Ísraelsk innrás í Líbanon 23. júlí 2006 09:15 Ísraelskar herdeildir réðust inn í þorpin Maroun al-Ras og Marwahin í suðurhluta Líbanon í gær og Hizbollah-samtökin skutu á þriðja tug flugskeyta yfir landamærin til Ísraels. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir létust í átökunum í gær en tugir manna særðust. Ísraelskar orrustuþotur sprengdu sjónvarps- og fjarskiptamöstur í austur- og norðurhluta Líbanon og rofnuðu við það útsendingar líbanska ríkissjónvarpsins og Al-Manar sjónvarpsstöðvarinnar sem rekin er af Hizbollah-samtökunum og ísraelsk stjórnvöld segja boða áróður gegn Ísraelum. Auk þess að sprengja möstur héldu Ísraelsmenn uppi linnulausum flugskeytaárásum við landamæri Líbanon. Er flugskeytunum beint gegn stjórnstöðvum Hizbollah og flugskeytapöllum en einnig voru vegir til Sýrlands sprengdir upp. Í fyrsta skiptið síðan átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust fyrir tólf dögum börðust ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar í návígi í gær. Það var í þorpinu Maroun al-Ras. Þrátt fyrir innrásina í gær segjast ísraelsk stjórnvöld ekki ætla í allsherjarinnrás í Líbanon en þau hafa hvatt íbúa tíu til fjórtán þorpa við landamærin að flytja sig á brott. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, segir Ísraela ekki hafa hug á að hernema Líbanon. „Við viljum bara losna við Hizbollah,“ sagði hann. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, eru væntanleg til Mið-Austurlanda í dag. Átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust 12. júlí eftir að Hizbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Um 350 Líbanar hafa látist í átökunum og á fjórða tug Ísraela. Meirihluti líbönsku fórnarlambanna var almennir borgarar, sem og fimmtán hinna ísraelsku. Um 650 þúsund Líbanar hafa þurft að flýja heimili sín í átökunum. Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Ísraelskar herdeildir réðust inn í þorpin Maroun al-Ras og Marwahin í suðurhluta Líbanon í gær og Hizbollah-samtökin skutu á þriðja tug flugskeyta yfir landamærin til Ísraels. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir létust í átökunum í gær en tugir manna særðust. Ísraelskar orrustuþotur sprengdu sjónvarps- og fjarskiptamöstur í austur- og norðurhluta Líbanon og rofnuðu við það útsendingar líbanska ríkissjónvarpsins og Al-Manar sjónvarpsstöðvarinnar sem rekin er af Hizbollah-samtökunum og ísraelsk stjórnvöld segja boða áróður gegn Ísraelum. Auk þess að sprengja möstur héldu Ísraelsmenn uppi linnulausum flugskeytaárásum við landamæri Líbanon. Er flugskeytunum beint gegn stjórnstöðvum Hizbollah og flugskeytapöllum en einnig voru vegir til Sýrlands sprengdir upp. Í fyrsta skiptið síðan átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust fyrir tólf dögum börðust ísraelskir hermenn og Hizbollah-liðar í návígi í gær. Það var í þorpinu Maroun al-Ras. Þrátt fyrir innrásina í gær segjast ísraelsk stjórnvöld ekki ætla í allsherjarinnrás í Líbanon en þau hafa hvatt íbúa tíu til fjórtán þorpa við landamærin að flytja sig á brott. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, segir Ísraela ekki hafa hug á að hernema Líbanon. „Við viljum bara losna við Hizbollah,“ sagði hann. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, eru væntanleg til Mið-Austurlanda í dag. Átök Ísraela og Hizbollah-samtakanna hófust 12. júlí eftir að Hizbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Um 350 Líbanar hafa látist í átökunum og á fjórða tug Ísraela. Meirihluti líbönsku fórnarlambanna var almennir borgarar, sem og fimmtán hinna ísraelsku. Um 650 þúsund Líbanar hafa þurft að flýja heimili sín í átökunum.
Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira