ríki við því að bregðast of harkalega við framferði Norður-Kóreumanna og auka þar með enn á spennuna í þessum heimshluta. Hann nefndi engin ríki á nafn, en hefur áður gagnrýnt Japana fyrir að ætla hugsanlega að bregðast við tilraunum Norður-Kóreu með því að gera fyrirbyggjandi árás á skotstaði tilrauneldflauganna í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Japan héldu því fram í gær að japönsk stjórnvöld ætluðu um miðjan ágúst að hefja einhliða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem yrðu efnahagslegar refsiaðgerðir og fælust í því að inneignir Norður-Kóreu í japönskum bönkum yrðu frystar og flutningur fjármagns milli landanna bannaður. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði þó í gær að Japönum lægi ekkert á að taka ákvarðanir um refsiaðgerðir. Fyrst verði beðið eftir frekari viðbrögðum frá Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn stöðvuðu í gær allar heimsóknir Suður-Kóreumanna til ættingja sinna í Norður-Kóreu, í það minnsta tímabundið. Þessar heimsóknir hófust fyrir nokkrum árum þegar samskipti ríkjanna bötnuðu, en þessi ákvörðun þykir greinilegt merki um það hve spennan milli þeirra er mikil núna. Tilkynning um þetta barst í gær, í beinu framhaldi af því að Suður-Kóreumenn neituðu í síðustu viku að ræða mannúðaraðstoð við Norður-Kóreu fyrr en einhver lausn fyndist á deilunni um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna. Erlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Spennan milli Norður- og Suður-Kóreu vex með degi hverjum. Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, fordæmdi í gær harðlega tilraunir Norður-Kóreumanna með flugskeyti og sagði þær geta leitt af sér vopnakapphlaup, sem gagnaðist engum. Jafnframt varaði hann önnur ríki við því að bregðast of harkalega við framferði Norður-Kóreumanna og auka þar með enn á spennuna í þessum heimshluta. Hann nefndi engin ríki á nafn, en hefur áður gagnrýnt Japana fyrir að ætla hugsanlega að bregðast við tilraunum Norður-Kóreu með því að gera fyrirbyggjandi árás á skotstaði tilrauneldflauganna í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Japan héldu því fram í gær að japönsk stjórnvöld ætluðu um miðjan ágúst að hefja einhliða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem yrðu efnahagslegar refsiaðgerðir og fælust í því að inneignir Norður-Kóreu í japönskum bönkum yrðu frystar og flutningur fjármagns milli landanna bannaður. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði þó í gær að Japönum lægi ekkert á að taka ákvarðanir um refsiaðgerðir. Fyrst verði beðið eftir frekari viðbrögðum frá Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn stöðvuðu í gær allar heimsóknir Suður-Kóreumanna til ættingja sinna í Norður-Kóreu, í það minnsta tímabundið. Þessar heimsóknir hófust fyrir nokkrum árum þegar samskipti ríkjanna bötnuðu, en þessi ákvörðun þykir greinilegt merki um það hve spennan milli þeirra er mikil núna. Tilkynning um þetta barst í gær, í beinu framhaldi af því að Suður-Kóreumenn neituðu í síðustu viku að ræða mannúðaraðstoð við Norður-Kóreu fyrr en einhver lausn fyndist á deilunni um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna.
Erlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira