Kjarnorka til Indverja 28. júlí 2006 07:45 Kjarnorkueldflaugatilraunir PAkistana Pakistanar eru mótfallnir sérmeðferð þeirri sem Indverjar þykja fá hjá Bandaríkjamönnum og er viðbúið að þeir fari nú að leita ráða til að auka við kjarnorkuvígbúnað sinn. MYND/Nordicphotos/gettyimages Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta frumvarp um samstarf Bandaríkjamanna og Indverja að kjarnorkumálum. Veiti Öldungadeild Bandaríkjaþings Indverjum undanþágu frá banni um viðskipti með kjarnorku verður Indland í raun viðurkennt sem kjarnorkuveldi. Samkvæmt frumvarpinu fá Indverjar keypt kjarnorkueldsneyti, tækniaðstoð og þekkingu af Bandaríkjamönnum, gegn því að veita alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að fjórtán kjarnorkuverum á Indlandi. Indverjar eiga átta kjarnorkuver til viðbótar en þau eru skilgreind sem „hernaðarlega mikilvæg“ og verða lokuð umheiminum eftir sem áður. Frumvarpið var samþykkt með 359 atkvæðum gegn 69 og felur í sér kúvendingu áratuga gamallar stefnu Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, því nú verður tekið upp kjarnorkusamstarf við ríki sem neitar að skrifa undir NPT-samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að sala á bandarísku kjarnorkueldsneyti til Indlands myndi gefa Indverjum aukið svigrúm og færi á að hefja stórtæka vopnaframleiðslu og einn þingmaður demókrata, Ed Markey, líkti því við að hella „kjarnorkuolíu á vopnakapphlaupseldinn“ milli Indlands og Pakistans. Verið sé að verðlauna Indverja fyrir að hafa framleitt kjarnorku í trássi við alþjóðasamninga. Gagnrýnendur óttast einnig að verið sé að senda misvísandi skilaboð til annarra ríkja sem einnig ásælast kjarnorku og þá sérstaklega Írans, sem hefur lengi unnið að því leynt og ljóst að auðga úran til orkuframleiðslu, í óþökk kjarnorkuvelda heimsins. Bandaríkjamenn hafi stigið skref í átt að frjálsum heimsviðskiptum með kjarnorkutækni sem Rússar eða Kínverjar gætu einnig viljað stíga. Erlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta frumvarp um samstarf Bandaríkjamanna og Indverja að kjarnorkumálum. Veiti Öldungadeild Bandaríkjaþings Indverjum undanþágu frá banni um viðskipti með kjarnorku verður Indland í raun viðurkennt sem kjarnorkuveldi. Samkvæmt frumvarpinu fá Indverjar keypt kjarnorkueldsneyti, tækniaðstoð og þekkingu af Bandaríkjamönnum, gegn því að veita alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að fjórtán kjarnorkuverum á Indlandi. Indverjar eiga átta kjarnorkuver til viðbótar en þau eru skilgreind sem „hernaðarlega mikilvæg“ og verða lokuð umheiminum eftir sem áður. Frumvarpið var samþykkt með 359 atkvæðum gegn 69 og felur í sér kúvendingu áratuga gamallar stefnu Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, því nú verður tekið upp kjarnorkusamstarf við ríki sem neitar að skrifa undir NPT-samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að sala á bandarísku kjarnorkueldsneyti til Indlands myndi gefa Indverjum aukið svigrúm og færi á að hefja stórtæka vopnaframleiðslu og einn þingmaður demókrata, Ed Markey, líkti því við að hella „kjarnorkuolíu á vopnakapphlaupseldinn“ milli Indlands og Pakistans. Verið sé að verðlauna Indverja fyrir að hafa framleitt kjarnorku í trássi við alþjóðasamninga. Gagnrýnendur óttast einnig að verið sé að senda misvísandi skilaboð til annarra ríkja sem einnig ásælast kjarnorku og þá sérstaklega Írans, sem hefur lengi unnið að því leynt og ljóst að auðga úran til orkuframleiðslu, í óþökk kjarnorkuvelda heimsins. Bandaríkjamenn hafi stigið skref í átt að frjálsum heimsviðskiptum með kjarnorkutækni sem Rússar eða Kínverjar gætu einnig viljað stíga.
Erlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira