Listsköpun í stað áhættu 22. júlí 2006 08:15 Í höfn Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Biering, formaður stýrihópsins, undirrita samkomulagið. Að baki þeim standa fulltrúar Nýrrar leiðar, Guðrún B. Ágústsdóttir og Jón Guðbergsson. MYND/Pjetur Listnám, vellíðan án vímuefna, hugræn atferlismeðferð og sjálfsstyrking eru fjórar meginstoðir nýs meðferðarstarfs fyrir ungt fólk með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Starfinu, sem kallast lífslist, var hleypt af stokkunum í gær með undirskrift samkomulags milli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Páls Biering, formanns sérstaks stýrihóps. Markmið samkomulagsins er að setja upp nýtt úrræði í meðferðarstarfi sem ætlað er að þjóna ungu fólki sem þarf á stuðningi og meðferð að halda. Líkur á áhættusamri hegðun eru minnkaðar með listsköpun og þjálfun í samskiptum og lífsleikni. Byggt er á erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og hafa rannsóknir sýnt að meðferðarúrræði sem ekki fela í sér stofnanavistun gagnast unglingum með hegðunarvandamál betur en vist og meðferð á stofnun. Ný leið ehf. annast framkvæmd verkefnisins en það er fyrirtæki fimm sérfræðinga á sviði forvarna og meðferðar. Sautján milljónum króna er varið til verkefnisins, tólf milljónir koma úr félagsmálaráðuneytinu, fjórar úr heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og ein milljón úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Gert er ráð fyrir að allt að 35 ungmennum standi þessi úrræði til boða á hverri önn. Ný leið sér um verkefnið á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni verður starfað í samráði við ungmennahús og í náinni samvinnu við Rauða krossinn. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í fimm ár og er afráðið að það standi í tilraunaskyni til ársins 2008. Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Listnám, vellíðan án vímuefna, hugræn atferlismeðferð og sjálfsstyrking eru fjórar meginstoðir nýs meðferðarstarfs fyrir ungt fólk með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Starfinu, sem kallast lífslist, var hleypt af stokkunum í gær með undirskrift samkomulags milli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Páls Biering, formanns sérstaks stýrihóps. Markmið samkomulagsins er að setja upp nýtt úrræði í meðferðarstarfi sem ætlað er að þjóna ungu fólki sem þarf á stuðningi og meðferð að halda. Líkur á áhættusamri hegðun eru minnkaðar með listsköpun og þjálfun í samskiptum og lífsleikni. Byggt er á erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og hafa rannsóknir sýnt að meðferðarúrræði sem ekki fela í sér stofnanavistun gagnast unglingum með hegðunarvandamál betur en vist og meðferð á stofnun. Ný leið ehf. annast framkvæmd verkefnisins en það er fyrirtæki fimm sérfræðinga á sviði forvarna og meðferðar. Sautján milljónum króna er varið til verkefnisins, tólf milljónir koma úr félagsmálaráðuneytinu, fjórar úr heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og ein milljón úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Gert er ráð fyrir að allt að 35 ungmennum standi þessi úrræði til boða á hverri önn. Ný leið sér um verkefnið á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni verður starfað í samráði við ungmennahús og í náinni samvinnu við Rauða krossinn. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í fimm ár og er afráðið að það standi í tilraunaskyni til ársins 2008.
Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira